Geir: Landsliðið ekki á leið upp brekkuna núna Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2016 19:30 Geir Sveinsson hélt sinn fyrsta blaðamannafund á Íslandi í dag. vísir/hanna Snorri Steinn Guðjónsson og Alexander Petersson eru stærstu nöfnin sem vantar í 22 manna leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem mætir Portúgal heima og að heiman um miðjan mánuðinn en undir er farseðill á HM í Frakklandi á næsta ári. „Það er ekkert launungarmál að þessir leikir skipta okkur gríðarlega miklu máli. Við viljum komast til Frakklands og til þess að komast þangað þurfum við að vinna Portúgal í þessum tveimur leikjum,“ segir Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við íþróttadeild 365.Sjá einnig:Alexander gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik Geir tók við liðinu eftir Evrópumótið í Póllandi þar sem íslenska liðið stóð sig ekki vel annað stórmótið í röð. Mikil vinna er framundan hjá Geir en hvernig hefur hann notað tímann síðan hann tók við?Geir tók synina með í sólarbíltúr út á Granda þar sem blaðamananfundurinn var haldinn.vísir/hannaMeiri stöðugleika „Ég hef verið að skoða landsliðið sjálft og hvað það hefur verið að gera eins og leikina í Póllandi. Svo hef ég verið að skoða Portúgal og einnig jarðveginn hérna heima. Ég fylgdist með úrslitakeppninni og var að skoða þann efnivið og þá framtíð sem er hér til staðar.“ Eftir að ná fimmta sæti á EM í Danmörku 2014 hafa síðustu tvö stórmót verið mikil vonbrigði. Kröfurnar á liðið eru miklar og Geir fagnar því en það er stórt verkefni að koma íslenska liðinu aftur í fremstu röð. „Miðað við síðasta mót er augljóst að við erum ekki á leið upp brekkuna. Það er bara þannig. Sú er staðan. Það er af hinu góða að kröfurnar eru miklar. Við þurfum á því að halda og það heldur okkur á tánum. Ef við viljum vera í fremstu röð þurfum við allir að leggjast á eitt með það,“ segir Geir. „Ef við lítum á síðasta mót sem var EM í Póllandi þar sáum við virkilega góðan leik gegn Noregi sem er með gott lið. Eftir það komu tveir leikir sem voru ekki eins góðir og það er svona helst það sem hefur vantað. Það þarf að halda meiri stöðugleika. Við þurfum að einblína á það.“ Ítarlegt viðtal við Geir má sjá í spilaranum hér að neðan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Alexander gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik Alexander Petersson gefur ekki kost á sér í umspilsleikina gegn Portúgal. Geir Sveinsson segist skilja ákvörðunina en er ekki sammála henni. 3. júní 2016 13:30 Hópurinn fyrir leikina gegn Portúgal | Snorri og Alexander ekki með Geir Sveinsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Portúgal í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. 3. júní 2016 12:47 Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson og Alexander Petersson eru stærstu nöfnin sem vantar í 22 manna leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem mætir Portúgal heima og að heiman um miðjan mánuðinn en undir er farseðill á HM í Frakklandi á næsta ári. „Það er ekkert launungarmál að þessir leikir skipta okkur gríðarlega miklu máli. Við viljum komast til Frakklands og til þess að komast þangað þurfum við að vinna Portúgal í þessum tveimur leikjum,“ segir Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við íþróttadeild 365.Sjá einnig:Alexander gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik Geir tók við liðinu eftir Evrópumótið í Póllandi þar sem íslenska liðið stóð sig ekki vel annað stórmótið í röð. Mikil vinna er framundan hjá Geir en hvernig hefur hann notað tímann síðan hann tók við?Geir tók synina með í sólarbíltúr út á Granda þar sem blaðamananfundurinn var haldinn.vísir/hannaMeiri stöðugleika „Ég hef verið að skoða landsliðið sjálft og hvað það hefur verið að gera eins og leikina í Póllandi. Svo hef ég verið að skoða Portúgal og einnig jarðveginn hérna heima. Ég fylgdist með úrslitakeppninni og var að skoða þann efnivið og þá framtíð sem er hér til staðar.“ Eftir að ná fimmta sæti á EM í Danmörku 2014 hafa síðustu tvö stórmót verið mikil vonbrigði. Kröfurnar á liðið eru miklar og Geir fagnar því en það er stórt verkefni að koma íslenska liðinu aftur í fremstu röð. „Miðað við síðasta mót er augljóst að við erum ekki á leið upp brekkuna. Það er bara þannig. Sú er staðan. Það er af hinu góða að kröfurnar eru miklar. Við þurfum á því að halda og það heldur okkur á tánum. Ef við viljum vera í fremstu röð þurfum við allir að leggjast á eitt með það,“ segir Geir. „Ef við lítum á síðasta mót sem var EM í Póllandi þar sáum við virkilega góðan leik gegn Noregi sem er með gott lið. Eftir það komu tveir leikir sem voru ekki eins góðir og það er svona helst það sem hefur vantað. Það þarf að halda meiri stöðugleika. Við þurfum að einblína á það.“ Ítarlegt viðtal við Geir má sjá í spilaranum hér að neðan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Alexander gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik Alexander Petersson gefur ekki kost á sér í umspilsleikina gegn Portúgal. Geir Sveinsson segist skilja ákvörðunina en er ekki sammála henni. 3. júní 2016 13:30 Hópurinn fyrir leikina gegn Portúgal | Snorri og Alexander ekki með Geir Sveinsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Portúgal í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. 3. júní 2016 12:47 Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Sjá meira
Alexander gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik Alexander Petersson gefur ekki kost á sér í umspilsleikina gegn Portúgal. Geir Sveinsson segist skilja ákvörðunina en er ekki sammála henni. 3. júní 2016 13:30
Hópurinn fyrir leikina gegn Portúgal | Snorri og Alexander ekki með Geir Sveinsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Portúgal í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. 3. júní 2016 12:47