Grundvallarspurning til forsetaframbjóðenda 23. júní 2016 08:00 Eftirfarandi eru tvær samhangandi spurningar. Samanlagt snerta þær knýjandi spurningu um stjórnskipulag og stjórnarfar á Íslandi. Enginn sem býður sig fram til að gegna embætti forseta Íslands ætti að koma sér undan því að svara þeirri spurningu, því verðandi forseti mun standa frammi fyrir henni. Hún varðar farsæld og hamingju þjóðarinnar. Spurning I (tvíþætt) Núverandi ríkisstjórnarflokkar gáfu kjósendum fyrirheit um að Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Formsins vegna yrði slík þjóðaratkvæðagreiðsla ráðgefandi. a) Teldir þú réttlætanlegt að Alþingi hunsaði niðurstöðu þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu, færi hún fram? b) Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá 20. október 2012. Frumvarpið var samþykkt sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár og hlaut stuðning 67% kjósenda. Teldir þú réttlætanlegt að Alþingi virti ekki niðurstöðu þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu? Spurning II (tvíþætt) Á liðnu kjörtímabili ákvað stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012, og gerði ekki efnislegar breytingar á tillögunum, samþykktum grundvelli að nýrri stjórnarskrá. Í sama anda hefur Ragnar Aðalsteinsson lögmaður sagt um mögulegar efnislegar breytingar á samþykktum tillögum: „Þeim, sem hafa hug á að endursemja og breyta tillögum ráðsins, er vandi á höndum, því færa má að því rök að þeir, sem það reyna, verði að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en tillögur ráðsins.“ a) Ert þú sammála Ragnari Aðalsteinssyni eða telur þú að Alþingi geti horft framhjá þeim lýðræðislegu grundvallarsjónarmiðum sem ráða afstöðu hans? b) Lawrence Lessig, lagaprófessor við Harward-háskóla, spurði í Fréttablaðinu nýlega, vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012: „Hunsar Alþingi fullveldisrétt þjóðarinnar?“ Hann spurði síðan, í rökréttu framhaldi: „Með hvaða rétti?“ – Getur þú, forsetaframbjóðandi, svarað því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Eftirfarandi eru tvær samhangandi spurningar. Samanlagt snerta þær knýjandi spurningu um stjórnskipulag og stjórnarfar á Íslandi. Enginn sem býður sig fram til að gegna embætti forseta Íslands ætti að koma sér undan því að svara þeirri spurningu, því verðandi forseti mun standa frammi fyrir henni. Hún varðar farsæld og hamingju þjóðarinnar. Spurning I (tvíþætt) Núverandi ríkisstjórnarflokkar gáfu kjósendum fyrirheit um að Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Formsins vegna yrði slík þjóðaratkvæðagreiðsla ráðgefandi. a) Teldir þú réttlætanlegt að Alþingi hunsaði niðurstöðu þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu, færi hún fram? b) Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá 20. október 2012. Frumvarpið var samþykkt sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár og hlaut stuðning 67% kjósenda. Teldir þú réttlætanlegt að Alþingi virti ekki niðurstöðu þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu? Spurning II (tvíþætt) Á liðnu kjörtímabili ákvað stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012, og gerði ekki efnislegar breytingar á tillögunum, samþykktum grundvelli að nýrri stjórnarskrá. Í sama anda hefur Ragnar Aðalsteinsson lögmaður sagt um mögulegar efnislegar breytingar á samþykktum tillögum: „Þeim, sem hafa hug á að endursemja og breyta tillögum ráðsins, er vandi á höndum, því færa má að því rök að þeir, sem það reyna, verði að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en tillögur ráðsins.“ a) Ert þú sammála Ragnari Aðalsteinssyni eða telur þú að Alþingi geti horft framhjá þeim lýðræðislegu grundvallarsjónarmiðum sem ráða afstöðu hans? b) Lawrence Lessig, lagaprófessor við Harward-háskóla, spurði í Fréttablaðinu nýlega, vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012: „Hunsar Alþingi fullveldisrétt þjóðarinnar?“ Hann spurði síðan, í rökréttu framhaldi: „Með hvaða rétti?“ – Getur þú, forsetaframbjóðandi, svarað því?
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar