Hannar þjóðleg veggspjöld í frístundum Stefán Þór Hjartarson skrifar 22. júní 2016 10:15 Ásgeir Vísir vinnur með orð sem hafa jákvæðar tengingar við land og þjóð. Vísir/Eyþór Þetta er búið að vera í gangi síðan um áramótin, mig var farið að dauðlanga til að gera eitthvað listrænt á eigin forsendum en ég er í þessu meðfram störfum í eigin fyrirtæki mínu þar sem ég starfa við viðmótshönnun fyrir snjallsímaforrit. Þessi stíll sem ég vinn í kom upprunalega frá keppni sem símaskráin efndi til og ég tók þátt í en síðan allt í einu 6 árum síðar tók ég aftur upp þennan stíl og fór að leika mér aðeins með þetta. Ég lít svolítið á þessi verk sem mína tegund af prjónaskap eða púsluspili. Þetta er eitthvað sem ég gríp í á kvöldin eða um helgar þegar ég er ekki að vinna við viðmótshönnun,“ segir Ásgeir um hvernig kom til að hann byrjaði á þessu verkefni sínu sem hann kallar Between trolls.Hver eru viðfangsefni myndanna? „Viðfangsefni plakatanna er ýmist eitthvað íslenskt, eitthvað sem ferðalangar gætu séð á ferðalagi sínu um landið eða eitthvað sem ég persónulega tengi við Ísland. Það skiptir mig miklu máli að fólk sem sér verkin upplifi jákvæða strauma frá þeim. Allar myndirnar eru gerðar úr orðum sem eru jákvæð og lýsandi fyrir Ísland og Íslendinga, en einnig blanda ég íslenskum staðarheitum, götum og dýrum í myndirnar. Ég gerði t.d. mynd af trillu fyrir sjómannadaginn og í því verki má finna nöfn allra sjávarþorpa hér á Íslandi.“Er þetta aðallega stílað á ferðamenn? „Upprunalega var pælingin að markaðssetja þetta fyrir ferðamenn en þeir eru 500% fleiri en Íslendingar hérna á hverju ári. Síðan þróaðist það svolítið út í að Íslendingar virðast vera hrifnir af þessu. Ég er með Facebook-síðu á íslensku en sölusíðu sem er á ensku. Svo er þetta til sölu bæði í hönnunarbúðum hérna heima en líka í búðum sem eru meira stílaðar á ferðamenn. Þetta er t.d. í sölu í Krínolín og það komu þangað Vestur-Íslendingar sem búa í Bandaríkjunum og þeim fannst þetta alveg geggjað til þess að muna eftir ferðinni sinni „heim“ til Íslands. Það gerði mig mjög ánægðan að fólki finnist þetta minna sig á Ísland.“Hér má síðan finna facebook-síðu Between trolls Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þetta er búið að vera í gangi síðan um áramótin, mig var farið að dauðlanga til að gera eitthvað listrænt á eigin forsendum en ég er í þessu meðfram störfum í eigin fyrirtæki mínu þar sem ég starfa við viðmótshönnun fyrir snjallsímaforrit. Þessi stíll sem ég vinn í kom upprunalega frá keppni sem símaskráin efndi til og ég tók þátt í en síðan allt í einu 6 árum síðar tók ég aftur upp þennan stíl og fór að leika mér aðeins með þetta. Ég lít svolítið á þessi verk sem mína tegund af prjónaskap eða púsluspili. Þetta er eitthvað sem ég gríp í á kvöldin eða um helgar þegar ég er ekki að vinna við viðmótshönnun,“ segir Ásgeir um hvernig kom til að hann byrjaði á þessu verkefni sínu sem hann kallar Between trolls.Hver eru viðfangsefni myndanna? „Viðfangsefni plakatanna er ýmist eitthvað íslenskt, eitthvað sem ferðalangar gætu séð á ferðalagi sínu um landið eða eitthvað sem ég persónulega tengi við Ísland. Það skiptir mig miklu máli að fólk sem sér verkin upplifi jákvæða strauma frá þeim. Allar myndirnar eru gerðar úr orðum sem eru jákvæð og lýsandi fyrir Ísland og Íslendinga, en einnig blanda ég íslenskum staðarheitum, götum og dýrum í myndirnar. Ég gerði t.d. mynd af trillu fyrir sjómannadaginn og í því verki má finna nöfn allra sjávarþorpa hér á Íslandi.“Er þetta aðallega stílað á ferðamenn? „Upprunalega var pælingin að markaðssetja þetta fyrir ferðamenn en þeir eru 500% fleiri en Íslendingar hérna á hverju ári. Síðan þróaðist það svolítið út í að Íslendingar virðast vera hrifnir af þessu. Ég er með Facebook-síðu á íslensku en sölusíðu sem er á ensku. Svo er þetta til sölu bæði í hönnunarbúðum hérna heima en líka í búðum sem eru meira stílaðar á ferðamenn. Þetta er t.d. í sölu í Krínolín og það komu þangað Vestur-Íslendingar sem búa í Bandaríkjunum og þeim fannst þetta alveg geggjað til þess að muna eftir ferðinni sinni „heim“ til Íslands. Það gerði mig mjög ánægðan að fólki finnist þetta minna sig á Ísland.“Hér má síðan finna facebook-síðu Between trolls
Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira