Vilja flytja kýr í flugvélum Ögmundur Jónasson skrifar 15. júní 2016 07:00 Það er ekki nóg með að ríkisstjórnin vilji gera kýr að flugvélafarþegum. Hún vill senda heilar hjarðir í heimsreisur. Og ekki bara nautgripi heldur líka kjúklinga og svín. Að vísu ekki lifandi, heldur dauð. Steindauð, tilbúin á steikarfatið. Heimsreisur? Mér er sagt að ódýrustu kjúklingar á markaði í Evrópu séu komnir alla leið frá Austur-Asíu, Kína og Taílandi. Þetta er inntakið í samningi Íslands við Evrópusambandið um að örva viðskipti með kjöt milli Evrópumarkaðar og Íslands. Samningurinn hefur að vísu enn ekki verið staðfestur og verður það vonandi ekki. Ýmsir hafa fundið að þessum samningi á margvíslegum forsendum. Ég er í þeim hópi og hef nefnt ýmsa þætti. Í þessum línum vil ég benda sérstaklega á einn þessara þátta, umhverfisþáttinn. Og ég spyr: Vilja menn virkilega ekki reyna að stuðla að því að samfélög verði sem best sjálfbær um framleiðslu á mat í nærumhverfi sínu? Aukin ferðamennska í heiminum er jákvæð þróun. Það er skemmtilegt og eftirsóknarvert að heimsækja fjarlægar slóðir. Það finnst okkur flestum og ef vel er á haldið getur af ferðamennskunni spunnist spennandi nýsköpun í atvinnurekstri og gert okkur betur meðvituð um stórkostlegan margbreytileika heimsins í náttúrufari og menningu. Þennan margbreytileika á að leggja rækt við. Þar hafa Íslendingar margt fram að færa, og viti menn, ekki síst í matvælaframleiðslu! En ferðamennskan á sér takmörk, enda hóf á öllu best. Hún setur þannig aukið álag á umhverfið, mengandi flugumferð er að margfaldast og hin risastóru skemmtiferðaskip eru sögð mikill mengunarskaðvaldur. Og ofan á þetta allt vilja menn nú senda naut, þúsundum saman, hænur og svín, í flugferðir heimshorna á milli. Er þetta skynsamleg stefna? Tökum afstöðu í þessu máli, sem á sér hliðar sem kunna að reynast afdrifaríkari en margan grunar. Látum síðan framtíðinni eftir að greina afstöðu okkar, hver reyndust vera framsýn og hver afturhald. Vilja menn virkilega ekki reyna að stuðla að því að samfélög verði sem best sjálfbær um framleiðslu á mat í nærumhverfi sínu?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Það er ekki nóg með að ríkisstjórnin vilji gera kýr að flugvélafarþegum. Hún vill senda heilar hjarðir í heimsreisur. Og ekki bara nautgripi heldur líka kjúklinga og svín. Að vísu ekki lifandi, heldur dauð. Steindauð, tilbúin á steikarfatið. Heimsreisur? Mér er sagt að ódýrustu kjúklingar á markaði í Evrópu séu komnir alla leið frá Austur-Asíu, Kína og Taílandi. Þetta er inntakið í samningi Íslands við Evrópusambandið um að örva viðskipti með kjöt milli Evrópumarkaðar og Íslands. Samningurinn hefur að vísu enn ekki verið staðfestur og verður það vonandi ekki. Ýmsir hafa fundið að þessum samningi á margvíslegum forsendum. Ég er í þeim hópi og hef nefnt ýmsa þætti. Í þessum línum vil ég benda sérstaklega á einn þessara þátta, umhverfisþáttinn. Og ég spyr: Vilja menn virkilega ekki reyna að stuðla að því að samfélög verði sem best sjálfbær um framleiðslu á mat í nærumhverfi sínu? Aukin ferðamennska í heiminum er jákvæð þróun. Það er skemmtilegt og eftirsóknarvert að heimsækja fjarlægar slóðir. Það finnst okkur flestum og ef vel er á haldið getur af ferðamennskunni spunnist spennandi nýsköpun í atvinnurekstri og gert okkur betur meðvituð um stórkostlegan margbreytileika heimsins í náttúrufari og menningu. Þennan margbreytileika á að leggja rækt við. Þar hafa Íslendingar margt fram að færa, og viti menn, ekki síst í matvælaframleiðslu! En ferðamennskan á sér takmörk, enda hóf á öllu best. Hún setur þannig aukið álag á umhverfið, mengandi flugumferð er að margfaldast og hin risastóru skemmtiferðaskip eru sögð mikill mengunarskaðvaldur. Og ofan á þetta allt vilja menn nú senda naut, þúsundum saman, hænur og svín, í flugferðir heimshorna á milli. Er þetta skynsamleg stefna? Tökum afstöðu í þessu máli, sem á sér hliðar sem kunna að reynast afdrifaríkari en margan grunar. Látum síðan framtíðinni eftir að greina afstöðu okkar, hver reyndust vera framsýn og hver afturhald. Vilja menn virkilega ekki reyna að stuðla að því að samfélög verði sem best sjálfbær um framleiðslu á mat í nærumhverfi sínu?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar