Skrautleg spá fyrir íslenska riðilinn á EM | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 11:00 Hvað ætli Lars Lagerbäck segi um þessa spá. Vísir/Anton 3-3 jafntefli í fyrsta leik Evrópumótsins á móti Portúgal væri alls ekki svo slæmt. Spá Unibet fyrir F-riðilinn á EM í Frakklandi hljómar vel til að byrja með en endar hinsvegar ekki eins vel. Önnur athyglisverð spá hjá hinum franska Pirlo skilar okkur hinsvegar lengra í keppninni. Unibet er veðmálafyrirtæki á netinu sem er vel með á nótunum fyrir Evrópumótið í Frakklandi sem hefst í dag. Unibet hefur meðal annars tekið saman spá fyrir alla sex leikina í íslenska riðlinum en keppni í honum hefst ekki fyrr á þriðjudaginn kemur. Það væri fínt að skora þrjú mörk og fá eitt stig í fyrsta leiknum á móti stórliði Portúgal en svo fer að halla undir fæti hjá íslenska liðinu að mati spámanna Unibet. Við taka leikir á móti Ungverjum og Austurríkismönnum en þar verður mun minna um bæði mörk og stig samkvæmt spánni hjá Unibet-mönnum. Það er hægt að sjá myndband með spá Unibet hér fyrir neðan.It's Ronaldo's group, but will Guessteban Cambassio have good news for #POR or can #ISL, #HUN & #AUT cause problems?https://t.co/sUdndEGxZT— Unibet (@unibet) June 9, 2016 Spá Unibet er að sjálfsögðu bara ein af mörgum sem streyma nú inn á lokasprettinum fyrir Evrópumótið. Fyrir þá sem þykir spá Unibet alltof neikvæð fundum við aðra athyglisverða og jákvæðari spá sem væri gaman að sjá rætast á þessu Evrópumóti. Hinn franski Pirlo, eins og hann kallar sig á Twitter, sér nefnilega íslenska liðið ná í þrjú stig og komast í sextán liða úrslitin. Þar tekur reyndar við leikur á móti Króatíu sem ætti þá að rifja upp gömul sár frá því í umspilinu um sæti á HM í Brasilíu. Ísland mætir líka Króatíu í undankeppni HM 2018 sem hefst í haust. Hvernig sá leikur fer má sjá í spánni hjá The French Pirlo hér fyrir neðan.Prono groupe F : #EURO2016 #POR #AUT #ISL #HUN pic.twitter.com/InUlYsX89W— The French Pirlo (@Xaviandco35) June 9, 2016 Les premiers huitièmes de finales d'après mes Pronos #EURO2016 pic.twitter.com/nrM6rgpaYj— The French Pirlo (@Xaviandco35) June 9, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
3-3 jafntefli í fyrsta leik Evrópumótsins á móti Portúgal væri alls ekki svo slæmt. Spá Unibet fyrir F-riðilinn á EM í Frakklandi hljómar vel til að byrja með en endar hinsvegar ekki eins vel. Önnur athyglisverð spá hjá hinum franska Pirlo skilar okkur hinsvegar lengra í keppninni. Unibet er veðmálafyrirtæki á netinu sem er vel með á nótunum fyrir Evrópumótið í Frakklandi sem hefst í dag. Unibet hefur meðal annars tekið saman spá fyrir alla sex leikina í íslenska riðlinum en keppni í honum hefst ekki fyrr á þriðjudaginn kemur. Það væri fínt að skora þrjú mörk og fá eitt stig í fyrsta leiknum á móti stórliði Portúgal en svo fer að halla undir fæti hjá íslenska liðinu að mati spámanna Unibet. Við taka leikir á móti Ungverjum og Austurríkismönnum en þar verður mun minna um bæði mörk og stig samkvæmt spánni hjá Unibet-mönnum. Það er hægt að sjá myndband með spá Unibet hér fyrir neðan.It's Ronaldo's group, but will Guessteban Cambassio have good news for #POR or can #ISL, #HUN & #AUT cause problems?https://t.co/sUdndEGxZT— Unibet (@unibet) June 9, 2016 Spá Unibet er að sjálfsögðu bara ein af mörgum sem streyma nú inn á lokasprettinum fyrir Evrópumótið. Fyrir þá sem þykir spá Unibet alltof neikvæð fundum við aðra athyglisverða og jákvæðari spá sem væri gaman að sjá rætast á þessu Evrópumóti. Hinn franski Pirlo, eins og hann kallar sig á Twitter, sér nefnilega íslenska liðið ná í þrjú stig og komast í sextán liða úrslitin. Þar tekur reyndar við leikur á móti Króatíu sem ætti þá að rifja upp gömul sár frá því í umspilinu um sæti á HM í Brasilíu. Ísland mætir líka Króatíu í undankeppni HM 2018 sem hefst í haust. Hvernig sá leikur fer má sjá í spánni hjá The French Pirlo hér fyrir neðan.Prono groupe F : #EURO2016 #POR #AUT #ISL #HUN pic.twitter.com/InUlYsX89W— The French Pirlo (@Xaviandco35) June 9, 2016 Les premiers huitièmes de finales d'après mes Pronos #EURO2016 pic.twitter.com/nrM6rgpaYj— The French Pirlo (@Xaviandco35) June 9, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira