Túristar tjalda á miðjum vegi Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2016 14:20 Ferðalangarnir gerðu sér lítið fyrir og tjölduðu nánast úti á miðri þjóðbrautinni. Þeir ráku upp stór augu, vegfarendur sem áttu leið um Bröttubrekku árla dags; en þá var bíll þar kyrrstæður og hálfur úti á götu. Þegar ferðalangarnir nálguðust bílinn og fóru að reyna að glöggva sig á því hvernig í pottinn var búið kom í ljós að við hlið bílsins var búið að tjalda. Það fylgir þessari sögu að þar hafi ferðalangarnir verið í fasta svefni. Meðfylgjandi mynd er nú á ferðalagi um Facebook og er talið öruggara að láta það fylgja sögunni að ekki sé um sviðsetta mynd að ræða: Bíllinn og tjaldið eru sem sagt úti á miðjum þjóðvegi. Svo virðist sem hálfgert villta vestur sé ríkjandi í ferðamálum landsmanna. Áætlaður fjöldi ferðamanna í ár er 1,7 milljón manns en þessi furðusaga, ásamt skelfilegum sögum af klósetthallæri um land allt, gefur til kynna að algert stjórnleysi ríki í þessum geira.Margir tjáðu sig um athæfið í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í morgun. Var komið inn á að þarna væru komnir kandídatar til Darwin-verðlaunanna. Verðlaunahafar eru valdir í anda þróunarkenningar Darwins sem fjallar um að aðeins þeir hæfustu lifi af. Þess vegna eru verðlaunin jafnan veitt fólki sem hefur með eigin heimskupörum séð til þess að erfðavísar þeirra berist ekki til næstu kynslóða.Þá eru aðrir sem telja að bíllinn hljóti að hafa bilað á þessum stað og fólkið því brugðið á það ráð að tjalda þarna. Lögreglan á Vesturlandi hafði ekki heyrt af ferðamönnunum og hegðun þeirra þegar fréttastofa hafði samband.Mynd frá lögreglu sem DV birti nú fyrir skömmu.Uppfært 15:15 Á daginn hefur komið að myndin, sem valdið hefur verulegu uppnámi og jafnvel hneykslan á Facebook, er býsna villandi. Knáir rannsóknarblaðamenn DV köfuðu ofan í málið og leitt í ljós að tjaldbúarnir eru ekki úti á miðjum vegi heldur hafa þeir tjaldað í útskoti við veginn. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Lesendur Vísis eru beðnir velvirðingar á því að ekki hafi fyllri upplýsingar legið fyrir þegar fréttin var birt. Hættan sem eðli máls skapast við að tjalda úti á miðjum þjóðvegi er því ekki fyrir hendi, þó tjaldstæðið hljóti að teljast frumlegt eftir sem áður. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Þeir ráku upp stór augu, vegfarendur sem áttu leið um Bröttubrekku árla dags; en þá var bíll þar kyrrstæður og hálfur úti á götu. Þegar ferðalangarnir nálguðust bílinn og fóru að reyna að glöggva sig á því hvernig í pottinn var búið kom í ljós að við hlið bílsins var búið að tjalda. Það fylgir þessari sögu að þar hafi ferðalangarnir verið í fasta svefni. Meðfylgjandi mynd er nú á ferðalagi um Facebook og er talið öruggara að láta það fylgja sögunni að ekki sé um sviðsetta mynd að ræða: Bíllinn og tjaldið eru sem sagt úti á miðjum þjóðvegi. Svo virðist sem hálfgert villta vestur sé ríkjandi í ferðamálum landsmanna. Áætlaður fjöldi ferðamanna í ár er 1,7 milljón manns en þessi furðusaga, ásamt skelfilegum sögum af klósetthallæri um land allt, gefur til kynna að algert stjórnleysi ríki í þessum geira.Margir tjáðu sig um athæfið í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í morgun. Var komið inn á að þarna væru komnir kandídatar til Darwin-verðlaunanna. Verðlaunahafar eru valdir í anda þróunarkenningar Darwins sem fjallar um að aðeins þeir hæfustu lifi af. Þess vegna eru verðlaunin jafnan veitt fólki sem hefur með eigin heimskupörum séð til þess að erfðavísar þeirra berist ekki til næstu kynslóða.Þá eru aðrir sem telja að bíllinn hljóti að hafa bilað á þessum stað og fólkið því brugðið á það ráð að tjalda þarna. Lögreglan á Vesturlandi hafði ekki heyrt af ferðamönnunum og hegðun þeirra þegar fréttastofa hafði samband.Mynd frá lögreglu sem DV birti nú fyrir skömmu.Uppfært 15:15 Á daginn hefur komið að myndin, sem valdið hefur verulegu uppnámi og jafnvel hneykslan á Facebook, er býsna villandi. Knáir rannsóknarblaðamenn DV köfuðu ofan í málið og leitt í ljós að tjaldbúarnir eru ekki úti á miðjum vegi heldur hafa þeir tjaldað í útskoti við veginn. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Lesendur Vísis eru beðnir velvirðingar á því að ekki hafi fyllri upplýsingar legið fyrir þegar fréttin var birt. Hættan sem eðli máls skapast við að tjalda úti á miðjum þjóðvegi er því ekki fyrir hendi, þó tjaldstæðið hljóti að teljast frumlegt eftir sem áður.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34