5500 manns búnir að sækja Ghetto betur ólöglega Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. júní 2016 10:00 Steindi Jr mælir með að fólk sleppi einu djammi í mánuði og eyði peningunum frekar í að styðja íslenska dagskrágerð. „Það er reyndar fáránlega ghetto að dánlóda Ghetto betur en íslensk dagskrárgerð hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár – en það er mikið að gerast um þessar mundir, t.d. er Stöð 2 að gefa mikið í og stefna fyrirtækisins er að fækka erlendum þáttum og gefa í með þetta íslenska,“segir Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jr., stjórnandi þáttarins Ghetto betur, en fyrsta þætti seríunnar hefur þegar þetta er skrifað verið halað niður 5.304 sinnum frá því að hann var sýndur fyrir tæpum tveimur vikum – það er með því mesta sem gerist með íslenska sjónvarpsþætti og trónir hann á toppnum á vinsældalista skráadeilisíðunnar Deildu.net. Til samanburðar hefur þáttum 3–5 af Rappi í Reykjavík verið halað niður um það bil 1.600 sinnum á þessari sömu síðu. „Ég geri mér grein fyrir stöðunni, fólk er vant því að dánlóda. Það er normið. En íslenskt efni vex heldur ekki á trjánum, það kostar að búa þetta til. Ef þú fílar stöffið þá áttu að borga fyrir það, ef þú getur. Maður hefur heyrt að ungu fólki finnist dýrt að gerast áskrifandi, en ég er með lausn við því – það væri hægt að sleppa einu djammi í mánuði og þá eruð þið komin með 2–3 mánaða áskrift á móti, og ef það er ómögulegt þá megið þið koma heim til mín að horfa svo lengi sem ég fæ að drekka bjórinn ykkar,“ bætir Steindi við.Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar STEF, segir að sömu lög gildi á internetinu og í raunheimum. Vísir/Stefán„Þessar fréttir hryggja mig. Þetta þýðir í rauninni að við þetta minnka möguleikarnir á að jafn frábær sjónvarpsmaður og frumlegur og Steindi Jr. er geti haldið áfram íslenskri dagskrárgerð í sjónvarpi. Þetta er sambærilegt við það að 5.000 manns létu greipar sópa um sælgætisbarinn í Hagkaupum. Þarna er stjórnarskrárvarinn eignarréttur á framleiðslu og þetta gerist og það er ekkert aðhafst,“ segir Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar.Hvað viltu sjá gert í niðurhalsmálum? „Það sama og er gert í öðrum gripdeildum. Það er enginn munur. Það er reginmisskilningur sem einhverjir hafa verið að reyna að telja okkur trú um að það gildi ekki sömu lögmál í netheimum og í mannheimum almennt. Það er einhver boðskapur sem ég skil ekki því að ef það væri raunin – hvað þá með netbankann okkar og önnur netviðskipti? Það er eins og að ef tíðnisviðin, sem um ræðir og eru brottnumin með þessum hætti, eru ekki áþreifanleg og þú getur ekki handfjatlað þau séu þá einskis virði.“ Ghetto betur Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Sjá meira
„Það er reyndar fáránlega ghetto að dánlóda Ghetto betur en íslensk dagskrárgerð hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár – en það er mikið að gerast um þessar mundir, t.d. er Stöð 2 að gefa mikið í og stefna fyrirtækisins er að fækka erlendum þáttum og gefa í með þetta íslenska,“segir Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jr., stjórnandi þáttarins Ghetto betur, en fyrsta þætti seríunnar hefur þegar þetta er skrifað verið halað niður 5.304 sinnum frá því að hann var sýndur fyrir tæpum tveimur vikum – það er með því mesta sem gerist með íslenska sjónvarpsþætti og trónir hann á toppnum á vinsældalista skráadeilisíðunnar Deildu.net. Til samanburðar hefur þáttum 3–5 af Rappi í Reykjavík verið halað niður um það bil 1.600 sinnum á þessari sömu síðu. „Ég geri mér grein fyrir stöðunni, fólk er vant því að dánlóda. Það er normið. En íslenskt efni vex heldur ekki á trjánum, það kostar að búa þetta til. Ef þú fílar stöffið þá áttu að borga fyrir það, ef þú getur. Maður hefur heyrt að ungu fólki finnist dýrt að gerast áskrifandi, en ég er með lausn við því – það væri hægt að sleppa einu djammi í mánuði og þá eruð þið komin með 2–3 mánaða áskrift á móti, og ef það er ómögulegt þá megið þið koma heim til mín að horfa svo lengi sem ég fæ að drekka bjórinn ykkar,“ bætir Steindi við.Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar STEF, segir að sömu lög gildi á internetinu og í raunheimum. Vísir/Stefán„Þessar fréttir hryggja mig. Þetta þýðir í rauninni að við þetta minnka möguleikarnir á að jafn frábær sjónvarpsmaður og frumlegur og Steindi Jr. er geti haldið áfram íslenskri dagskrárgerð í sjónvarpi. Þetta er sambærilegt við það að 5.000 manns létu greipar sópa um sælgætisbarinn í Hagkaupum. Þarna er stjórnarskrárvarinn eignarréttur á framleiðslu og þetta gerist og það er ekkert aðhafst,“ segir Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar.Hvað viltu sjá gert í niðurhalsmálum? „Það sama og er gert í öðrum gripdeildum. Það er enginn munur. Það er reginmisskilningur sem einhverjir hafa verið að reyna að telja okkur trú um að það gildi ekki sömu lögmál í netheimum og í mannheimum almennt. Það er einhver boðskapur sem ég skil ekki því að ef það væri raunin – hvað þá með netbankann okkar og önnur netviðskipti? Það er eins og að ef tíðnisviðin, sem um ræðir og eru brottnumin með þessum hætti, eru ekki áþreifanleg og þú getur ekki handfjatlað þau séu þá einskis virði.“
Ghetto betur Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Sjá meira