Ég geri allt nema tónlist Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 15. júní 2016 10:00 Sunneva Ása Weisshappel myndlistarkona hlaut Grímuverðlaun fyrr í vikunni fyrir frumraun sína í búningahönnun fyrir leikverkið Njálu. Vís/Eyþór „Ég útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2013 og sá það strax að mig vantaði vinnustofu, það var þá sem ég stofnaði Algera Studio, vinnustofu fyrir listamenn, residensíu og sýningarrými. Með Algera hef ég staðið fyrir mörgum viðburðum og sýningum bæði hér heima og erlendis, meðal annars á Sequences Art Festival, Menningarnótt, Hávaða, Lunga og List án landamæra,“ segir Sunneva Ása Weisshappel myndlistarkona en hún hlaut Grímuverðlaun fyrr í þessari viku fyrir búningahönnun fyrir leikverkið Njálu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar.Brynhildur Guðjónsdóttir sem Njáll í verkinu Njála.Mynd/SunnevaEn hvernig kom það til að myndlistarkona var fengin til þess að hanna búninga í leikhúsi? „Þorleifur Örn hringdi bara í mig. Hann spurði hvort ég hefði áhuga á að gera búninga fyrir Njálu, við ákváðum að hittast á fundi á Keflavíkurflugvelli þar sem ég var að fara til Lettlands að vinna og hann á leiðinni til Þýskalands. Eftir fundinn réð hann mig á staðnum. Fyrsta mánuðinn var ég að setja upp sýningu í Marseille svo við tókum Skype-fundi í hverju hádegi. Það sem var svo frábært við Njálu var að allir fengu að koma með hugmyndir, við vorum öll að vinna saman og það var algjört traust og frelsi í sköpuninni,“ segir hún.Njála hlaut tíu Grímuverðlaun.Mynd/SunnevaÞað er óhætt að segja að Sunneva Ása hafi heldur betur stokkið í djúpu laugina, en Njála er frumraun hennar í búningahönnun í leikhúsi. Nú bjóðast henni mörg verkefni hér heima og erlendis. „Það er frábært að vinna með Þorleifi, hann gefur mér mikið traust til þess að skapa. Næstu tvö árin mun ég vinna með honum. Við erum að frumsýna í Oslo National Theatre 8. september verkið Villiöndina og Fjandmenn fólksins, í leikgerð Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar. Í beinu framhaldi munum við Þorleifur setja upp Othello í Dresden í Þýskalandi, þar næst er það uppsetning á Hamlet í Hannover og Óperan Siegfried eftir Wagner í Karlsuhe,“ segir Sunneva Ása. Hún kemur til með að vinna bæði sem búningahönnuður og kóreógrafer, en hún stundaði dansnám frá þriggja ára aldri.Búningur fyrir verkið Villiöndina og Fjandmenn fólksins.Mynd/Sunneva.„Ég hef mikið pælt í því hvaðan listsköpun kemur, en mér finnst hún öll koma frá nákvæmlega sama kjarnanum, sama hvort þú ert að koma fram, leika eða búa til búninga. Ég sæki bara einhverja tilfinningu í magann, ég get ekki þrýst einhverju fram og ég get ekki búið það til, ég þarf að bíða eftir að það komi til mín. Mér finnst það ekki skipta máli í hvaða formi listin birtist, þetta er allt sami hluturinn,“ segir Sunneva Ása og bætir við að það eina sem hún hefur ekki lagt fyrir sig hvað varðar listsköpun er tónlist. Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira
„Ég útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2013 og sá það strax að mig vantaði vinnustofu, það var þá sem ég stofnaði Algera Studio, vinnustofu fyrir listamenn, residensíu og sýningarrými. Með Algera hef ég staðið fyrir mörgum viðburðum og sýningum bæði hér heima og erlendis, meðal annars á Sequences Art Festival, Menningarnótt, Hávaða, Lunga og List án landamæra,“ segir Sunneva Ása Weisshappel myndlistarkona en hún hlaut Grímuverðlaun fyrr í þessari viku fyrir búningahönnun fyrir leikverkið Njálu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar.Brynhildur Guðjónsdóttir sem Njáll í verkinu Njála.Mynd/SunnevaEn hvernig kom það til að myndlistarkona var fengin til þess að hanna búninga í leikhúsi? „Þorleifur Örn hringdi bara í mig. Hann spurði hvort ég hefði áhuga á að gera búninga fyrir Njálu, við ákváðum að hittast á fundi á Keflavíkurflugvelli þar sem ég var að fara til Lettlands að vinna og hann á leiðinni til Þýskalands. Eftir fundinn réð hann mig á staðnum. Fyrsta mánuðinn var ég að setja upp sýningu í Marseille svo við tókum Skype-fundi í hverju hádegi. Það sem var svo frábært við Njálu var að allir fengu að koma með hugmyndir, við vorum öll að vinna saman og það var algjört traust og frelsi í sköpuninni,“ segir hún.Njála hlaut tíu Grímuverðlaun.Mynd/SunnevaÞað er óhætt að segja að Sunneva Ása hafi heldur betur stokkið í djúpu laugina, en Njála er frumraun hennar í búningahönnun í leikhúsi. Nú bjóðast henni mörg verkefni hér heima og erlendis. „Það er frábært að vinna með Þorleifi, hann gefur mér mikið traust til þess að skapa. Næstu tvö árin mun ég vinna með honum. Við erum að frumsýna í Oslo National Theatre 8. september verkið Villiöndina og Fjandmenn fólksins, í leikgerð Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar. Í beinu framhaldi munum við Þorleifur setja upp Othello í Dresden í Þýskalandi, þar næst er það uppsetning á Hamlet í Hannover og Óperan Siegfried eftir Wagner í Karlsuhe,“ segir Sunneva Ása. Hún kemur til með að vinna bæði sem búningahönnuður og kóreógrafer, en hún stundaði dansnám frá þriggja ára aldri.Búningur fyrir verkið Villiöndina og Fjandmenn fólksins.Mynd/Sunneva.„Ég hef mikið pælt í því hvaðan listsköpun kemur, en mér finnst hún öll koma frá nákvæmlega sama kjarnanum, sama hvort þú ert að koma fram, leika eða búa til búninga. Ég sæki bara einhverja tilfinningu í magann, ég get ekki þrýst einhverju fram og ég get ekki búið það til, ég þarf að bíða eftir að það komi til mín. Mér finnst það ekki skipta máli í hvaða formi listin birtist, þetta er allt sami hluturinn,“ segir Sunneva Ása og bætir við að það eina sem hún hefur ekki lagt fyrir sig hvað varðar listsköpun er tónlist.
Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira