Guðni og Ólafur Ragnar báðir á forsetavaktinni í Nice Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2016 12:41 Ólafur Ragnar og Guðni Th. verða að öllum líkindum báðir í VIP-stúkunni, heiðursstúku þar sem fræga fólkið horfir á leikina. Vísir/Ernir/Anton Brink Forsetavaktin verður vel skipuð á Allianz Riviera leikvanginum í Nice annað kvöld þegar strákarnir okkar í karlalandsliði Íslands í knattspyrnu mæta Englendingum í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. Guðni Th. Jóhannesson, sem vann sigur í forsetakosningunum í gær, verður á svæðinu. Guðni er mikill áhugamaður um íþróttir en bræður hans, Jóhannes og Patrekur, léku báðir handbolta í efstu deild. Patrekur á fjölda landsleikja að baki og er sem stendur þjálfari austurríska landsliðsins. Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti og forseti Íslands undanfarin tuttugu ár, verður sömuleiðis viðstaddur leikinn. Það staðfestir Örnólfur Thorsson forsetaritari við Vísi. Þau Dorrit Moussaieff voru viðstödd 1-1 jafnteflið gegn Portúgal í fyrsta leik riðlakeppninnar þar sem Dorrit hjálpaði Ara Frey Skúlasyni að slaka á í leikslok. Engum sögum fer um það hvort Guðni og Ólafur muni sitja hlið við hlið en það verður að koma í ljós. Þeir verða þó báðir að öllum líkindum í heiðursstúkunni. Guðni tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst næskomandi. Tvöföld forsetavakt ætti að bæta upp fyrir fjarveru Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra sem lofar hins vegar að mæta í átta liða úrslitin, komist íslenska liðið þangað. EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira
Forsetavaktin verður vel skipuð á Allianz Riviera leikvanginum í Nice annað kvöld þegar strákarnir okkar í karlalandsliði Íslands í knattspyrnu mæta Englendingum í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. Guðni Th. Jóhannesson, sem vann sigur í forsetakosningunum í gær, verður á svæðinu. Guðni er mikill áhugamaður um íþróttir en bræður hans, Jóhannes og Patrekur, léku báðir handbolta í efstu deild. Patrekur á fjölda landsleikja að baki og er sem stendur þjálfari austurríska landsliðsins. Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti og forseti Íslands undanfarin tuttugu ár, verður sömuleiðis viðstaddur leikinn. Það staðfestir Örnólfur Thorsson forsetaritari við Vísi. Þau Dorrit Moussaieff voru viðstödd 1-1 jafnteflið gegn Portúgal í fyrsta leik riðlakeppninnar þar sem Dorrit hjálpaði Ara Frey Skúlasyni að slaka á í leikslok. Engum sögum fer um það hvort Guðni og Ólafur muni sitja hlið við hlið en það verður að koma í ljós. Þeir verða þó báðir að öllum líkindum í heiðursstúkunni. Guðni tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst næskomandi. Tvöföld forsetavakt ætti að bæta upp fyrir fjarveru Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra sem lofar hins vegar að mæta í átta liða úrslitin, komist íslenska liðið þangað.
EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira