Forsetinn þarf að geta náð til allra Amalía Björnsdóttir skrifar 22. júní 2016 14:32 Í byrjun maí var ég viðstödd þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti framboð sitt til forseta Íslands. Ég var spennt að heyra hvernig hann kæmi fyrir á fundi sem slíkum, hvort hann gæti hrifið fólk með sér, hvort þarna væri komin frambjóðandi fyrir mig. Ég hafði nokkrum vikum áður nefnt það við samstarfsmann minn að Guðni væri hugsanlegt forsetaefni. Hann hefði menntun og þekkingu til að sinna starfi forseta, virkaði heildsteyptur og líklega gæti stóri hluti þjóðarinnar gæti sameinast eða að minnsta kosti sætt sig við hann sem forseta næði hann kjöri. Í mínum huga þarf sá sem gegnir starfi forseta Íslands að vera ýmsum kostum gæddur. Forsetinn þarf að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar á erlendri grundu, geta tjáð sig af þekkingu um land og þjóð og verið sameiningartákn bæði á gleðistundum og þegar erfiðleikar steðja að. Það er sagt að enginn verði Bandaríkjaforseti nema geta kysst kornabörn og enginn verður forseti Íslands án þess að geta rætt við fólkið í landinu. Það fór ekki framhjá neinum sem voru í Salnum í Kópavogi að Guðni gat rætt við það fólk sem þar var. Forsetinn þarf að geta náð til allra óháð kyni, aldri og stjórnmálaskoðun. Hann þarf að vera einhver sem Samfylkingarkerlingar, piltar úr Heimdalli, Framsóknarmenn á Fljótsdalshéraði , Vinstri grænir lopatreflar úr 101 og eldri borgarar geta sameinast um svo nefndar séu einhverjar þær stereótýpur sem dregnar hafa verið fram í kosningabaráttunni sem stuðningsmenn ólíkra frambjóðenda. Ég er sannfærð um að Guðni er sá frambjóðandi sem hefur þessa breiðu skírskotun og gæti orðið farsæll forseti. Mér sýnast skoðanakannanir vera í samræmi við þessa óformlegu greiningu mína, fylgi hans er mikið hjá öllum aldurshópum, á höfuðborgarsvæðinu og utan þess og bæði hjá konum og körlum. Í könnun MMR frá því um mánaðarmót er Guðni með yfir 50% fylgi hjá öllum hópum nema stuðningsmönnum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Eldskírn Guðna hefur verið á síðustu vikum á óteljandi fundum og heimsóknum meðal annars á dvalarheimili aldraðra. Alls staðar hefur fólk hrifist með, það fylgir Guðna einhver kraftur og jákvæðni sem er einmitt það sem ég og greinilega fleiri vilja sjá hjá nýjum forseta. Það hefur verið gaman að starfa sem sjálfboðaliði fyrir framboð Guðna með þeim fjölbreytta hópi sem þar hefur verið. Ég hvet ykkur til að kjósa á laugardaginn og ég tel að það yrði farsælt að fá Guðna Th. Jóhannesson sem forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í byrjun maí var ég viðstödd þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti framboð sitt til forseta Íslands. Ég var spennt að heyra hvernig hann kæmi fyrir á fundi sem slíkum, hvort hann gæti hrifið fólk með sér, hvort þarna væri komin frambjóðandi fyrir mig. Ég hafði nokkrum vikum áður nefnt það við samstarfsmann minn að Guðni væri hugsanlegt forsetaefni. Hann hefði menntun og þekkingu til að sinna starfi forseta, virkaði heildsteyptur og líklega gæti stóri hluti þjóðarinnar gæti sameinast eða að minnsta kosti sætt sig við hann sem forseta næði hann kjöri. Í mínum huga þarf sá sem gegnir starfi forseta Íslands að vera ýmsum kostum gæddur. Forsetinn þarf að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar á erlendri grundu, geta tjáð sig af þekkingu um land og þjóð og verið sameiningartákn bæði á gleðistundum og þegar erfiðleikar steðja að. Það er sagt að enginn verði Bandaríkjaforseti nema geta kysst kornabörn og enginn verður forseti Íslands án þess að geta rætt við fólkið í landinu. Það fór ekki framhjá neinum sem voru í Salnum í Kópavogi að Guðni gat rætt við það fólk sem þar var. Forsetinn þarf að geta náð til allra óháð kyni, aldri og stjórnmálaskoðun. Hann þarf að vera einhver sem Samfylkingarkerlingar, piltar úr Heimdalli, Framsóknarmenn á Fljótsdalshéraði , Vinstri grænir lopatreflar úr 101 og eldri borgarar geta sameinast um svo nefndar séu einhverjar þær stereótýpur sem dregnar hafa verið fram í kosningabaráttunni sem stuðningsmenn ólíkra frambjóðenda. Ég er sannfærð um að Guðni er sá frambjóðandi sem hefur þessa breiðu skírskotun og gæti orðið farsæll forseti. Mér sýnast skoðanakannanir vera í samræmi við þessa óformlegu greiningu mína, fylgi hans er mikið hjá öllum aldurshópum, á höfuðborgarsvæðinu og utan þess og bæði hjá konum og körlum. Í könnun MMR frá því um mánaðarmót er Guðni með yfir 50% fylgi hjá öllum hópum nema stuðningsmönnum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Eldskírn Guðna hefur verið á síðustu vikum á óteljandi fundum og heimsóknum meðal annars á dvalarheimili aldraðra. Alls staðar hefur fólk hrifist með, það fylgir Guðna einhver kraftur og jákvæðni sem er einmitt það sem ég og greinilega fleiri vilja sjá hjá nýjum forseta. Það hefur verið gaman að starfa sem sjálfboðaliði fyrir framboð Guðna með þeim fjölbreytta hópi sem þar hefur verið. Ég hvet ykkur til að kjósa á laugardaginn og ég tel að það yrði farsælt að fá Guðna Th. Jóhannesson sem forseta.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun