Vinsælasti MMA-blaðamaður heims settur í lífstíðarbann hjá UFC Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. júní 2016 16:00 Helwani var valinn MMA-blaðamaður ársins fyrr á árinu og hann tekur hér við verðlaunum sínum. vísir/getty UFC 199 fór fram um síðustu helgi og var gríðarlega vel heppnað. Eftir kvöldið var samt mest talað um ótrúlegan atburð sem átti sér stað fyrir aðalbardaga kvöldsins. Þá var blaðamanninum Ariel Helwani vísað út úr Forum-höllinni í Las Vegas. Honum var svo tilkynnt um að hann væri ekki velkominn aftur á viðburði hjá UFC. „Í stuttu máli var mér tjáð að ég væri kominn í lífstíðarbann hjá UFC. Ástæðan er sú að ég sagði frá endurkomu Brock Lesnar áður en UFC gerði það,“ sagði Helwani en blaðamannapassinn var líka fjarlægður af tveim samstarfsmönnum hans. Í ljós kom að frétt hans um málið var rétt og hann var því settur í lífstíðarbann af UFC fyrir að segja frá saklausri frétt. „Dana White [forseti UFC] sagði ítrekað við mig að ég ætti bara að fara að fjalla um Bellator. Ég spurði hvað ég hefði gert af mér og þá sagði hann að ég væri of neikvæður,“ bætti Helwani við. Hann missti starf sitt hjá Fox sjónvarpsstöðinni fyrr á árinu. Hermt var að ástæðan væri sú að hann væri að taka viðtöl og fjalla um viðfangsefni sem væru UFC ekki þóknanleg. Helwani er gríðarlega vinsæll hjá bæði bardagaköppunum í UFC sem og hjá aðdáendum. Það er hreinlega klappað fyrir honum á blaðamannafundum er hann spyr spurninga. Þetta útspil hjá UFC þykir vera með hreinum ólíkindum og hefur skemmt ímynd sambandsins. MMA Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Við eigum okkur allir drauma“ KA fær lykilmann úr Eyjum „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Sjá meira
UFC 199 fór fram um síðustu helgi og var gríðarlega vel heppnað. Eftir kvöldið var samt mest talað um ótrúlegan atburð sem átti sér stað fyrir aðalbardaga kvöldsins. Þá var blaðamanninum Ariel Helwani vísað út úr Forum-höllinni í Las Vegas. Honum var svo tilkynnt um að hann væri ekki velkominn aftur á viðburði hjá UFC. „Í stuttu máli var mér tjáð að ég væri kominn í lífstíðarbann hjá UFC. Ástæðan er sú að ég sagði frá endurkomu Brock Lesnar áður en UFC gerði það,“ sagði Helwani en blaðamannapassinn var líka fjarlægður af tveim samstarfsmönnum hans. Í ljós kom að frétt hans um málið var rétt og hann var því settur í lífstíðarbann af UFC fyrir að segja frá saklausri frétt. „Dana White [forseti UFC] sagði ítrekað við mig að ég ætti bara að fara að fjalla um Bellator. Ég spurði hvað ég hefði gert af mér og þá sagði hann að ég væri of neikvæður,“ bætti Helwani við. Hann missti starf sitt hjá Fox sjónvarpsstöðinni fyrr á árinu. Hermt var að ástæðan væri sú að hann væri að taka viðtöl og fjalla um viðfangsefni sem væru UFC ekki þóknanleg. Helwani er gríðarlega vinsæll hjá bæði bardagaköppunum í UFC sem og hjá aðdáendum. Það er hreinlega klappað fyrir honum á blaðamannafundum er hann spyr spurninga. Þetta útspil hjá UFC þykir vera með hreinum ólíkindum og hefur skemmt ímynd sambandsins.
MMA Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Við eigum okkur allir drauma“ KA fær lykilmann úr Eyjum „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Sjá meira