Húsmæður úthvíldar eftir orlofsferðir á kostnað pirraðra Hvergerðinga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. júní 2016 07:00 Sunnlensku húsmæðurnar fóru sér að engu óðslega við Látrabjarg í orlofsferðinni í fyrravor. Mynd/Halldóra Ólafsdóttir „Tregða löggjafarvaldsins til að afnema orlof húsmæðra er fyrir löngu orðin algjörlega óskiljanleg,“ segir bæjarráð Hveragerðis í enn einni bókuninni þar sem lögum um húsmæðraorlof er mótmælt. Hveragerðisbær greiddi í fyrra 246 þúsund krónur til orlofsnefndar húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu. Alls var framlag sveitarfélaganna á svæðinu tæpar tvær milljónir króna. Framlagið byggist á lögum frá árinu 1972. Hveragerði og fleiri sveitarfélög hafa lengi mótmælt þessum útgjöldum. Frumvarp um afnám laganna hefur ítrekað verið lagt fram á Alþingi frá árinu 2009, síðast í fyrra, en ekki verið afgreitt.Listasafn Samúels Jónssonar fékk heimsókn húsmæðranna að sunnan.Mynd/Halldóra ÓlafsdóttirFyrrnefnd bókun bæjarráðs Hveragerðis var lögð fram í tilefni skýrslu húsmæðranefndarinnar um orlofsferðir liðins árs. Þar kemur fram að annars vegar fór 37 manna hópur til Patreksfjarðar í þriggja nátta ferð á Fosshótel Vestfjarða í lok maí og hins vegar dvöldu 39 konur á Hótel Stracta á Hellu í fjórar nætur í október 2015 og fóru þaðan í skoðunarferðir. Konurnar greiddu innan við helming kostnaðarins sjálfar. „Höfðum við það mjög notalegt við spjall, prjónaskap, liggja í heitu pottunum og sána, spila bingó, félagsvist og margt fleira,“ segir um dvölina á Stracta. „Fórum heim á hádegi á föstudag, sælar og úthvíldar.“ Um ferðina vestur segir að meðal annars hafi Látrabjarg verið skoðað, Rauðisandur, Listasafn Samúels Jónssonar, heimili Gísla á Uppsölum, Skrímslasetrið á Bíldudal og stórsöngvarinn Jón Kr. Ólafsson verið heimsóttur. Á heimferðardegi að vestan var siglt yfir Breiðafjörð. „Á Selfossi mættum við svo sælar og ferðalúnar,“ segir um ferðalokin. Bæjarráð Hveragerðis kveðst þakka orlofsnefnd skilmerkilegar skýrslur um greinilega góð og skemmtileg ferðalög kvenna en ítrekar fyrri bókanir um að þessar ferðir væru undarleg tímaskekkja. „Slík mismunun á milli kynja og án nokkurrar skoðunar á fjárhagslegri stöðu þiggjenda er í undarlegri mótsögn við rekstur sveitarfélaga almennt og þær lagaskyldur sem á þau eru lagðar,“ segir bæjarráðið. Eygerður Þórisdóttir, gjaldkeri orlofsnefnda húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu, segir að þótt lögin séu í raun tímaskekkja hafi þau sitt gildi. „Það er fullt af konum sem þurfa á þessu að halda,“ segir Eygerður. „Konur sem eru einar; konur sem eru ekkjur og hafa kannski ekki varasjóð til að komast í burtu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
„Tregða löggjafarvaldsins til að afnema orlof húsmæðra er fyrir löngu orðin algjörlega óskiljanleg,“ segir bæjarráð Hveragerðis í enn einni bókuninni þar sem lögum um húsmæðraorlof er mótmælt. Hveragerðisbær greiddi í fyrra 246 þúsund krónur til orlofsnefndar húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu. Alls var framlag sveitarfélaganna á svæðinu tæpar tvær milljónir króna. Framlagið byggist á lögum frá árinu 1972. Hveragerði og fleiri sveitarfélög hafa lengi mótmælt þessum útgjöldum. Frumvarp um afnám laganna hefur ítrekað verið lagt fram á Alþingi frá árinu 2009, síðast í fyrra, en ekki verið afgreitt.Listasafn Samúels Jónssonar fékk heimsókn húsmæðranna að sunnan.Mynd/Halldóra ÓlafsdóttirFyrrnefnd bókun bæjarráðs Hveragerðis var lögð fram í tilefni skýrslu húsmæðranefndarinnar um orlofsferðir liðins árs. Þar kemur fram að annars vegar fór 37 manna hópur til Patreksfjarðar í þriggja nátta ferð á Fosshótel Vestfjarða í lok maí og hins vegar dvöldu 39 konur á Hótel Stracta á Hellu í fjórar nætur í október 2015 og fóru þaðan í skoðunarferðir. Konurnar greiddu innan við helming kostnaðarins sjálfar. „Höfðum við það mjög notalegt við spjall, prjónaskap, liggja í heitu pottunum og sána, spila bingó, félagsvist og margt fleira,“ segir um dvölina á Stracta. „Fórum heim á hádegi á föstudag, sælar og úthvíldar.“ Um ferðina vestur segir að meðal annars hafi Látrabjarg verið skoðað, Rauðisandur, Listasafn Samúels Jónssonar, heimili Gísla á Uppsölum, Skrímslasetrið á Bíldudal og stórsöngvarinn Jón Kr. Ólafsson verið heimsóttur. Á heimferðardegi að vestan var siglt yfir Breiðafjörð. „Á Selfossi mættum við svo sælar og ferðalúnar,“ segir um ferðalokin. Bæjarráð Hveragerðis kveðst þakka orlofsnefnd skilmerkilegar skýrslur um greinilega góð og skemmtileg ferðalög kvenna en ítrekar fyrri bókanir um að þessar ferðir væru undarleg tímaskekkja. „Slík mismunun á milli kynja og án nokkurrar skoðunar á fjárhagslegri stöðu þiggjenda er í undarlegri mótsögn við rekstur sveitarfélaga almennt og þær lagaskyldur sem á þau eru lagðar,“ segir bæjarráðið. Eygerður Þórisdóttir, gjaldkeri orlofsnefnda húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu, segir að þótt lögin séu í raun tímaskekkja hafi þau sitt gildi. „Það er fullt af konum sem þurfa á þessu að halda,“ segir Eygerður. „Konur sem eru einar; konur sem eru ekkjur og hafa kannski ekki varasjóð til að komast í burtu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira