Egill Sæbjörnsson næsti fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum Birgir Örn Steinarsson skrifar 23. júní 2016 14:24 Egill Sæbjörnsson verður í íslenska skálanum í Feneyjartvíæringnum á næsta ári. Vísir/Anton Brink Listamaðurinn Egill Sæbjörnsson hefur verið valinn til þess að vera framlag Íslands á Feneyjartvíæringnum á næsta ári. Það verður í 57. skipti sem listahátíðin er haldin. Sýning Egils verður unnin í samstarfi við Stefanie Böttcher sýningarstjóra. Egill Sæbjörnsson er 43 ára og hefur starfað sem fjöllistamaður í mörg ár. Verk hans samanstanda oft af einhvers konar samblöndu raunverulegra hluta og tálsýnar. Egill er allt í senn; myndlistarmaður, gjörningalistamaður og tónlistarmaður. Eftir hann liggja fimm breiðskífur og enn má heyra sum laga hans spiluð í útvarpi hérlendis. Árið 2010 var Egill tilnefndur til Carnegie listaverðlaunanna og má finna sum myndlistarverka hans í einkasöfnum. Egill hefur gefið út þrjár bækur með verkum sínum. Oft er töluverða kímni að finna í verkum Egils sem aldrei eru þó laus við djúphugsun.Ekki vitað hvað Egill ætlar að geraÞað var Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar sem tilkynnti um val dómnefndar. Ekki er vitað hvað Egill ætlar sér að bjóða upp á í íslenska skálanum í Feneyjum á næsta ári nema að áhorfendur verða hluti af verkinu sjálfu um leið og þeir stíga inn í skálann. Það var fagráð Kynningarmiðstöðvar sem sá um valið en það samanstóð að þessu sinni af Björgu Stefánsdóttur, Hlyni Hallssyni, Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur, Aðalheiði Guðmundsdótturog Libiu Castro. Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Listamaðurinn Egill Sæbjörnsson hefur verið valinn til þess að vera framlag Íslands á Feneyjartvíæringnum á næsta ári. Það verður í 57. skipti sem listahátíðin er haldin. Sýning Egils verður unnin í samstarfi við Stefanie Böttcher sýningarstjóra. Egill Sæbjörnsson er 43 ára og hefur starfað sem fjöllistamaður í mörg ár. Verk hans samanstanda oft af einhvers konar samblöndu raunverulegra hluta og tálsýnar. Egill er allt í senn; myndlistarmaður, gjörningalistamaður og tónlistarmaður. Eftir hann liggja fimm breiðskífur og enn má heyra sum laga hans spiluð í útvarpi hérlendis. Árið 2010 var Egill tilnefndur til Carnegie listaverðlaunanna og má finna sum myndlistarverka hans í einkasöfnum. Egill hefur gefið út þrjár bækur með verkum sínum. Oft er töluverða kímni að finna í verkum Egils sem aldrei eru þó laus við djúphugsun.Ekki vitað hvað Egill ætlar að geraÞað var Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar sem tilkynnti um val dómnefndar. Ekki er vitað hvað Egill ætlar sér að bjóða upp á í íslenska skálanum í Feneyjum á næsta ári nema að áhorfendur verða hluti af verkinu sjálfu um leið og þeir stíga inn í skálann. Það var fagráð Kynningarmiðstöðvar sem sá um valið en það samanstóð að þessu sinni af Björgu Stefánsdóttur, Hlyni Hallssyni, Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur, Aðalheiði Guðmundsdótturog Libiu Castro.
Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira