Pólitískur ófriður skapar óróa á markaði Sæunn Gísladóttir skrifar 29. júní 2016 11:00 Eftir miklar sveiflur í kjölfar úrslita Brexit-kosninganna á fimmtudaginn, kom ró á ný yfir hlutabréfamarkaðinn í Bretlandi og gengi sterlingspundsins styrktist gagnvart Bandaríkjadal í gær. Sögulegar lækkanir voru á hlutabréfamörkuðum í kjölfar kosninganna. Á föstudaginn þurrkaðist 2,1 trilljón dollara út af alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum sem er meira en í alþjóðlega efnahagshruninu árið 2008. Um eftirmiðdaginn í gær hafði FTSE 100 vísitalan, sem nær til stærstu hundrað fyrirtækja á hlutabréfamarkaðnum í London, hækkað í fyrsta sinn frá því á fimmtudaginn og hækkaði um samtals 2,6 prósent. Frá föstudeginum fram til lokunar markaða á mánudaginn hafði vísitalan lækkað um 5,6 prósent. Fjórða stærsta bankakerfi í heimi er í Bretlandi og fundu bankarnir strax fyrir áhrifum Brexit-kosninganna þegar gengi hlutabréfa í þeim lækkaði um allt að þrjátíu prósent á tveimur viðskiptadögum. Við lokun markaða á mánudag hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Gengi bréfa í JPMorgan hafði lækkað um tíu prósent og í Citigroup um 13,5 prósent. Viðsnúningur varð hins vegar á hlutabréfamarkaði. Í gær hækkuðu bréf í HSBC um tæp tvö prósent, í Lloyds um 7,4 prósent. RBS hækkaði yfir daginn en við lokun markaða höfðu bréfin lækkað um 0,20 prósent. Gengi bréfa í JPMorgan hafði um eftirmiðdaginn í gær hækkað um tvö prósent. Gengi hlutabréfa í flugfélaginu easyJet lækkaði um tæplega 25 prósent á mánudag. Bréfin hækkuðu svo á hlutabréfamarkaði í gær um fimm prósent. Gengi sterlingspunds gagnvart Bandaríkjadal hefur styrkst á ný og nam um eftirmiðdaginn gær 1,33. Gengið var 1,32 á mánudag og hafði þá ekki verið lægra í 31 ár. Gengi pundsins gagnvart íslensku krónunni hafði lækkað um tæp tíu prósent síðastliðinn mánuð. Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hefur fylgt þróuninni erlendis, rétt eins og Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar, sagði í viðtali við Fréttablaðið að yrði líklegt. Miklar lækkanir voru á markaðnum á föstudag og mánudag og lækkaði úrvalsvísitalan um 7,1 prósent. Gengi hlutabréfa fór þó hækkandi á ný í gær. Í gær hækkaði úrvalsvísitalan um 2,61 prósent og gengi bréfa í öllum fyrirtækjum nema HB Granda hækkaði. Lækkunin hjá HB Granda nam 0,34 prósentum. Erfitt er að spá í framhaldið. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, fundaði með ráðamönnum í Brussel í gær. Ljóst er að gengi pundsins mun velta á því hvernig Bretland nær að semja sig út úr Evrópusambandinu. Þóra Helgadóttir, hagfræðingur í London, sagðist í samtali við Vísi í gær búast við áframhaldandi sveiflum og frekari lækkunum ef pólitískur óstöðugleiki heldur áfram. Brexit Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Eftir miklar sveiflur í kjölfar úrslita Brexit-kosninganna á fimmtudaginn, kom ró á ný yfir hlutabréfamarkaðinn í Bretlandi og gengi sterlingspundsins styrktist gagnvart Bandaríkjadal í gær. Sögulegar lækkanir voru á hlutabréfamörkuðum í kjölfar kosninganna. Á föstudaginn þurrkaðist 2,1 trilljón dollara út af alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum sem er meira en í alþjóðlega efnahagshruninu árið 2008. Um eftirmiðdaginn í gær hafði FTSE 100 vísitalan, sem nær til stærstu hundrað fyrirtækja á hlutabréfamarkaðnum í London, hækkað í fyrsta sinn frá því á fimmtudaginn og hækkaði um samtals 2,6 prósent. Frá föstudeginum fram til lokunar markaða á mánudaginn hafði vísitalan lækkað um 5,6 prósent. Fjórða stærsta bankakerfi í heimi er í Bretlandi og fundu bankarnir strax fyrir áhrifum Brexit-kosninganna þegar gengi hlutabréfa í þeim lækkaði um allt að þrjátíu prósent á tveimur viðskiptadögum. Við lokun markaða á mánudag hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Gengi bréfa í JPMorgan hafði lækkað um tíu prósent og í Citigroup um 13,5 prósent. Viðsnúningur varð hins vegar á hlutabréfamarkaði. Í gær hækkuðu bréf í HSBC um tæp tvö prósent, í Lloyds um 7,4 prósent. RBS hækkaði yfir daginn en við lokun markaða höfðu bréfin lækkað um 0,20 prósent. Gengi bréfa í JPMorgan hafði um eftirmiðdaginn í gær hækkað um tvö prósent. Gengi hlutabréfa í flugfélaginu easyJet lækkaði um tæplega 25 prósent á mánudag. Bréfin hækkuðu svo á hlutabréfamarkaði í gær um fimm prósent. Gengi sterlingspunds gagnvart Bandaríkjadal hefur styrkst á ný og nam um eftirmiðdaginn gær 1,33. Gengið var 1,32 á mánudag og hafði þá ekki verið lægra í 31 ár. Gengi pundsins gagnvart íslensku krónunni hafði lækkað um tæp tíu prósent síðastliðinn mánuð. Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hefur fylgt þróuninni erlendis, rétt eins og Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar, sagði í viðtali við Fréttablaðið að yrði líklegt. Miklar lækkanir voru á markaðnum á föstudag og mánudag og lækkaði úrvalsvísitalan um 7,1 prósent. Gengi hlutabréfa fór þó hækkandi á ný í gær. Í gær hækkaði úrvalsvísitalan um 2,61 prósent og gengi bréfa í öllum fyrirtækjum nema HB Granda hækkaði. Lækkunin hjá HB Granda nam 0,34 prósentum. Erfitt er að spá í framhaldið. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, fundaði með ráðamönnum í Brussel í gær. Ljóst er að gengi pundsins mun velta á því hvernig Bretland nær að semja sig út úr Evrópusambandinu. Þóra Helgadóttir, hagfræðingur í London, sagðist í samtali við Vísi í gær búast við áframhaldandi sveiflum og frekari lækkunum ef pólitískur óstöðugleiki heldur áfram.
Brexit Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira