Ari Bragi Kárason hljóp þá 100 metra hlaup á 10,50 sekúndum á náði þriðja sæti í hlaupinu. Jón Arnar Magnússon á Íslandsmetið sem er 10,56 sekúndum og var Ari því undir því.
Meðvindurinn í hlaupinu var +3,3 metrar á sekúndu og því fæst þetta ekki staðfest sem Íslandsmet.
Ari Bragi lét ekki þar við sitja heldur bætti tíma sinn um 13/100 úr sekúndu í 200 metra hlaupi með 21,30 sekúndna spretti með +0,9 m/s í bakið. Hann var þa undir 2 m/s viðmiðinu fyrir löglegan árangur.
Þar náði Ari Bragi 2. sæti á Cork City Games. Með þessum flotta 200 metra hlaupi hoppar Ari upp fyrir Odd Sigurðsson og Jóhann Björn Sigurbjörnsson og fer úr 6. sæti upp í það 4. á sögulistanum yfir hröðustu menn Íslandssögunnar.
Íslandsmetið í 200 metra hlaupi er 21,17 sekúndur en það á Jón Arnar Magnússon einnig.
Spennan er nú farin að magnast hver slær Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í stuttu sprettunum en Kolbeinn Höður Gunnarsson er einnig aðeins hársbreidd frá þessum eftirsóttu metum.