Ég er ekki til sölu Ástþór Magnússon skrifar 24. júní 2016 18:43 Íslendingar geta tekið forystu, ekki aðeins í fótbolta, einnig sem ný og fersk rödd til friðar í heiminum. Allt sem þarf er bjartsýni, áræðni og þrautseigur forseti með sterka sannfæringu og framtíðarsýn. Þú kastar atkvæði þínu á glæ með því að láta valdaklíkur og peningavald teyma þig eins og sauð til að kjósa þeirra fulltrúa á Bessastaði. Þeir frambjóðendur sem mælst hafa efstir í kokkuðum könnunum fjölmiðla eiga það allir sameiginlegt að vera framleiddar glansmyndir sem tengjast slíku baklandi. Væri ekki skynsamlegra fyrir þína hagsmuni og þjóðarinnar að fá óháðan forseta fólksins á Bessastaði? Ég er í framboði á eigin forsendum og er ekki handbendi neinna flokka eða fylkinga og að baki mér standa engin slík öfl. Ég er ekki til sölu. Þjóðin getur treyst því að enginn verður staðfastari en ég sem virkur öryggisventill þjóðarinnar á Bessastöðum. Ég býð mig fram til að standa dyggan vörð um fullveldi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar gegn hernaðarlegri og fjármálalegri íhlutun. Ég er óhræddur við að þjóðin fjalli um sín stærstu mál í þjóðaratkvæðagreiðslum. Ísland á að gerast friðarríki. Forseti Íslands getur laðað hingað starfsemi tengda friðarmálum, lýðræðisþróun og náttúruvernd. Rísi stofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Íslandi mun byggjast upp nýr atvinnuvegur sem getur skilað fleiri hundruð milljörðum í þjóðarbúið og veitt þúsundum manns blómleg störf í framtíðinni. Með slíkri tekjuaukningu sem land friðarins getum við veitt ókeypis heilbrigðisþjónustu, bætt kjör eldri borgara og öryrkja og hjálpað ungu fólki að koma undir sig fótunum. Þetta er raunverulegt tækifæri fyrir íslensku þjóðina eins og fram hefur komið í málflutningi erlendra fræðimanna og nóbelsverðlaunahafa sem hafa tekið undir þessa hugmyndafræði um Ísland sem friðarríki. Aðeins eru tveir kostir í boði á kjörseðlinum. Ég eða hinir átta. Settu X við Ástþór fyrir forseta fólksins sem mun skila þjóðinni auknum tekjum og velsæld og sem mun standa eins og klettur með fólkinu í landinu bæði hvað varðar innanríkis- sem og utanríkismál. Hinir átta frambjóðendurnir horfa að mestu innávið og munu því litlu skila í ríkiskassann. Margir þeirra tengjast valdaklíkum og fjármálaöflum. Ég skora á þig að hugsa sjálfstætt og virkja atkvæði þitt til að styðja við bakið á þeirri hugmyndafræði að Ísland gerist friðarríki. Þannig lætur þú gott af þér leiða og stuðlar að tekjuaukningu í landinu. Láttu ekki teyma þig í þann bás að kasta atkvæðinu þínu á glæ og fá árlegan skattreikning fyrir veisluhöld forseta. Allt hefst með einni rödd, einni aðgerð, einu atkvæði. Láttu þitt atkvæði skipta máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Ástþór Magnússon Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslendingar geta tekið forystu, ekki aðeins í fótbolta, einnig sem ný og fersk rödd til friðar í heiminum. Allt sem þarf er bjartsýni, áræðni og þrautseigur forseti með sterka sannfæringu og framtíðarsýn. Þú kastar atkvæði þínu á glæ með því að láta valdaklíkur og peningavald teyma þig eins og sauð til að kjósa þeirra fulltrúa á Bessastaði. Þeir frambjóðendur sem mælst hafa efstir í kokkuðum könnunum fjölmiðla eiga það allir sameiginlegt að vera framleiddar glansmyndir sem tengjast slíku baklandi. Væri ekki skynsamlegra fyrir þína hagsmuni og þjóðarinnar að fá óháðan forseta fólksins á Bessastaði? Ég er í framboði á eigin forsendum og er ekki handbendi neinna flokka eða fylkinga og að baki mér standa engin slík öfl. Ég er ekki til sölu. Þjóðin getur treyst því að enginn verður staðfastari en ég sem virkur öryggisventill þjóðarinnar á Bessastöðum. Ég býð mig fram til að standa dyggan vörð um fullveldi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar gegn hernaðarlegri og fjármálalegri íhlutun. Ég er óhræddur við að þjóðin fjalli um sín stærstu mál í þjóðaratkvæðagreiðslum. Ísland á að gerast friðarríki. Forseti Íslands getur laðað hingað starfsemi tengda friðarmálum, lýðræðisþróun og náttúruvernd. Rísi stofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Íslandi mun byggjast upp nýr atvinnuvegur sem getur skilað fleiri hundruð milljörðum í þjóðarbúið og veitt þúsundum manns blómleg störf í framtíðinni. Með slíkri tekjuaukningu sem land friðarins getum við veitt ókeypis heilbrigðisþjónustu, bætt kjör eldri borgara og öryrkja og hjálpað ungu fólki að koma undir sig fótunum. Þetta er raunverulegt tækifæri fyrir íslensku þjóðina eins og fram hefur komið í málflutningi erlendra fræðimanna og nóbelsverðlaunahafa sem hafa tekið undir þessa hugmyndafræði um Ísland sem friðarríki. Aðeins eru tveir kostir í boði á kjörseðlinum. Ég eða hinir átta. Settu X við Ástþór fyrir forseta fólksins sem mun skila þjóðinni auknum tekjum og velsæld og sem mun standa eins og klettur með fólkinu í landinu bæði hvað varðar innanríkis- sem og utanríkismál. Hinir átta frambjóðendurnir horfa að mestu innávið og munu því litlu skila í ríkiskassann. Margir þeirra tengjast valdaklíkum og fjármálaöflum. Ég skora á þig að hugsa sjálfstætt og virkja atkvæði þitt til að styðja við bakið á þeirri hugmyndafræði að Ísland gerist friðarríki. Þannig lætur þú gott af þér leiða og stuðlar að tekjuaukningu í landinu. Láttu ekki teyma þig í þann bás að kasta atkvæðinu þínu á glæ og fá árlegan skattreikning fyrir veisluhöld forseta. Allt hefst með einni rödd, einni aðgerð, einu atkvæði. Láttu þitt atkvæði skipta máli.
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar