Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2016 12:47 Vorfundur Framsóknarflokksins var settur í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík klukkan ellefu. Fundinn sitja miðstjórnarmenn flokksins sem eru um tvö hundruð. Þeirra á meðal eru þingmenn og ráðherrar flokksins. Svo og fulltrúar úr öllum kjördæmum og fyrrverandi þingmenn og ráðherrar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, hélt ræðu við upphaf fundarins. Boðaði Sigmundur óhefðbundna og persónulegri ræðu en áður en Sigmundur fór yfir víðan völl í ræðu sinni. Fór hann sérstaklega yfir sjónvarpsviðtalið fræga sem sænskir sjónvarpsmenn tóku við hann í ráðherrabústaðnum og sýnt var í Kastljósi. „Það var búið að skrifa handritið fyrir fram. Viðtalið snerist ekki um að finna sannleikann, það snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig,“ sagði Sigmundur Davíð. Sagði Sigmundur að hann hafi ætlað sér að sleppa því að fara í viðtalið en sjónvarpsmennirnir hafi sótt það stíft að fá hann í viðtal. Því hafi hann látið til leiðast og ákveðið að fara í viðtalið eftir að hafa fengið útlistun á því hvernig það myndi fara fram. „Ég sé að það eru margar myndavélar í herberginu og greinilega mikið við haft,“ sagði Sigmundur sem hafi farið að spyrja sænska blaðamanninn aftur út í hvert inntak viðtalsins væri. „Hann segir að viðtalið sé um hvað allt sé frábært á Íslandi, Svíar þurfi að heyra hvað við séum að gera góða hluti. Þá fer hann ræða við mig um persónuleg málefni og er bara í því að vera besti vinur minn. Maður hafði sjaldan hitt svona vinsamlegan mann.“ „Þá rennur upp fyrir mér að það væri búið að plata mig “ Sigmundur sagði að honum hefði fundist skrýtið að sjónvarpsmaðurinn skyldi einungis lesa upp spurningar, án þess að hlusta á svörin. Svo hafi allt í einu verið skipt um umræðuefni. „Þá rennur upp fyrir mér að það væri búið að plata mig. Meðan ég er að hugsa í hverju ég er lentur kemur fát á mig og ég er ekkert að hugsa um hvað ég er að tala um. Þá nefna þeir hvaða þeir tala um, hvað mér finnist um skattsvik og skattaskjól. Fyrirtæki eiginkonu minnar hefur aldrei verið í skattaskjóli, það var auðvelt að svara í þvi. Ég sá að það að halda áfram í viðtalinu myndi bara gera illt verra. Ég ákvað að fara og kveðja,“ sagði Sigmundur. Stóru mistökin hafi hann hinsvegar gert eftir viðtalið. „Við fórum í það næstu tvær vikurnar að afla gagnanna fyrir þess menn. Alltaf var reynt að svara þeim spurningum sem þeir vildu fá. Svo kom á daginn að þetta snerist aldrei um að afla upplýsinga. Þetta snerist um að halda mér uppteknum í tvær til þrjár vikur. Það var búið að skrifa handritið fyrir framan og búið að æfa það hvernig mætti láta viðtalið líta sem verst út.“ Fundurinn í dag er fyrsti stóri fundur Framsóknarflokksins sem haldinn er frá því að Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætiráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson tók við. Sigmundur lýsti því yfir í lok maí að hann ætli sér að sitja áfram á þingi og að hann vilji leiða flokkinn áfram. Aðeins ræða Sigmundar var opin fjölmiðlum en fundurinn á að standa til klukkan sex. Þar fara fram almennar umræður auk þess sem Sigurður Ingi mun halda ræðu. Nokkrir þingmenn flokksins hafa kallað eftir því að forysta flokksins verði endurnýjuð fyrir þingkosningar sem verða væntanlega í haust. Slíkt verður að gera á flokksþingi. Næsta flokksþing er ekki á dagskrá fyrr en á næsta ári. Ákvörðun um að flýta því er í höndum miðstjórnarinnar og skýrist það því líklega á fundinum í dag hvort að flokksþingi og forystukjöri verði flýtt. Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Þverneitaði fyrir að hafa selt hlutinn í Wintris á einn dollara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, neitaði því að hafa tengst eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum í viðtali við sænskan blaðamann sem tekið var upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn. 3. apríl 2016 19:15 Sigmundur Davíð tjáir sig í fyrsta sinn eftir afsögn sína: Sá aldrei blaðamannafund Ólafs Ragnars "Ég tók engin þingrofsskjöl með mér á fundinn," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem vildi upplýsa forseta um stöðu mála með fundinum. 22. maí 2016 11:15 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Vorfundur Framsóknarflokksins var settur í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík klukkan ellefu. Fundinn sitja miðstjórnarmenn flokksins sem eru um tvö hundruð. Þeirra á meðal eru þingmenn og ráðherrar flokksins. Svo og fulltrúar úr öllum kjördæmum og fyrrverandi þingmenn og ráðherrar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, hélt ræðu við upphaf fundarins. Boðaði Sigmundur óhefðbundna og persónulegri ræðu en áður en Sigmundur fór yfir víðan völl í ræðu sinni. Fór hann sérstaklega yfir sjónvarpsviðtalið fræga sem sænskir sjónvarpsmenn tóku við hann í ráðherrabústaðnum og sýnt var í Kastljósi. „Það var búið að skrifa handritið fyrir fram. Viðtalið snerist ekki um að finna sannleikann, það snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig,“ sagði Sigmundur Davíð. Sagði Sigmundur að hann hafi ætlað sér að sleppa því að fara í viðtalið en sjónvarpsmennirnir hafi sótt það stíft að fá hann í viðtal. Því hafi hann látið til leiðast og ákveðið að fara í viðtalið eftir að hafa fengið útlistun á því hvernig það myndi fara fram. „Ég sé að það eru margar myndavélar í herberginu og greinilega mikið við haft,“ sagði Sigmundur sem hafi farið að spyrja sænska blaðamanninn aftur út í hvert inntak viðtalsins væri. „Hann segir að viðtalið sé um hvað allt sé frábært á Íslandi, Svíar þurfi að heyra hvað við séum að gera góða hluti. Þá fer hann ræða við mig um persónuleg málefni og er bara í því að vera besti vinur minn. Maður hafði sjaldan hitt svona vinsamlegan mann.“ „Þá rennur upp fyrir mér að það væri búið að plata mig “ Sigmundur sagði að honum hefði fundist skrýtið að sjónvarpsmaðurinn skyldi einungis lesa upp spurningar, án þess að hlusta á svörin. Svo hafi allt í einu verið skipt um umræðuefni. „Þá rennur upp fyrir mér að það væri búið að plata mig. Meðan ég er að hugsa í hverju ég er lentur kemur fát á mig og ég er ekkert að hugsa um hvað ég er að tala um. Þá nefna þeir hvaða þeir tala um, hvað mér finnist um skattsvik og skattaskjól. Fyrirtæki eiginkonu minnar hefur aldrei verið í skattaskjóli, það var auðvelt að svara í þvi. Ég sá að það að halda áfram í viðtalinu myndi bara gera illt verra. Ég ákvað að fara og kveðja,“ sagði Sigmundur. Stóru mistökin hafi hann hinsvegar gert eftir viðtalið. „Við fórum í það næstu tvær vikurnar að afla gagnanna fyrir þess menn. Alltaf var reynt að svara þeim spurningum sem þeir vildu fá. Svo kom á daginn að þetta snerist aldrei um að afla upplýsinga. Þetta snerist um að halda mér uppteknum í tvær til þrjár vikur. Það var búið að skrifa handritið fyrir framan og búið að æfa það hvernig mætti láta viðtalið líta sem verst út.“ Fundurinn í dag er fyrsti stóri fundur Framsóknarflokksins sem haldinn er frá því að Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætiráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson tók við. Sigmundur lýsti því yfir í lok maí að hann ætli sér að sitja áfram á þingi og að hann vilji leiða flokkinn áfram. Aðeins ræða Sigmundar var opin fjölmiðlum en fundurinn á að standa til klukkan sex. Þar fara fram almennar umræður auk þess sem Sigurður Ingi mun halda ræðu. Nokkrir þingmenn flokksins hafa kallað eftir því að forysta flokksins verði endurnýjuð fyrir þingkosningar sem verða væntanlega í haust. Slíkt verður að gera á flokksþingi. Næsta flokksþing er ekki á dagskrá fyrr en á næsta ári. Ákvörðun um að flýta því er í höndum miðstjórnarinnar og skýrist það því líklega á fundinum í dag hvort að flokksþingi og forystukjöri verði flýtt.
Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Þverneitaði fyrir að hafa selt hlutinn í Wintris á einn dollara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, neitaði því að hafa tengst eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum í viðtali við sænskan blaðamann sem tekið var upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn. 3. apríl 2016 19:15 Sigmundur Davíð tjáir sig í fyrsta sinn eftir afsögn sína: Sá aldrei blaðamannafund Ólafs Ragnars "Ég tók engin þingrofsskjöl með mér á fundinn," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem vildi upplýsa forseta um stöðu mála með fundinum. 22. maí 2016 11:15 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22
Þverneitaði fyrir að hafa selt hlutinn í Wintris á einn dollara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, neitaði því að hafa tengst eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum í viðtali við sænskan blaðamann sem tekið var upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn. 3. apríl 2016 19:15
Sigmundur Davíð tjáir sig í fyrsta sinn eftir afsögn sína: Sá aldrei blaðamannafund Ólafs Ragnars "Ég tók engin þingrofsskjöl með mér á fundinn," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem vildi upplýsa forseta um stöðu mála með fundinum. 22. maí 2016 11:15