Airbnb-lögin samþykkt: Heimilt að sekta um allt að milljón Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. júní 2016 12:30 Fjöldi íslenskra gistirýma í gegnum Airbnb jókst um 126 prósent milli áranna 2014 og 2015. vísir/vilhelm Alþingi samþykkti í gær breytingar á lögum um veitingastaði gististaði og skemmtanahald. Frumvarpið var stjórnarfrumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra en í almennum umræðum hefur það iðulega verið kennt við forritið Airbnb. Breytingarnar taka gildi næstu áramót. Ráðist var í breytingarnar í kjölfar mikillar aukningar á skráningu íbúða á síðum á borð við Airbnb. Fjárfestingar í hótelgeiranum hafa ekki fylgt eftir vextinum í fjölda ferðamanna og grundvöllur því fyrir vöxt á þessu sviði. Í skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu kemur meðal annars fram að framboð gistirýma í gegnum Airbnb hefði aukist um 126 prósent milli áranna 2014 og 2015. Velta af útleigu í gegnum forritið er talin nema um 2,2 milljörðum. Lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. Þá mega heildartekjur af útleigunni ekki fara yfir eina milljón króna. Með öðrum orðum, til að leigja íbúðina út alla dagana níutíu, án þess að fara yfir tekjuhármarkið, má verð fyrir nóttina ekki fara yfir 11.111 krónur fyrir hverja nótt. Í ítarlegri úttekt Vísis og Íslands í dag á Airbnb-borginni Reykjavík kemur fram að meðalverð á nótt í íbúð í Reykjavík nemi tæpum 17.500 krónum. Það er því ljóst að ansi margir munu þurfa að lækka verð sitt eða fækka útleigudögum til að fara ekki yfir það hámark sem lögin setja.Hér að neðan má sjá kort sem sýnir staðsetningu Airbnb-gististaða í Reykjavík.Samkvæmt lögunum þarf hver sá sem býður upp á heimagistingu að tilkynna sýslumanni í sínu umdæmi að hann hyggist leigja út fasteign í sinni eigu. Sú fasteign þarf að hafa verið samþykkt sem íbúðarhúsnæði og fullnægja skilyrðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Skráningu þessa þarf að endurnýja á ári hverju og er skráningargjald 8.000 krónur ár hvert. Það er talsverð breyting frá fyrra fyrirkomulagi en eins og staðan er nú er skylt að vera með rekstarleyfi til að standa í útleigu gegnum Airbnb. Aðeins rétt tæp tíu prósent þeirra sem staðið hafa í slíkum rekstri eru með slíkt leyfi. Hverjum aðila skal úthlutað númeri og verður skylt að láta það fylgja við markaðssetningu og kynningu á bókunarsíðum og auglýsingum hvers konar. Sýslumanni ber að birta lista yfir skráðar heimagistingar á heimasíðu sinni og í miðlægum gagnagrunni. Verði sýslumaður þess uppvís að því að fasteignareigandi bjóði húsnæði sitt til útleigu í lengri tíma en níutíu daga á ári, eða að tekjur hans af útleigunni fari yfir milljón á ári, skal taka eigninga af skrá. Í lögunum er kveðið á um að hver sá sem rekur heimagistinu án skráningar, eða láist að láta áðurnefnt skráningarnúmer fylgja auglýsingum, skuli sæta sektum. Gildir þá einu hvort brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Sektirnar nema minnst 10.000 krónum en mest einni milljón króna. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44 Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47 Aðeins þrettán prósent þeirra sem bjóða heimagistingu með leyfi Samtök ferðaþjónustunnar eru ekki andsnúin heimagistingu, líkt og boðið er upp á á Airbnb og sambærilegum vefsíðum, segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Heldur vilja samtökin að myndaður verði enn skýrari rammi utan um atvinnustarfsemina. 9. maí 2016 07:00 Hætta á „Disney-væðingu“ miðbæjarins verði ekkert gert Breski miðillinn The Guardian fjallar um Airbnb-frumvarpið og stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi. 30. maí 2016 11:00 Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær breytingar á lögum um veitingastaði gististaði og skemmtanahald. Frumvarpið var stjórnarfrumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra en í almennum umræðum hefur það iðulega verið kennt við forritið Airbnb. Breytingarnar taka gildi næstu áramót. Ráðist var í breytingarnar í kjölfar mikillar aukningar á skráningu íbúða á síðum á borð við Airbnb. Fjárfestingar í hótelgeiranum hafa ekki fylgt eftir vextinum í fjölda ferðamanna og grundvöllur því fyrir vöxt á þessu sviði. Í skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu kemur meðal annars fram að framboð gistirýma í gegnum Airbnb hefði aukist um 126 prósent milli áranna 2014 og 2015. Velta af útleigu í gegnum forritið er talin nema um 2,2 milljörðum. Lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. Þá mega heildartekjur af útleigunni ekki fara yfir eina milljón króna. Með öðrum orðum, til að leigja íbúðina út alla dagana níutíu, án þess að fara yfir tekjuhármarkið, má verð fyrir nóttina ekki fara yfir 11.111 krónur fyrir hverja nótt. Í ítarlegri úttekt Vísis og Íslands í dag á Airbnb-borginni Reykjavík kemur fram að meðalverð á nótt í íbúð í Reykjavík nemi tæpum 17.500 krónum. Það er því ljóst að ansi margir munu þurfa að lækka verð sitt eða fækka útleigudögum til að fara ekki yfir það hámark sem lögin setja.Hér að neðan má sjá kort sem sýnir staðsetningu Airbnb-gististaða í Reykjavík.Samkvæmt lögunum þarf hver sá sem býður upp á heimagistingu að tilkynna sýslumanni í sínu umdæmi að hann hyggist leigja út fasteign í sinni eigu. Sú fasteign þarf að hafa verið samþykkt sem íbúðarhúsnæði og fullnægja skilyrðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Skráningu þessa þarf að endurnýja á ári hverju og er skráningargjald 8.000 krónur ár hvert. Það er talsverð breyting frá fyrra fyrirkomulagi en eins og staðan er nú er skylt að vera með rekstarleyfi til að standa í útleigu gegnum Airbnb. Aðeins rétt tæp tíu prósent þeirra sem staðið hafa í slíkum rekstri eru með slíkt leyfi. Hverjum aðila skal úthlutað númeri og verður skylt að láta það fylgja við markaðssetningu og kynningu á bókunarsíðum og auglýsingum hvers konar. Sýslumanni ber að birta lista yfir skráðar heimagistingar á heimasíðu sinni og í miðlægum gagnagrunni. Verði sýslumaður þess uppvís að því að fasteignareigandi bjóði húsnæði sitt til útleigu í lengri tíma en níutíu daga á ári, eða að tekjur hans af útleigunni fari yfir milljón á ári, skal taka eigninga af skrá. Í lögunum er kveðið á um að hver sá sem rekur heimagistinu án skráningar, eða láist að láta áðurnefnt skráningarnúmer fylgja auglýsingum, skuli sæta sektum. Gildir þá einu hvort brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Sektirnar nema minnst 10.000 krónum en mest einni milljón króna.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44 Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47 Aðeins þrettán prósent þeirra sem bjóða heimagistingu með leyfi Samtök ferðaþjónustunnar eru ekki andsnúin heimagistingu, líkt og boðið er upp á á Airbnb og sambærilegum vefsíðum, segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Heldur vilja samtökin að myndaður verði enn skýrari rammi utan um atvinnustarfsemina. 9. maí 2016 07:00 Hætta á „Disney-væðingu“ miðbæjarins verði ekkert gert Breski miðillinn The Guardian fjallar um Airbnb-frumvarpið og stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi. 30. maí 2016 11:00 Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44
Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47
Aðeins þrettán prósent þeirra sem bjóða heimagistingu með leyfi Samtök ferðaþjónustunnar eru ekki andsnúin heimagistingu, líkt og boðið er upp á á Airbnb og sambærilegum vefsíðum, segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Heldur vilja samtökin að myndaður verði enn skýrari rammi utan um atvinnustarfsemina. 9. maí 2016 07:00
Hætta á „Disney-væðingu“ miðbæjarins verði ekkert gert Breski miðillinn The Guardian fjallar um Airbnb-frumvarpið og stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi. 30. maí 2016 11:00
Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01