Er forseti yfir það hafinn? Halla Tómasdóttir skrifar 22. júní 2016 07:00 Mikilvægur þáttur í ákvörðun minni um að bjóða mig fram til embættis forseta var löngun mín til að gera gagn. Forseti er í þjónustu þjóðarinnar og á að vinna í hennar þágu. Það vakti því undrun mína að heyra forsetaframbjóðanda halda því fram í fyrsta samtali allra frambjóðenda á RÚV að hann teldi að forseti ætti að vera yfir það hafinn að styðja við einkafyrirtæki. Að mínu mati á forseti ekki að vera yfir það hafinn að styðja gott fólk til góðra verka. Hvorki samlanda sína né aðrar manneskjur. Forseti á ekki að telja eftir sér að styðja við fólkið í landinu: íþróttafólk, listamenn, fræðimenn, frumkvöðla og forystufólk sem vinnur samfélaginu gagn. Forseti á að styðja við menntun, náttúruvernd, landgræðslu, hugverk og handverk, menningu og listsköpun. Forseti á einnig að styðja við íslenskt atvinnulíf. Atvinnulíf er ekki og má ekki vera skammaryrði. Heilbrigt atvinnulíf er grunnur verðmætasköpunar og útflutningstekna og forsenda atvinnusköpunar. Atvinnulífið skapar einstaklingum atvinnu og fjölskyldum lífsviðurværi. Ferðaþjónustan sem hefur reynst drjúg búbót á síðari árum er hluti af atvinnulífinu, sem og ýmis menningartengd frumkvöðlastarfsemi. Forseti getur opnað dyr tækifæra fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Það eru fjölmargir Íslendingar sem notið hafa góðs af þeim tækifærum sem fulltingi forseta hefur skapað þeim á erlendum vettvangi. Handverk, listir, líftækni, hugbúnaðargerð að ógleymdri ferðaþjónustunni eru meðal þeirra geira sem hafa notið góðs af slíkum tækifærum.Í þágu heildarinnar Það er þó ekki sama hvernig forseti beitir sér í þágu þjóðarinnar eða fyrir hönd einkafyrirtækja. Það er til dæmis ekki í lagi að forseti njóti sérstakra fríðinda vegna þeirrar aðstoðar sem hann veitir fyrirtækjum. Það er ekki í lagi að forseti njóti persónulegs ávinnings, hvort sem er í formi greiðslna eða annarra hlunninda. Sú aðstoð sem forseti veitir fyrirtækjum verður að vera í þágu heildarinnar og eiga sér stað á grunni góðs siðferðis. Þá þarf að gæta jafnræðis og koma í veg fyrir að hagsmunatengsl myndist. Gagnsæi verður að vera í fyrirrúmi og setja á embættinu siðareglur. Ég tel reyndar furðulegt að forsetaembættinu hafi ekki verið settar siðareglur. Reglur sem ykju gagnsæi og kæmu í veg fyrir hagsmunaárekstra. Það er mun skynsamlegra en sú aðferð að flokka viðfangsefni eftir hentisemi og draga í dilka eftir því hvort um er að ræða opinberan geira eða einkageira, bókmenntir eða hugbúnaðargerð. Forseta ber að beita sér í þágu lands og þjóðar. Opna tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vinna á heilbrigðan og skynsaman máta að verðmætasköpun, landi og þjóð til gagns. Reynsla skiptir máli, ég hef fjölbreytta og verðmæta reynslu sem getur nýst þjóðinni vel. Á starfsferli mínum hef ég byggt upp víðtækt alþjóðlegt tengslanet sem ég mun svo sannarlega nýta til að leggja fólki lið og opna þannig dyr í þágu Íslands. Forseti getur ekki verið hafinn yfir fólkið í landinu og verkefni þeirra, forseti á að vinna fyrir þjóðina. Forseti á að gera gagn, þannig forseti vil ég vera.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Mikilvægur þáttur í ákvörðun minni um að bjóða mig fram til embættis forseta var löngun mín til að gera gagn. Forseti er í þjónustu þjóðarinnar og á að vinna í hennar þágu. Það vakti því undrun mína að heyra forsetaframbjóðanda halda því fram í fyrsta samtali allra frambjóðenda á RÚV að hann teldi að forseti ætti að vera yfir það hafinn að styðja við einkafyrirtæki. Að mínu mati á forseti ekki að vera yfir það hafinn að styðja gott fólk til góðra verka. Hvorki samlanda sína né aðrar manneskjur. Forseti á ekki að telja eftir sér að styðja við fólkið í landinu: íþróttafólk, listamenn, fræðimenn, frumkvöðla og forystufólk sem vinnur samfélaginu gagn. Forseti á að styðja við menntun, náttúruvernd, landgræðslu, hugverk og handverk, menningu og listsköpun. Forseti á einnig að styðja við íslenskt atvinnulíf. Atvinnulíf er ekki og má ekki vera skammaryrði. Heilbrigt atvinnulíf er grunnur verðmætasköpunar og útflutningstekna og forsenda atvinnusköpunar. Atvinnulífið skapar einstaklingum atvinnu og fjölskyldum lífsviðurværi. Ferðaþjónustan sem hefur reynst drjúg búbót á síðari árum er hluti af atvinnulífinu, sem og ýmis menningartengd frumkvöðlastarfsemi. Forseti getur opnað dyr tækifæra fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Það eru fjölmargir Íslendingar sem notið hafa góðs af þeim tækifærum sem fulltingi forseta hefur skapað þeim á erlendum vettvangi. Handverk, listir, líftækni, hugbúnaðargerð að ógleymdri ferðaþjónustunni eru meðal þeirra geira sem hafa notið góðs af slíkum tækifærum.Í þágu heildarinnar Það er þó ekki sama hvernig forseti beitir sér í þágu þjóðarinnar eða fyrir hönd einkafyrirtækja. Það er til dæmis ekki í lagi að forseti njóti sérstakra fríðinda vegna þeirrar aðstoðar sem hann veitir fyrirtækjum. Það er ekki í lagi að forseti njóti persónulegs ávinnings, hvort sem er í formi greiðslna eða annarra hlunninda. Sú aðstoð sem forseti veitir fyrirtækjum verður að vera í þágu heildarinnar og eiga sér stað á grunni góðs siðferðis. Þá þarf að gæta jafnræðis og koma í veg fyrir að hagsmunatengsl myndist. Gagnsæi verður að vera í fyrirrúmi og setja á embættinu siðareglur. Ég tel reyndar furðulegt að forsetaembættinu hafi ekki verið settar siðareglur. Reglur sem ykju gagnsæi og kæmu í veg fyrir hagsmunaárekstra. Það er mun skynsamlegra en sú aðferð að flokka viðfangsefni eftir hentisemi og draga í dilka eftir því hvort um er að ræða opinberan geira eða einkageira, bókmenntir eða hugbúnaðargerð. Forseta ber að beita sér í þágu lands og þjóðar. Opna tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vinna á heilbrigðan og skynsaman máta að verðmætasköpun, landi og þjóð til gagns. Reynsla skiptir máli, ég hef fjölbreytta og verðmæta reynslu sem getur nýst þjóðinni vel. Á starfsferli mínum hef ég byggt upp víðtækt alþjóðlegt tengslanet sem ég mun svo sannarlega nýta til að leggja fólki lið og opna þannig dyr í þágu Íslands. Forseti getur ekki verið hafinn yfir fólkið í landinu og verkefni þeirra, forseti á að vinna fyrir þjóðina. Forseti á að gera gagn, þannig forseti vil ég vera.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar