Sagan skrifuð í Saint-Étienne Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júní 2016 06:00 Birkir Bjarnason fagnar markinu sínu. Vísir/Vilhelm „Ég er gríðarlega stoltur af að hafa skorað þetta mark. Ég mun minnast þess alla ævi,“ sagði kampakátur Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, eftir 1-1 jafntefli strákanna okkar gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í fótbolta. Birkir skoraði jöfnunarmarkið í byrjun seinni hálfleiks eftir frábæra sendingu Jóhanns Berg Guðmundssonar. Þetta er fyrsta markið sem karlalandsliðið skorar á stórmóti og það verður aldrei tekið af Birki. Strákarnir okkar stimpluðu sig inn með látum á EM í gær með því að ná þessu magnaða jafntefli gegn stórliði Portúgals. Það var nánast erfitt að fylgjast með sorgmæddum leikmönnum Portúgala ganga í gegnum viðtalssvæðið eftir leik. Þeim datt aldrei í hug að jafntefli yrðu lokaúrslitin. Eflaust voru þeir ekki einir um það. „Ég held að það hafi bara verið Íslendingar sem höfðu trú á að við gætum gert eitthvað í þessum leik. Maður er bara virkilega stoltur af að ná þessum úrslitum,“ sagði Birkir. Þessir sömu Íslendingar mættu 8.000 talsins á Stade Geoffroy-Guichard í gærkvöldi og gerðu kvöldið ógleymanlegt. Þeir áttu stúkuna gegn 16.000 Portúgölum. Stundin eftir leik þegar strákarnir fóru og þökkuðu fyrir stuðninginn er eitthvað sem allir 8.000 plús 23 og þjálfararnir eiga eftir að muna lengi.Hannes Þór Halldórsson í baráttunni við Cristiano Ronaldo.Vísir/VilhelmVelkomnir aftur! Þó Birkir hafi á endanum verið hetja íslenska liðsins og spilaði frábærlega í seinni hálfleik átti hann erfitt uppdráttar í þeim fyrri. Strákarnir voru búnir að bíða eftir leiknum í sjö mánuði eða síðan dregið var í byrjun desember á síðasta ári. Það fór ekki á milli mála að stress var í okkar mönnum þó þeir fengju eitt dauðafæri til að byrja með sem Gylfi Þór klúðraði. Íslenska liðið náði ekki að vinna sig inn í leikinn í fyrri hálfleik og þorði varla að vera með boltann. Sumir leikmanna liðsins misstu smá trú á eigin getu og treystu hvorki fyrstu né annarri snertingu. Varnarleikurinn var misjafn og fékk Portúgal færi til að skora fleiri en þetta eina mark sem Nani setti. Eftir hálft ár af frekar döprum vináttuleikjum var spurning margra til strákanna: Hvenær ætlið þið að ýta á „ON“-takkann? Svarið fengu allir í seinni hálfleik. Frá og með 46. mínútu í Saint-Étienne í gær sáu öll álfan af hverju þessir strákar eru komnir í lokakeppni EM í fyrsta sinn og að það var engin heppni. Vissulega voru Portúgalar meira með boltann en varnarleikurinn var nánast óaðfinnanlegur frá fremsta manni til þess aftasta. Hannes Þór var magnaður í markinu og sópaði upp það sem til þurfti. Allir börðust fyrir hvorn annan og gerðu Portúgölunum erfitt fyrir. Samvinna er samasem vinna söng góður maður og þannig vinnur íslenska landsliðið fótboltaleiki. Vináttuleikjunum er lokið. Þessir strákar þrífast á alvöru leikjum og þetta var einn slíkur. Skilaboðin skýr: Strákarnir eru mættir hingað til að gera hluti.Cristiano Ronaldo var ekki sáttur í leikslok.Vísir/EPAEnginn höfðatölusigur „Við vorum búnir að spila marga æfingaleiki sem voru ekki nógu góðir en að spila á svona stórmóti er auðvitað allt annar hlutur. Hugarfar leikmanna er allt annað þó það sé skrítið að segja það. Við spiluðum frábærlega þó þeir pressuðu okkur vel og lengi,“ sagði markaskorarinn Birkir eftir leikinn. Einhvern tíma hefðu svona úrslit verið kölluð höfðatölusigur eins og þegar Ísland „vann“ Frakkland 1-1 á Laugardalsvellinum fyrir sextán árum. Höfðatölusigrar hentuðu okkur þegar við vorum litlir og slakir. Við erum enn þá litlir en langt frá því að vera slakir. Þessir strákar þurfa enga höfðatölusigra. Á síðustu 20 mánuðum er liðið búið að leggja Tyrki, Tékka og Hollendinga tvisvar á leið á stórmót og ná svo í þetta gríðarlega flotta og mikilvæga stig gegn Portúgal. Þetta var enginn höfðatölusigur. Þetta er bara stig í lok dagsins sem gerir ekkert nema strákarnir haldi áfram og vinni Ungverja. Það besta er að þeir vita það sjálfir. Söguleg stund í Saint-Étienne að baki. Íslenska þjóðin fagnar næstu daga en strákarnir voru komnir í endurheimt strax eftir leik og byrjaðir að hugsa um Ungverja. Þannig hugsa sigurvegarar og sigurvegarar ná úrslitum.Fagnað með stuðningsfólkinu í leikslok.Vísir/Vilhelm EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Áfram Ísland segja erlendu miðlarnir Ófá augun eru á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu um þessar mundir. 14. júní 2016 22:33 Hannes Þór átti von á góðum degi: „Á eftir að horfa á vörsluna nokkrum sinnum í rútunni“ Maður leiksins segist hafa grunað að þetta yrði góður dagur. 14. júní 2016 22:33 Strákarnir okkar stóðust prófið og gott betur eins og þessar myndir sanna Vilhelm Gunnarsson fangaði allt það besta utan vallar sem innan í Saint-Étienne í kvöld. 14. júní 2016 22:39 Gary Lineker: Ekkert lið á EM jafn kraftmikið og Ísland "Nú höfum við séð öll 24 liðin á EM en ekkert þeirra er jafn kraftmikið og Ísland,“ sagði gamli refurinn. 14. júní 2016 22:47 Birkir um markið: „Á eftir að minnast þess alla ævi" Birkir Bjarnason, fyrsti markaskorari Íslands á stórmóti í knattspyrnu karla, var gríðarlega stoltur í leikslok eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal. 14. júní 2016 22:40 Ari Freyr: Erum ekki eins lélegir og allir halda Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður Íslands, segir að Ísland sé ekki eins lélegt og allir halda. Þetta sagði Ari eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal á EM í Frakklandi í kvöld. 14. júní 2016 22:48 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Venezia - Fiorentina | Mikilvægur Íslendingaslagur Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Sjá meira
„Ég er gríðarlega stoltur af að hafa skorað þetta mark. Ég mun minnast þess alla ævi,“ sagði kampakátur Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, eftir 1-1 jafntefli strákanna okkar gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í fótbolta. Birkir skoraði jöfnunarmarkið í byrjun seinni hálfleiks eftir frábæra sendingu Jóhanns Berg Guðmundssonar. Þetta er fyrsta markið sem karlalandsliðið skorar á stórmóti og það verður aldrei tekið af Birki. Strákarnir okkar stimpluðu sig inn með látum á EM í gær með því að ná þessu magnaða jafntefli gegn stórliði Portúgals. Það var nánast erfitt að fylgjast með sorgmæddum leikmönnum Portúgala ganga í gegnum viðtalssvæðið eftir leik. Þeim datt aldrei í hug að jafntefli yrðu lokaúrslitin. Eflaust voru þeir ekki einir um það. „Ég held að það hafi bara verið Íslendingar sem höfðu trú á að við gætum gert eitthvað í þessum leik. Maður er bara virkilega stoltur af að ná þessum úrslitum,“ sagði Birkir. Þessir sömu Íslendingar mættu 8.000 talsins á Stade Geoffroy-Guichard í gærkvöldi og gerðu kvöldið ógleymanlegt. Þeir áttu stúkuna gegn 16.000 Portúgölum. Stundin eftir leik þegar strákarnir fóru og þökkuðu fyrir stuðninginn er eitthvað sem allir 8.000 plús 23 og þjálfararnir eiga eftir að muna lengi.Hannes Þór Halldórsson í baráttunni við Cristiano Ronaldo.Vísir/VilhelmVelkomnir aftur! Þó Birkir hafi á endanum verið hetja íslenska liðsins og spilaði frábærlega í seinni hálfleik átti hann erfitt uppdráttar í þeim fyrri. Strákarnir voru búnir að bíða eftir leiknum í sjö mánuði eða síðan dregið var í byrjun desember á síðasta ári. Það fór ekki á milli mála að stress var í okkar mönnum þó þeir fengju eitt dauðafæri til að byrja með sem Gylfi Þór klúðraði. Íslenska liðið náði ekki að vinna sig inn í leikinn í fyrri hálfleik og þorði varla að vera með boltann. Sumir leikmanna liðsins misstu smá trú á eigin getu og treystu hvorki fyrstu né annarri snertingu. Varnarleikurinn var misjafn og fékk Portúgal færi til að skora fleiri en þetta eina mark sem Nani setti. Eftir hálft ár af frekar döprum vináttuleikjum var spurning margra til strákanna: Hvenær ætlið þið að ýta á „ON“-takkann? Svarið fengu allir í seinni hálfleik. Frá og með 46. mínútu í Saint-Étienne í gær sáu öll álfan af hverju þessir strákar eru komnir í lokakeppni EM í fyrsta sinn og að það var engin heppni. Vissulega voru Portúgalar meira með boltann en varnarleikurinn var nánast óaðfinnanlegur frá fremsta manni til þess aftasta. Hannes Þór var magnaður í markinu og sópaði upp það sem til þurfti. Allir börðust fyrir hvorn annan og gerðu Portúgölunum erfitt fyrir. Samvinna er samasem vinna söng góður maður og þannig vinnur íslenska landsliðið fótboltaleiki. Vináttuleikjunum er lokið. Þessir strákar þrífast á alvöru leikjum og þetta var einn slíkur. Skilaboðin skýr: Strákarnir eru mættir hingað til að gera hluti.Cristiano Ronaldo var ekki sáttur í leikslok.Vísir/EPAEnginn höfðatölusigur „Við vorum búnir að spila marga æfingaleiki sem voru ekki nógu góðir en að spila á svona stórmóti er auðvitað allt annar hlutur. Hugarfar leikmanna er allt annað þó það sé skrítið að segja það. Við spiluðum frábærlega þó þeir pressuðu okkur vel og lengi,“ sagði markaskorarinn Birkir eftir leikinn. Einhvern tíma hefðu svona úrslit verið kölluð höfðatölusigur eins og þegar Ísland „vann“ Frakkland 1-1 á Laugardalsvellinum fyrir sextán árum. Höfðatölusigrar hentuðu okkur þegar við vorum litlir og slakir. Við erum enn þá litlir en langt frá því að vera slakir. Þessir strákar þurfa enga höfðatölusigra. Á síðustu 20 mánuðum er liðið búið að leggja Tyrki, Tékka og Hollendinga tvisvar á leið á stórmót og ná svo í þetta gríðarlega flotta og mikilvæga stig gegn Portúgal. Þetta var enginn höfðatölusigur. Þetta er bara stig í lok dagsins sem gerir ekkert nema strákarnir haldi áfram og vinni Ungverja. Það besta er að þeir vita það sjálfir. Söguleg stund í Saint-Étienne að baki. Íslenska þjóðin fagnar næstu daga en strákarnir voru komnir í endurheimt strax eftir leik og byrjaðir að hugsa um Ungverja. Þannig hugsa sigurvegarar og sigurvegarar ná úrslitum.Fagnað með stuðningsfólkinu í leikslok.Vísir/Vilhelm
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Áfram Ísland segja erlendu miðlarnir Ófá augun eru á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu um þessar mundir. 14. júní 2016 22:33 Hannes Þór átti von á góðum degi: „Á eftir að horfa á vörsluna nokkrum sinnum í rútunni“ Maður leiksins segist hafa grunað að þetta yrði góður dagur. 14. júní 2016 22:33 Strákarnir okkar stóðust prófið og gott betur eins og þessar myndir sanna Vilhelm Gunnarsson fangaði allt það besta utan vallar sem innan í Saint-Étienne í kvöld. 14. júní 2016 22:39 Gary Lineker: Ekkert lið á EM jafn kraftmikið og Ísland "Nú höfum við séð öll 24 liðin á EM en ekkert þeirra er jafn kraftmikið og Ísland,“ sagði gamli refurinn. 14. júní 2016 22:47 Birkir um markið: „Á eftir að minnast þess alla ævi" Birkir Bjarnason, fyrsti markaskorari Íslands á stórmóti í knattspyrnu karla, var gríðarlega stoltur í leikslok eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal. 14. júní 2016 22:40 Ari Freyr: Erum ekki eins lélegir og allir halda Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður Íslands, segir að Ísland sé ekki eins lélegt og allir halda. Þetta sagði Ari eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal á EM í Frakklandi í kvöld. 14. júní 2016 22:48 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Venezia - Fiorentina | Mikilvægur Íslendingaslagur Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Sjá meira
Áfram Ísland segja erlendu miðlarnir Ófá augun eru á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu um þessar mundir. 14. júní 2016 22:33
Hannes Þór átti von á góðum degi: „Á eftir að horfa á vörsluna nokkrum sinnum í rútunni“ Maður leiksins segist hafa grunað að þetta yrði góður dagur. 14. júní 2016 22:33
Strákarnir okkar stóðust prófið og gott betur eins og þessar myndir sanna Vilhelm Gunnarsson fangaði allt það besta utan vallar sem innan í Saint-Étienne í kvöld. 14. júní 2016 22:39
Gary Lineker: Ekkert lið á EM jafn kraftmikið og Ísland "Nú höfum við séð öll 24 liðin á EM en ekkert þeirra er jafn kraftmikið og Ísland,“ sagði gamli refurinn. 14. júní 2016 22:47
Birkir um markið: „Á eftir að minnast þess alla ævi" Birkir Bjarnason, fyrsti markaskorari Íslands á stórmóti í knattspyrnu karla, var gríðarlega stoltur í leikslok eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal. 14. júní 2016 22:40
Ari Freyr: Erum ekki eins lélegir og allir halda Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður Íslands, segir að Ísland sé ekki eins lélegt og allir halda. Þetta sagði Ari eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal á EM í Frakklandi í kvöld. 14. júní 2016 22:48
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn