Kristján Eldjárn, kommúnisminn og klámvísurnar Jóhanna Ýr Jónsdóttir skrifar 24. júní 2016 11:57 Ég sat við matarborðið hinn 17. júní síðastliðinn eftir myndarlega grillveislu. Sólin skein og spjallið snerist fljótlega að forsetakosningunum. Fáir við borðið gátu sætt sig við þær árásir sem beinast sérstaklega að einum forsetaframbjóðanda og fundust ósanngjarnar dylgjurnar um „peningaöfl og hulduher“ og að jafn alvarlegt orð og „landráðamaður“ væri notað án þess að blikna. Eldra fólkið við borðið rifjaði þá upp sérkennilega sögu sem hljóðar svo: Þegar Kristján Eldjárn bauð sig fyrst fram 1968 gengu menn um hverfi Reykjavíkurborgar; bönkuðu upp á í hverju einasta húsi (þetta var fyrir tíma Facebook) og vöruðu fólk við að kjósa Kristján til forseta því hann væri hættulegur maður. Hann væri kommúnisti sem myndi vinna að því að koma Íslandi undir Sovétríkin. Þá var enn fremur mikið hneykslismál að Kristján hefði á háskólaárum sínum samið klámvísur. Það sæi hver maður að það var engan veginn viðeigandi fyrir næsta forseta Íslands að hafa samið slíkar vísur. Líklega var þetta meira hneyksli en við getum ímyndað okkur enda fyrir tíma veraldarvefsins. Sem betur fer náðu þessar sögur þó ekki að sannfæra of marga enda var Kristján Eldjárn kosinn forseti, Ísland varð ekki leppríki Sovétríkjanna og klámvísur urðu ekki að morgunverðarbæn landans. Reyndar kom í ljós að Kristján Eldjárn var afskaplega góður forseti og enn fá sumir dreymið augnaráð þegar rifjuð er upp forsetatíð hans, en þessi saga er samt óþægilega kunnugleg. Sáttasemjarinn mikli Í norrænni goðafræði er Forseti, sonur Nönnu og Baldurs, sáttasemjarinn mikli. Sumum finnst þetta klisja en öðrum, eins og mér, finnst mikilvægt í ljósi umróts síðustu missera að þjóðin eignist sameiningartákn í forseta sínum. Guðni hefur einmitt lagt áherslu á þá skoðun sína að forseti Íslands eigi að vera sáttasemjari og að engum eigi að finnast forsetinn vera „með hinum í liði", með eða á móti ESB, með eða á móti virkjunum o.s.frv. Hann eigi að koma hlutlaus að borðinu. Guðni vill vera forseti allra Íslendinga, enda einn af okkur. Þetta speglast ágætlega í hinum stóra stuðningshópi hans, eða eins og ein orðaði svo vel: „í þverpólitískari hóp hef ég ekki komist síðan ég tók þátt í stórri flugslysaæfingu." Tilhugsunin um Guðna sem forseta fyllir mig von. Von um að nú breytist pólitískt landslag okkar á þann veg að auðmýkt en ekki hroki verði aðalsmerki kjörinna fulltrúa. Von um að nú muni ráðamenn þjóðannar sjá að það er hægt að vinna kosningabaráttu án þess að ráðast á nokkurn. Von um að bjartsýni og heilindi Guðna sameini þjóð sem er þreytt og tortryggin. Von um að sómakennd verði einkunnarorð okkar. Von um að flestir sjái í gegnum aðdróttanir og samsæriskenningar, líkt og með Kristján, kommúnismann og klámvísurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ég sat við matarborðið hinn 17. júní síðastliðinn eftir myndarlega grillveislu. Sólin skein og spjallið snerist fljótlega að forsetakosningunum. Fáir við borðið gátu sætt sig við þær árásir sem beinast sérstaklega að einum forsetaframbjóðanda og fundust ósanngjarnar dylgjurnar um „peningaöfl og hulduher“ og að jafn alvarlegt orð og „landráðamaður“ væri notað án þess að blikna. Eldra fólkið við borðið rifjaði þá upp sérkennilega sögu sem hljóðar svo: Þegar Kristján Eldjárn bauð sig fyrst fram 1968 gengu menn um hverfi Reykjavíkurborgar; bönkuðu upp á í hverju einasta húsi (þetta var fyrir tíma Facebook) og vöruðu fólk við að kjósa Kristján til forseta því hann væri hættulegur maður. Hann væri kommúnisti sem myndi vinna að því að koma Íslandi undir Sovétríkin. Þá var enn fremur mikið hneykslismál að Kristján hefði á háskólaárum sínum samið klámvísur. Það sæi hver maður að það var engan veginn viðeigandi fyrir næsta forseta Íslands að hafa samið slíkar vísur. Líklega var þetta meira hneyksli en við getum ímyndað okkur enda fyrir tíma veraldarvefsins. Sem betur fer náðu þessar sögur þó ekki að sannfæra of marga enda var Kristján Eldjárn kosinn forseti, Ísland varð ekki leppríki Sovétríkjanna og klámvísur urðu ekki að morgunverðarbæn landans. Reyndar kom í ljós að Kristján Eldjárn var afskaplega góður forseti og enn fá sumir dreymið augnaráð þegar rifjuð er upp forsetatíð hans, en þessi saga er samt óþægilega kunnugleg. Sáttasemjarinn mikli Í norrænni goðafræði er Forseti, sonur Nönnu og Baldurs, sáttasemjarinn mikli. Sumum finnst þetta klisja en öðrum, eins og mér, finnst mikilvægt í ljósi umróts síðustu missera að þjóðin eignist sameiningartákn í forseta sínum. Guðni hefur einmitt lagt áherslu á þá skoðun sína að forseti Íslands eigi að vera sáttasemjari og að engum eigi að finnast forsetinn vera „með hinum í liði", með eða á móti ESB, með eða á móti virkjunum o.s.frv. Hann eigi að koma hlutlaus að borðinu. Guðni vill vera forseti allra Íslendinga, enda einn af okkur. Þetta speglast ágætlega í hinum stóra stuðningshópi hans, eða eins og ein orðaði svo vel: „í þverpólitískari hóp hef ég ekki komist síðan ég tók þátt í stórri flugslysaæfingu." Tilhugsunin um Guðna sem forseta fyllir mig von. Von um að nú breytist pólitískt landslag okkar á þann veg að auðmýkt en ekki hroki verði aðalsmerki kjörinna fulltrúa. Von um að nú muni ráðamenn þjóðannar sjá að það er hægt að vinna kosningabaráttu án þess að ráðast á nokkurn. Von um að bjartsýni og heilindi Guðna sameini þjóð sem er þreytt og tortryggin. Von um að sómakennd verði einkunnarorð okkar. Von um að flestir sjái í gegnum aðdróttanir og samsæriskenningar, líkt og með Kristján, kommúnismann og klámvísurnar.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun