Túristar tjalda á miðjum vegi Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2016 14:20 Ferðalangarnir gerðu sér lítið fyrir og tjölduðu nánast úti á miðri þjóðbrautinni. Þeir ráku upp stór augu, vegfarendur sem áttu leið um Bröttubrekku árla dags; en þá var bíll þar kyrrstæður og hálfur úti á götu. Þegar ferðalangarnir nálguðust bílinn og fóru að reyna að glöggva sig á því hvernig í pottinn var búið kom í ljós að við hlið bílsins var búið að tjalda. Það fylgir þessari sögu að þar hafi ferðalangarnir verið í fasta svefni. Meðfylgjandi mynd er nú á ferðalagi um Facebook og er talið öruggara að láta það fylgja sögunni að ekki sé um sviðsetta mynd að ræða: Bíllinn og tjaldið eru sem sagt úti á miðjum þjóðvegi. Svo virðist sem hálfgert villta vestur sé ríkjandi í ferðamálum landsmanna. Áætlaður fjöldi ferðamanna í ár er 1,7 milljón manns en þessi furðusaga, ásamt skelfilegum sögum af klósetthallæri um land allt, gefur til kynna að algert stjórnleysi ríki í þessum geira.Margir tjáðu sig um athæfið í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í morgun. Var komið inn á að þarna væru komnir kandídatar til Darwin-verðlaunanna. Verðlaunahafar eru valdir í anda þróunarkenningar Darwins sem fjallar um að aðeins þeir hæfustu lifi af. Þess vegna eru verðlaunin jafnan veitt fólki sem hefur með eigin heimskupörum séð til þess að erfðavísar þeirra berist ekki til næstu kynslóða.Þá eru aðrir sem telja að bíllinn hljóti að hafa bilað á þessum stað og fólkið því brugðið á það ráð að tjalda þarna. Lögreglan á Vesturlandi hafði ekki heyrt af ferðamönnunum og hegðun þeirra þegar fréttastofa hafði samband.Mynd frá lögreglu sem DV birti nú fyrir skömmu.Uppfært 15:15 Á daginn hefur komið að myndin, sem valdið hefur verulegu uppnámi og jafnvel hneykslan á Facebook, er býsna villandi. Knáir rannsóknarblaðamenn DV köfuðu ofan í málið og leitt í ljós að tjaldbúarnir eru ekki úti á miðjum vegi heldur hafa þeir tjaldað í útskoti við veginn. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Lesendur Vísis eru beðnir velvirðingar á því að ekki hafi fyllri upplýsingar legið fyrir þegar fréttin var birt. Hættan sem eðli máls skapast við að tjalda úti á miðjum þjóðvegi er því ekki fyrir hendi, þó tjaldstæðið hljóti að teljast frumlegt eftir sem áður. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Þeir ráku upp stór augu, vegfarendur sem áttu leið um Bröttubrekku árla dags; en þá var bíll þar kyrrstæður og hálfur úti á götu. Þegar ferðalangarnir nálguðust bílinn og fóru að reyna að glöggva sig á því hvernig í pottinn var búið kom í ljós að við hlið bílsins var búið að tjalda. Það fylgir þessari sögu að þar hafi ferðalangarnir verið í fasta svefni. Meðfylgjandi mynd er nú á ferðalagi um Facebook og er talið öruggara að láta það fylgja sögunni að ekki sé um sviðsetta mynd að ræða: Bíllinn og tjaldið eru sem sagt úti á miðjum þjóðvegi. Svo virðist sem hálfgert villta vestur sé ríkjandi í ferðamálum landsmanna. Áætlaður fjöldi ferðamanna í ár er 1,7 milljón manns en þessi furðusaga, ásamt skelfilegum sögum af klósetthallæri um land allt, gefur til kynna að algert stjórnleysi ríki í þessum geira.Margir tjáðu sig um athæfið í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í morgun. Var komið inn á að þarna væru komnir kandídatar til Darwin-verðlaunanna. Verðlaunahafar eru valdir í anda þróunarkenningar Darwins sem fjallar um að aðeins þeir hæfustu lifi af. Þess vegna eru verðlaunin jafnan veitt fólki sem hefur með eigin heimskupörum séð til þess að erfðavísar þeirra berist ekki til næstu kynslóða.Þá eru aðrir sem telja að bíllinn hljóti að hafa bilað á þessum stað og fólkið því brugðið á það ráð að tjalda þarna. Lögreglan á Vesturlandi hafði ekki heyrt af ferðamönnunum og hegðun þeirra þegar fréttastofa hafði samband.Mynd frá lögreglu sem DV birti nú fyrir skömmu.Uppfært 15:15 Á daginn hefur komið að myndin, sem valdið hefur verulegu uppnámi og jafnvel hneykslan á Facebook, er býsna villandi. Knáir rannsóknarblaðamenn DV köfuðu ofan í málið og leitt í ljós að tjaldbúarnir eru ekki úti á miðjum vegi heldur hafa þeir tjaldað í útskoti við veginn. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Lesendur Vísis eru beðnir velvirðingar á því að ekki hafi fyllri upplýsingar legið fyrir þegar fréttin var birt. Hættan sem eðli máls skapast við að tjalda úti á miðjum þjóðvegi er því ekki fyrir hendi, þó tjaldstæðið hljóti að teljast frumlegt eftir sem áður.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34