Erlent

Eiginkona Mateen reyndi af tala hann ofan af árásinni á Pulse

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Noor og Omar Mateen ásamt þriggja ára syni sínum.
Noor og Omar Mateen ásamt þriggja ára syni sínum. mynd/facebook
Kona árásarmannsins sem skaut 49 manns til bana á skemmtistaðnum Pulse í Orlando hefur sagt fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar FBI að hún hafi reynt að tala eiginmann sinn ofan af árásinni. Pulse var vinsæll samkomustaður hinsegin fólks í Orlando.

Noor, sem er seinni kona Omar Mateen, sagði FBI að hún hefði veri með honum þegar hann keypti skotfæri og hulstur. Þá á hún einnig að hafa sagt fulltrúunum að hún hafi einu sinni ekið honum á Pulse því hann vildi kanna aðstæður.

Samkvæmt frétt NBC kanna yfirvöld nú hvort það eigi að ákæra Moor fyrir að hylma yfir með Mateen þar sem hún lét yfirvöld ekki vita af fyrirætlunum hans. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin og er hún samvinnufús.

Mateen drap eins og áður segir 49 manns síðastliðinn sunnudag. Þá særði hann 53 og eru 27 þeirra enn á spítala. Sex eru enn á gjörgæslu og þá eru einn til tveir enn í lífshættu. Mateen var skotinn af sérsveitarmönnum eftir að þeir réðust inn á staðinn þar sem árásarmaðurinn hafði haldið fólki í gíslingu í þrjá klukkutíma. Skotárásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir

Byssueignin er vandamálið vestanhafs

Bandaríkjamenn styðja frelsi fólks til skotvopnaeignar þrátt fyrir mannfall í skotárásum þar. Litlar breytingar eru í sjónmáli á skotvopnalöggjöf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×