Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn Portúgölum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júní 2016 09:38 Vatnsnotkun var heldur minni en á venjulegum degi en greinilega má þó sjá að eitthvað sérstakt var á seyði. Vísir/OR Á venjulegu kvöldi nota Íslendingar um 280 lítra á sekúndu af köldu vatni. Í gærkvöldi, á meðan á leik Íslands og Portúgal á Evrópumótinu í knattspyrnu karla stóð, féll vatnsnotkun Íslendinga á Reykjavíkursvæðinu niður í minnst 210 lítra á sekúndu. Þetta kemur fram í tölum frá Veitum en myndin hér að ofan er einkar áhugaverð. Það er alveg ljóst að langflestir Íslendingar voru límdir við sjónvarpsskjáinn og tímdu ekki að standa upp til að pissa, fara í sturtu, setja í vél eða fá sér vatnsglas. „Talsverðar sveiflur voru í notkun á köldu vatni meðan á landsleik Íslendinga og Portúgala stóð í gær. Knattspyrnufrótt fólk þykist geta lesið spennustig leiksins út frá sveiflunum sem líklega endurspegla klósettferðir Reykvíkinga meðan á leiknum stóð,“ segir í tilkynningu frá Eiríki Hjálmarssyni, upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar.Forsíðumynd Fréttablaðsins í dag sýndi Birki Bjarnason fagna markinu sínu. Þvílíkur leikur! Vísir/VilhelmÞá mætti Ólöf Snæhólm Baldursdóttir í Bítið í morgun til að ræða vatnsnotkunina. Viðtalið má heyra hér að neðan. Ólöf gat ekki útskýrt hvers vegna vatnsnotkun var heldur minni í gær heldur en í síðustu viku. Hún nefndi gott veður. Á myndinni sést rennsli um æðar vatnsveitu Veitna í Reykjavík frá klukkan þrjú síðdegis 14. júní þar til leiknum lauk, rétt fyrir klukkan 21:00. Ljósari liturinn sýnir vatnsnotkunina þriðjudaginn fyrr, 7. júní, til samanburðar. Um hálftíma fyrir leik má sjá hvernig dregur úr vatnsnotkun þegar flautað er til leiks snarminnkar hún. „Eftir að Portúgalar skoruðu eftir um hálftíma leik kemur kippur í vatnsnotkunina sem bendir til þess að þá hafi nokkur fjöldi fólks þurft að létta á sér Þegar flautað var til hálfleiks og meðan á leikhléinu stóð er mikill kippur í notkuninni og nemur rennslisaukningin hátt í 50 sekúndulítrum. Það er heldur meiri gusa en sást á mælum stjórnstöðvar Veitna eftir að Greta Salome lauk söng í Júróvisjón-keppninni í vor,“ segir í tilkynningu Eiríks. Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Á venjulegu kvöldi nota Íslendingar um 280 lítra á sekúndu af köldu vatni. Í gærkvöldi, á meðan á leik Íslands og Portúgal á Evrópumótinu í knattspyrnu karla stóð, féll vatnsnotkun Íslendinga á Reykjavíkursvæðinu niður í minnst 210 lítra á sekúndu. Þetta kemur fram í tölum frá Veitum en myndin hér að ofan er einkar áhugaverð. Það er alveg ljóst að langflestir Íslendingar voru límdir við sjónvarpsskjáinn og tímdu ekki að standa upp til að pissa, fara í sturtu, setja í vél eða fá sér vatnsglas. „Talsverðar sveiflur voru í notkun á köldu vatni meðan á landsleik Íslendinga og Portúgala stóð í gær. Knattspyrnufrótt fólk þykist geta lesið spennustig leiksins út frá sveiflunum sem líklega endurspegla klósettferðir Reykvíkinga meðan á leiknum stóð,“ segir í tilkynningu frá Eiríki Hjálmarssyni, upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar.Forsíðumynd Fréttablaðsins í dag sýndi Birki Bjarnason fagna markinu sínu. Þvílíkur leikur! Vísir/VilhelmÞá mætti Ólöf Snæhólm Baldursdóttir í Bítið í morgun til að ræða vatnsnotkunina. Viðtalið má heyra hér að neðan. Ólöf gat ekki útskýrt hvers vegna vatnsnotkun var heldur minni í gær heldur en í síðustu viku. Hún nefndi gott veður. Á myndinni sést rennsli um æðar vatnsveitu Veitna í Reykjavík frá klukkan þrjú síðdegis 14. júní þar til leiknum lauk, rétt fyrir klukkan 21:00. Ljósari liturinn sýnir vatnsnotkunina þriðjudaginn fyrr, 7. júní, til samanburðar. Um hálftíma fyrir leik má sjá hvernig dregur úr vatnsnotkun þegar flautað er til leiks snarminnkar hún. „Eftir að Portúgalar skoruðu eftir um hálftíma leik kemur kippur í vatnsnotkunina sem bendir til þess að þá hafi nokkur fjöldi fólks þurft að létta á sér Þegar flautað var til hálfleiks og meðan á leikhléinu stóð er mikill kippur í notkuninni og nemur rennslisaukningin hátt í 50 sekúndulítrum. Það er heldur meiri gusa en sást á mælum stjórnstöðvar Veitna eftir að Greta Salome lauk söng í Júróvisjón-keppninni í vor,“ segir í tilkynningu Eiríks.
Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira