Nýr styrkleikalisti hjá UFC var gefinn út eftir síðustu helgi. Nokkrar breytingar eru í þyngdarflokki Gunnars Nelson.
Gunnar okkar stendur þó í stað. Er enn í ellefta sæti veltivigtarlistans.
Stephen Thompson er þó kominn í fyrsta sætið eftir sigurinn á Rory McDonald um síðustu helgi. McDonald fór niður í annað sætið.
Demian Maia fer upp um eitt sæti og er núna í þriðja sæti.
Donald „Cowboy“ Cerrone kemur nýr inn á listann í veltivigtinni eftir að hafa þreytt frumraun sína þar um síðustu helgi og farið á kostum. Hann er í fjórtánda sæti.
Cerrone er á tveim listum því hann er einnig í fjórða sæti í léttvigtinni sem hefur verið hans þyngdarflokkur hingað til.

