Mótherjar dagsins frá Portúgal: Ekki lengur bara Cristiano Ronaldo Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 06:00 Cristiano Ronaldo á æfingu Saint-Étienne í gær. Vísir/Vilhelm Cristiano Ronaldo bar portúgalska liðið á herðum sér á síðasta Evrópumóti árið 2012 þegar Portúgal fór alla leið í undanúrslitin en nú fær stórstjarnan meiri hjálp. Portúgal er fyrsti andstæðingur strákanna okkar á EM 2016 í fótbolta en liðin mætast í Saint-Étienne klukkan 19.00 í kvöld. Portúgal er sigurstranglegasta liðið í riðlinum og hefur innan sinna raða einn besta fótboltamann samtímans og sögunnar; Cristiano Ronaldo. Ronaldo er vitaskuld potturinn og pannan í portúgalska liðinu en Portúgal er miklu meira en bara Portúgal í dag. Portúgal mætir til leiks með virkilega sterkt lið sem straujaði sterkan riðil í undankeppninni með sjö sigrum og einum tapleik. Ný kynslóð er að koma upp í portúgalska liðinu og er blandan frábær með þessa ungu og hæfileikaríku menn í bland við reyndar stjörnur á borð við Ronaldo, Pepe, Ricardo Carvalho, Nani og João Moutinho. Ronaldo bar portúgalska liðið á herðum sér á EM fyrir fjórum árum alla leið í undanúrslitin. Nú er hann mættur aftur til leiks með mun sterkari meðspilara og sterkara lið sem er líklegt til afreka á mótinu. Portúgal hefur í heildina fleiri hæfileikaríkari leikmenn en íslenska liðið en sömu sögu mátti segja um Tékkland, Tyrkland og Holland. Samt kláruðu strákarnir okkar þau í undankeppninni. Föst leikatriði hafa verið aðalsmerki íslenska liðsins og þau þurfa að vera sterk gegn Portúgal í kvöld. Þó portúgalska vörnin sé sterk á liðið í vandræðum með að vinna seinni boltana en það er aðalsmerki Íslands. Þar liggur líklega möguleiki Íslands í kvöld.Cristiano Ronaldo.Vísir/VilhelmStjarna Portúgala: Kemur á mikilli siglingu inn á Evrópumóti Það er hættulegt fyrir íslenska liðið og í raun alla mótherja Portúgals hvað Cristiano Ronaldo kemur á mikilli siglingu inn á Evrópumótið. Ronaldo átti enn eina frábæra leiktíð með Real Madrid þar sem hann skoraði 35 mörk í 36 deildarleikjum og gaf fjórar stoðsendingar og þá skoraði hann sextán mörk í tólf leikjum í Meistaradeildinni á leið Real Madrid að Evrópumeistaratitlinum. Portúgal skoraði ellefu mörk í átta leikjum í undankeppninni og skoraði Ronaldo fimm af þeim. Hann var þreyttur undir lok leiktíðarinnar en fékk vikufrí hjá þjálfaranum Fernando Santos sem virðist hafa verið hárrétt ákvörðun hjá Santos. Ronaldo skellti sér á smá snekkjudjamm með góðum vinum og fallegum konum og mætti endurnærður í vináttuleik í síðustu viku þar sem hann skoraði tvö mörk í 7-0 sigri á Eistlandi. Ronaldo er ekki bara góður heldur hokinn af reynslu. Þetta er hans sjöunda stórmót.Renato Sanches bíður spenntur eftir tækifærinu.Vísir/GettyPortúgalskur blaðamaður: Margir ungir að koma uppPedro Ponte, blaðamaður á Record, stærsta íþróttablaði Portúgals. Sterkasti hluti portúgalska liðsins er vitaskuld sóknarleikurinn út af Ronaldo en miðjumennirnir okkar eru líka mikilvægir. Við spiluðum áður 4-3-3 en undir stjórn Fernando Santos er liðið að spila 4-4-2 með Nani og Ronaldo frammi! Áður spiluðum við stundum án framherja en það gekk ekki upp. Okkur hefur vantað alvöru markaskorara síðan Pascal Pauleta hætti og þess vegna er Ronaldo að spila svona mikið sem fremsti maður. Portúgölsku stuðningsmennirnir og við blaðamennirnir viljum að hann spili frammi því þar skorar hann mest. Því nær markinu sem Ronaldo spilar, því meiri möguleika á Portúgal að vinna. Það eru margir ungir leikmenn að koma upp í liðinu og auðvitað beinast augu flestra að Renato Sanches sem var að fara til Bayern München. Hann fékk tækifæri í vikunni hjá þjálfaranum í byrjunarliðinu og spilaði gegn Englandi og Eistlandi. Hann gerði liðið klárlega betra. Portúgalska liðið er hvað veikast í bakvarðarstöðunum. Vierinha hefur þó komið skemmtilega á óvart síðan hann byrjaði að spila með liðinu. Hann á samt í miklum vandræðum í stöðunni maður á mann. Nú er stutt í fyrsta leik og við erum ekki enn vissir um hver byrjar vinstra megin. Hvað varðar föstu leikatriðin hjá Íslandi þá er Portúgal mjög sterkt í varnarleiknum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Sjá meira
Cristiano Ronaldo bar portúgalska liðið á herðum sér á síðasta Evrópumóti árið 2012 þegar Portúgal fór alla leið í undanúrslitin en nú fær stórstjarnan meiri hjálp. Portúgal er fyrsti andstæðingur strákanna okkar á EM 2016 í fótbolta en liðin mætast í Saint-Étienne klukkan 19.00 í kvöld. Portúgal er sigurstranglegasta liðið í riðlinum og hefur innan sinna raða einn besta fótboltamann samtímans og sögunnar; Cristiano Ronaldo. Ronaldo er vitaskuld potturinn og pannan í portúgalska liðinu en Portúgal er miklu meira en bara Portúgal í dag. Portúgal mætir til leiks með virkilega sterkt lið sem straujaði sterkan riðil í undankeppninni með sjö sigrum og einum tapleik. Ný kynslóð er að koma upp í portúgalska liðinu og er blandan frábær með þessa ungu og hæfileikaríku menn í bland við reyndar stjörnur á borð við Ronaldo, Pepe, Ricardo Carvalho, Nani og João Moutinho. Ronaldo bar portúgalska liðið á herðum sér á EM fyrir fjórum árum alla leið í undanúrslitin. Nú er hann mættur aftur til leiks með mun sterkari meðspilara og sterkara lið sem er líklegt til afreka á mótinu. Portúgal hefur í heildina fleiri hæfileikaríkari leikmenn en íslenska liðið en sömu sögu mátti segja um Tékkland, Tyrkland og Holland. Samt kláruðu strákarnir okkar þau í undankeppninni. Föst leikatriði hafa verið aðalsmerki íslenska liðsins og þau þurfa að vera sterk gegn Portúgal í kvöld. Þó portúgalska vörnin sé sterk á liðið í vandræðum með að vinna seinni boltana en það er aðalsmerki Íslands. Þar liggur líklega möguleiki Íslands í kvöld.Cristiano Ronaldo.Vísir/VilhelmStjarna Portúgala: Kemur á mikilli siglingu inn á Evrópumóti Það er hættulegt fyrir íslenska liðið og í raun alla mótherja Portúgals hvað Cristiano Ronaldo kemur á mikilli siglingu inn á Evrópumótið. Ronaldo átti enn eina frábæra leiktíð með Real Madrid þar sem hann skoraði 35 mörk í 36 deildarleikjum og gaf fjórar stoðsendingar og þá skoraði hann sextán mörk í tólf leikjum í Meistaradeildinni á leið Real Madrid að Evrópumeistaratitlinum. Portúgal skoraði ellefu mörk í átta leikjum í undankeppninni og skoraði Ronaldo fimm af þeim. Hann var þreyttur undir lok leiktíðarinnar en fékk vikufrí hjá þjálfaranum Fernando Santos sem virðist hafa verið hárrétt ákvörðun hjá Santos. Ronaldo skellti sér á smá snekkjudjamm með góðum vinum og fallegum konum og mætti endurnærður í vináttuleik í síðustu viku þar sem hann skoraði tvö mörk í 7-0 sigri á Eistlandi. Ronaldo er ekki bara góður heldur hokinn af reynslu. Þetta er hans sjöunda stórmót.Renato Sanches bíður spenntur eftir tækifærinu.Vísir/GettyPortúgalskur blaðamaður: Margir ungir að koma uppPedro Ponte, blaðamaður á Record, stærsta íþróttablaði Portúgals. Sterkasti hluti portúgalska liðsins er vitaskuld sóknarleikurinn út af Ronaldo en miðjumennirnir okkar eru líka mikilvægir. Við spiluðum áður 4-3-3 en undir stjórn Fernando Santos er liðið að spila 4-4-2 með Nani og Ronaldo frammi! Áður spiluðum við stundum án framherja en það gekk ekki upp. Okkur hefur vantað alvöru markaskorara síðan Pascal Pauleta hætti og þess vegna er Ronaldo að spila svona mikið sem fremsti maður. Portúgölsku stuðningsmennirnir og við blaðamennirnir viljum að hann spili frammi því þar skorar hann mest. Því nær markinu sem Ronaldo spilar, því meiri möguleika á Portúgal að vinna. Það eru margir ungir leikmenn að koma upp í liðinu og auðvitað beinast augu flestra að Renato Sanches sem var að fara til Bayern München. Hann fékk tækifæri í vikunni hjá þjálfaranum í byrjunarliðinu og spilaði gegn Englandi og Eistlandi. Hann gerði liðið klárlega betra. Portúgalska liðið er hvað veikast í bakvarðarstöðunum. Vierinha hefur þó komið skemmtilega á óvart síðan hann byrjaði að spila með liðinu. Hann á samt í miklum vandræðum í stöðunni maður á mann. Nú er stutt í fyrsta leik og við erum ekki enn vissir um hver byrjar vinstra megin. Hvað varðar föstu leikatriðin hjá Íslandi þá er Portúgal mjög sterkt í varnarleiknum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Sjá meira