Birkir er fyrirmynd annarra í liðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júní 2016 06:00 Birkir skýlir boltanum fyrir Raphaël Guerreiro, vinstri bakverði Portúgals, í leiknum í Saint-Étienne í fyrrakvöld. Vísir/Vilhelm Þegar tilefnin eru stærst hjá íslenska landsliðinu virðast fáir njóta sín betur en Birkir Bjarnason. Það sannaðist enn og aftur í Saint-Étienne í fyrradag er hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Portúgal og fyrsta mark Íslands í úrslitakeppni í stórmóti A-landsliða karla. „Það er sama hvort við erum á æfingu, í vináttulandsleik eða keppnisleik, Birkir er alltaf eins. Hann er afar einbeittur ungur maður og ekkert sem truflar hann,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Fréttablaðið fyrir æfingu liðsins í Annecy í gær. Strákarnir voru þá að jafna sig eftir leikinn gegn Portúgal kvöldið áður og var Birkir þeirra á meðal. Það er ljóst að Birkir verður áfram í lykilhlutverki í liði Íslands á EM, líkt og hann hefur verið síðan Lars Lagerbäck tók við liðinu árið 2011.Birkir Bjarnason og Lars Lagerbäck á æfingu út í Frakklandi.Vísir/EPARólegur utan vallar Lagerbäck neitar því ekki að nafn Birkis hafi verið á meðal þeirra fyrstu á leikskýrslu hjá honum. „Ég held að það sé ekki röng fullyrðing enda er nóg að líta yfir leikina í undankeppninni til að sjá hvaða leikmenn spila í þeim,“ sagði Lagerbäck við Fréttablaðið í gær. Hann hefur greinilega gott álit á Akureyringnum. „Hann er virkilega góð fyrirmynd fyrir íslenska liðið. Andlegur styrkur hans er virkilega mikill. Hann er harður í horn að taka á vellinum og leggur mikið á sig fyrir liðið,“ segir hann. „En svo hittirðu hann utan vallar og sérð þá þennan rólega mann. Maður trúir því varla að þetta sé sama manneskjan. Já, hann er virkilega góð fyrirmynd fyrir íslenska knattspyrnu.“Gerir lítið úr eigin þætti Birkir hefur reynst íslenska liðinu vel, þá sérstaklega í stærstu leikjunum. Hann fékk til að mynda vítaspyrnurnar í báðum leikjunum gegn Hollandi í síðustu undankeppninni og gekk frá útileiknum gegn Kasakstan þar sem Ísland vann 3-0 sigur. Ég hitti Birki á hóteli íslenska landsliðsins í Annecy á laugardaginn og spurði hann þá út í hvort hann nyti sín sérstaklega vel á stóra sviðinu, fremur en í öðrum leikjum. „Okkur líður öllum vel gegn bestu liðunum. Við höfum ekki átt góða leiki gegn minni þjóðum í leikjum sem skipta minni máli. Þannig er það hjá okkur öllum í hópnum en við erum sterkari en við höfum sýnt í æfingaleikjunum,“ sagði Birkir og vildi greinilega sem minnst gera úr sínum þætti. Hann vísaði eingöngu til þeirrar sterku liðsheildar sem hefur einkennt íslenska liðið undanfarin ár.Birkir Bjarnason eftir Portúgalsleikinn.Vísir/GettyHans besta tímabil á ferlinum Birkir átti frábært tímabil með Basel í Sviss í vetur. Hann varð svissneskur meistari og skoraði tíu mörk fyrir liðið í deildinni og þrjú til viðbótar í Evrópudeild UEFA. Dvölin í Sviss hefur gert honum gott og hann viðurkennir að hafa í fyrstu verið efins um að það hefði verið rétt skref að fara frá Ítalíu, þar sem hann hafði spilað síðustu ár, til Sviss. „Ég var kominn með lið á Ítalíu sem ég ætlaði að semja við en breytti til á síðustu stundu. Ég er mjög ánægður með að hafa gert það,“ segir hann. „Þetta var mitt besta tímabil á ferlinum. Það segir sig sjálft að ég er orðinn betri í mörgum hlutum.“ Landsliðsþjálfararnir hafa mikið talað um þau gildi sem þeir vilji að einkenni liðið og leik þess. Heimir segir að Birkir endurspegli þau öll. „Hann er ekta leikmaður sem við viljum hafa í okkar liði. Hann á afar sjaldan dapra leiki.“Birkir Bjarnason að senda boltann í mark Portúgals.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gummi Ben gjörsamlega missti sig þegar Birkir skoraði | Myndband Guðmundur Benediktsson lýsti sögulegum leik frá Geoffroy-Guichard leikvanginum í Saint-Étienne í gær þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal. 15. júní 2016 19:40 Áfram Ísland segja erlendu miðlarnir Ófá augun eru á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu um þessar mundir. 14. júní 2016 22:33 Roberto Martínez: Aldrei séð mark breyta frammistöðu eins liðs jafn mikið og hjá Íslandi Roberto Martínez, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton, segir að það hafi verið ótrúlegt afrek hjá íslenska landsliðinu að gera jafntefli við það portúgalska á EM í Frakklandi í gær. 15. júní 2016 10:00 Twitter springur eftir jöfnunarmark Birkis: "Frumburður okkar verður nefndur Birkir“ Birkir Bjarnason er dáðasti sonur Íslands í augnablikinu. 14. júní 2016 20:15 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Venezia - Fiorentina | Mikilvægur Íslendingaslagur Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Sjá meira
Þegar tilefnin eru stærst hjá íslenska landsliðinu virðast fáir njóta sín betur en Birkir Bjarnason. Það sannaðist enn og aftur í Saint-Étienne í fyrradag er hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Portúgal og fyrsta mark Íslands í úrslitakeppni í stórmóti A-landsliða karla. „Það er sama hvort við erum á æfingu, í vináttulandsleik eða keppnisleik, Birkir er alltaf eins. Hann er afar einbeittur ungur maður og ekkert sem truflar hann,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Fréttablaðið fyrir æfingu liðsins í Annecy í gær. Strákarnir voru þá að jafna sig eftir leikinn gegn Portúgal kvöldið áður og var Birkir þeirra á meðal. Það er ljóst að Birkir verður áfram í lykilhlutverki í liði Íslands á EM, líkt og hann hefur verið síðan Lars Lagerbäck tók við liðinu árið 2011.Birkir Bjarnason og Lars Lagerbäck á æfingu út í Frakklandi.Vísir/EPARólegur utan vallar Lagerbäck neitar því ekki að nafn Birkis hafi verið á meðal þeirra fyrstu á leikskýrslu hjá honum. „Ég held að það sé ekki röng fullyrðing enda er nóg að líta yfir leikina í undankeppninni til að sjá hvaða leikmenn spila í þeim,“ sagði Lagerbäck við Fréttablaðið í gær. Hann hefur greinilega gott álit á Akureyringnum. „Hann er virkilega góð fyrirmynd fyrir íslenska liðið. Andlegur styrkur hans er virkilega mikill. Hann er harður í horn að taka á vellinum og leggur mikið á sig fyrir liðið,“ segir hann. „En svo hittirðu hann utan vallar og sérð þá þennan rólega mann. Maður trúir því varla að þetta sé sama manneskjan. Já, hann er virkilega góð fyrirmynd fyrir íslenska knattspyrnu.“Gerir lítið úr eigin þætti Birkir hefur reynst íslenska liðinu vel, þá sérstaklega í stærstu leikjunum. Hann fékk til að mynda vítaspyrnurnar í báðum leikjunum gegn Hollandi í síðustu undankeppninni og gekk frá útileiknum gegn Kasakstan þar sem Ísland vann 3-0 sigur. Ég hitti Birki á hóteli íslenska landsliðsins í Annecy á laugardaginn og spurði hann þá út í hvort hann nyti sín sérstaklega vel á stóra sviðinu, fremur en í öðrum leikjum. „Okkur líður öllum vel gegn bestu liðunum. Við höfum ekki átt góða leiki gegn minni þjóðum í leikjum sem skipta minni máli. Þannig er það hjá okkur öllum í hópnum en við erum sterkari en við höfum sýnt í æfingaleikjunum,“ sagði Birkir og vildi greinilega sem minnst gera úr sínum þætti. Hann vísaði eingöngu til þeirrar sterku liðsheildar sem hefur einkennt íslenska liðið undanfarin ár.Birkir Bjarnason eftir Portúgalsleikinn.Vísir/GettyHans besta tímabil á ferlinum Birkir átti frábært tímabil með Basel í Sviss í vetur. Hann varð svissneskur meistari og skoraði tíu mörk fyrir liðið í deildinni og þrjú til viðbótar í Evrópudeild UEFA. Dvölin í Sviss hefur gert honum gott og hann viðurkennir að hafa í fyrstu verið efins um að það hefði verið rétt skref að fara frá Ítalíu, þar sem hann hafði spilað síðustu ár, til Sviss. „Ég var kominn með lið á Ítalíu sem ég ætlaði að semja við en breytti til á síðustu stundu. Ég er mjög ánægður með að hafa gert það,“ segir hann. „Þetta var mitt besta tímabil á ferlinum. Það segir sig sjálft að ég er orðinn betri í mörgum hlutum.“ Landsliðsþjálfararnir hafa mikið talað um þau gildi sem þeir vilji að einkenni liðið og leik þess. Heimir segir að Birkir endurspegli þau öll. „Hann er ekta leikmaður sem við viljum hafa í okkar liði. Hann á afar sjaldan dapra leiki.“Birkir Bjarnason að senda boltann í mark Portúgals.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gummi Ben gjörsamlega missti sig þegar Birkir skoraði | Myndband Guðmundur Benediktsson lýsti sögulegum leik frá Geoffroy-Guichard leikvanginum í Saint-Étienne í gær þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal. 15. júní 2016 19:40 Áfram Ísland segja erlendu miðlarnir Ófá augun eru á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu um þessar mundir. 14. júní 2016 22:33 Roberto Martínez: Aldrei séð mark breyta frammistöðu eins liðs jafn mikið og hjá Íslandi Roberto Martínez, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton, segir að það hafi verið ótrúlegt afrek hjá íslenska landsliðinu að gera jafntefli við það portúgalska á EM í Frakklandi í gær. 15. júní 2016 10:00 Twitter springur eftir jöfnunarmark Birkis: "Frumburður okkar verður nefndur Birkir“ Birkir Bjarnason er dáðasti sonur Íslands í augnablikinu. 14. júní 2016 20:15 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Venezia - Fiorentina | Mikilvægur Íslendingaslagur Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Sjá meira
Gummi Ben gjörsamlega missti sig þegar Birkir skoraði | Myndband Guðmundur Benediktsson lýsti sögulegum leik frá Geoffroy-Guichard leikvanginum í Saint-Étienne í gær þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal. 15. júní 2016 19:40
Áfram Ísland segja erlendu miðlarnir Ófá augun eru á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu um þessar mundir. 14. júní 2016 22:33
Roberto Martínez: Aldrei séð mark breyta frammistöðu eins liðs jafn mikið og hjá Íslandi Roberto Martínez, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton, segir að það hafi verið ótrúlegt afrek hjá íslenska landsliðinu að gera jafntefli við það portúgalska á EM í Frakklandi í gær. 15. júní 2016 10:00
Twitter springur eftir jöfnunarmark Birkis: "Frumburður okkar verður nefndur Birkir“ Birkir Bjarnason er dáðasti sonur Íslands í augnablikinu. 14. júní 2016 20:15
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn