Íslenska liðið komst í 1-0 á 40. mínútu og var yfir í næstum því 50 mínútur eða þar til að Ungverjar jöfnuðu í lokin með sjálfsmarki Birkis Más Sævarssonar.
Ungversku bullurnar voru fyrir aftan íslenska markið í seinni hálfleiknum og þeir tóku upp á því að henda logandi blysum í átt að íslensku varnarmönnunum og markverðinum Hannesi Þór Halldórssyni eftir jöfnunarmarkið.
Íslensku strákarnir urðu ekki fyrir blysunum en rússneski dómarinn gerði smá hlé á leiknum á meðan öryggisverðir náði tökum á aðstæðunum.
Það er hægt að sjá það á myndum hér fyrir neðan þegar logandi blys eru komin inn á vítateiginn við íslenska markið.
Ungverjar hljót að fá sekt fyrir framkomu sinna stuðningsmanna en íslenska stuðningsfólkið hagaði sér frábærlega eins og fyrr í þessari keppni.





