Sport

Tristan Freyr Norðurlandameistari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tristan Freyr náði frábærum árangri á NM í Svíþjóð.
Tristan Freyr náði frábærum árangri á NM í Svíþjóð. vísir/vilhelm
Tristan Freyr Jónsson varð nú rétt í þessu Norðurlandameistari í tugþraut pilta 18-19 ára en mótið er haldið í Huddinge Svíþjóð.

Tristan fékk 7261 stig, 116 stigum meira en Svíinn Jakob Samuelsson sem endaði í 2. sæti.

Tristan, sem er sonur tugþrautarmannsins Jóns Arnars Magnússonar, bætti sinn besta árangur um 58 stig en fyrir hafði hann mest náð 7203 stigum.

Auk þess að vinna til gullverðlauna á NM náði Tristan lágmarki fyrir HM 20 ára og yngri sem fer fram í Pólland í júlí.

Árangur Tristans í einstaka greinum:

100m hlaup: 11,31s (793stig)

Langstökk: 7,03m (821 stig)

Kúluvarp: 12,83m (657 stig)

Hástökk: 1,96m (767 stig)

400m hlaup: 50,20s (805 stig)

110m grindahlaup: 14,57s (902 stig)

Kringlukast: 37,81m (620 stig)

Stangarstökk: 4,33m (711 stig)

Spjótkast: 51,59m (612 stig)

1500m hlaup: 4:57,73s (573 stig)

Samtals: 7261 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×