Stelpurnar ætla að reyna að búa til gott partí í Dalnum í kvöld Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. júní 2016 06:00 Sara Björk Gunnarsdóttir létt og kát á æfignu liðsins í gær. vísir/hanna „Við erum komnar niður á jörðina núna. Við verðum að gera það,“ segir landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir en hún verður í lykilhlutverki hjá stelpunum í kvöld er þær spila gegn Makedóníu. Stelpurnar fóru á kostum gegn Skotum á föstudaginn er þær unnu stórsigur, 0-4, í einum besta landsleik sem menn hafa séð hjá stelpunum. Þessi sigur gerði það að verkum að liðinu dugar stig gegn Makedóníu í kvöld til þess að tryggja sætið á EM á næsta ári. „Þetta var klárlega einn besti leikur sem við höfum spilað, þarna úti í Skotlandi. Allir leikmennirnir áttu toppleik. Undirbúningurinn fyrir leikinn var frábær og við vissum að við yrðum að eiga mjög góðan leik til þess að vinna. Það gengur ekki alltaf þannig að allir eigi toppleik en þarna small allt saman og við spiluðum einn okkar besta leik frá upphafi,“ segir Sara Björk. En var einhver sérstök ástæða fyrir því að hlutirnir smullu svona vel? „Markmiðin hjá okkur eru mjög skýr og undirbúningurinn var fáránlega flottur. Allt síðasta ár hefur verið gott og fókusinn hefur verið mjög góður alla undankeppnina. Við höfðum verið að bíða eftir þessum Skotaleik því þar voru að mætast tvö sterkustu lið riðilsins. Þær höfðu verið með yfirlýsingar um að þær ætluðu að vinna riðilinn og ég held að þær hafi vanmetið okkur svakalega mikið. Við sýndum aftur á móti að við erum klárlega sterkasta liðið í riðlinum.“Stelpurnar mæta á æfingu í Kaplakrika í gær.vísir/hannaGetum bætt sóknarleikinn Það er ekki bara að stelpurnar séu búnar að vinna alla fimm leiki sína í riðlinum heldur hafa þær ekki fengið á sig eitt einasta mark í leikjunum fimm. Á móti hafa þær skorað 21 mark. „Varnarleikurinn hefur verið rosalega skipulagður og sóknarleikurinn ágætur. Mér finnst við alltaf geta bætt sóknarleikinn okkar. Svo að þora að halda boltanum á móti sterku liðunum eins og við gerðum svo vel í Skotlandi. Mér fannst vera mikið hugrekki í liðinu í Skotlandi og við spiluðum fram á við. Þetta var okkar besti sóknarleikur líka til þessa,“ segir Sara en svo virðist vera sem liðið sé að taka stórt stökk upp á við. „Ég er sammála því. Við erum sterkt lið sem gefur ekkert eftir. Okkar veikleiki hefur verið að halda bolta og spila fram á við. Þarna eru miklar framfarir hjá okkur. Við þorum meira enda er miklu meira sjálfstraust í hópnum. Liðið er að fá meira frá hverjum einasta leikmanni og það er auðvitað frábært. Sjálfstraustið hefur alltaf verið gott en mér finnst hópurinn óvenju sterkur núna og þjálfararnir eru að standa sig vel og þeir gera vel í að framkalla sjálfstraust hjá leikmönnunum. Undirbúningurinn er alltaf góður og svo höfum við verið lengi saman. Ég veit ekki alveg af hverju við tókum skrefið fram á við í þessum leik en vonandi getum við haldið svona áfram.“ Það er vissulega langt í EM en ef allt gengur að óskum og stelpurnar fara þangað er þá innistæða fyrir því að gera góða hluti í lokakeppninni? „Við erum með tvö stórmót á bakinu og reynslan hjálpar auðvitað. Við fórum í átta liða úrslit 2013 en að sjálfsögðu viljum við alltaf fara lengra.“Ungar stúlkur voru mættar í Krikann í gær til að berja goðin sín augum.vísir/hannaKúnst að spila svona leiki Það er mjög eðlileg krafa að stelpurnar klári þennan leik í kvöld. Þær eru á toppnum en lið Makedóníu er stigalaust í neðsta sætinu. Hefur aðeins skorað tvö mörk en fengið á sig 37. Þar af töpuðu þær síðasta leik 9-0 á heimavelli. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson viðurkenndi eftir Skotaleikinn að makedónska liðið væri hreinlega lélegt. „Það er alltaf smá kúnst að gíra sig upp í svona leiki. Maður veit aldrei hvernig svona lið mun spila. Þær hafa verið að tapa stórt og maður gæti haldið að það væri auðvelt að vinna svona leiki. Þær eiga eftir að liggja mjög aftarlega og það verður krefjandi að brjóta þær niður. Við þurfum að vera þolinmóðar en þegar fyrsta markið kemur þá náum við kannski að brjóta þær og búa til einhverja veislu í kjölfarið,“ segir Sara Björk en hún gerir sér vel grein fyrir því að fólk er að koma á völlinn til þess að sjá veislu hjá íslenska liðinu og síðan á að fagna EM-sæti í kjölfarið. „Við vitum að þær eru lélegri en við og við verðum að hugsa um okkar leik. Við munum reyna okkar besta til þess að búa til gott partí fyrir fólkið sem kemur.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Sjá meira
„Við erum komnar niður á jörðina núna. Við verðum að gera það,“ segir landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir en hún verður í lykilhlutverki hjá stelpunum í kvöld er þær spila gegn Makedóníu. Stelpurnar fóru á kostum gegn Skotum á föstudaginn er þær unnu stórsigur, 0-4, í einum besta landsleik sem menn hafa séð hjá stelpunum. Þessi sigur gerði það að verkum að liðinu dugar stig gegn Makedóníu í kvöld til þess að tryggja sætið á EM á næsta ári. „Þetta var klárlega einn besti leikur sem við höfum spilað, þarna úti í Skotlandi. Allir leikmennirnir áttu toppleik. Undirbúningurinn fyrir leikinn var frábær og við vissum að við yrðum að eiga mjög góðan leik til þess að vinna. Það gengur ekki alltaf þannig að allir eigi toppleik en þarna small allt saman og við spiluðum einn okkar besta leik frá upphafi,“ segir Sara Björk. En var einhver sérstök ástæða fyrir því að hlutirnir smullu svona vel? „Markmiðin hjá okkur eru mjög skýr og undirbúningurinn var fáránlega flottur. Allt síðasta ár hefur verið gott og fókusinn hefur verið mjög góður alla undankeppnina. Við höfðum verið að bíða eftir þessum Skotaleik því þar voru að mætast tvö sterkustu lið riðilsins. Þær höfðu verið með yfirlýsingar um að þær ætluðu að vinna riðilinn og ég held að þær hafi vanmetið okkur svakalega mikið. Við sýndum aftur á móti að við erum klárlega sterkasta liðið í riðlinum.“Stelpurnar mæta á æfingu í Kaplakrika í gær.vísir/hannaGetum bætt sóknarleikinn Það er ekki bara að stelpurnar séu búnar að vinna alla fimm leiki sína í riðlinum heldur hafa þær ekki fengið á sig eitt einasta mark í leikjunum fimm. Á móti hafa þær skorað 21 mark. „Varnarleikurinn hefur verið rosalega skipulagður og sóknarleikurinn ágætur. Mér finnst við alltaf geta bætt sóknarleikinn okkar. Svo að þora að halda boltanum á móti sterku liðunum eins og við gerðum svo vel í Skotlandi. Mér fannst vera mikið hugrekki í liðinu í Skotlandi og við spiluðum fram á við. Þetta var okkar besti sóknarleikur líka til þessa,“ segir Sara en svo virðist vera sem liðið sé að taka stórt stökk upp á við. „Ég er sammála því. Við erum sterkt lið sem gefur ekkert eftir. Okkar veikleiki hefur verið að halda bolta og spila fram á við. Þarna eru miklar framfarir hjá okkur. Við þorum meira enda er miklu meira sjálfstraust í hópnum. Liðið er að fá meira frá hverjum einasta leikmanni og það er auðvitað frábært. Sjálfstraustið hefur alltaf verið gott en mér finnst hópurinn óvenju sterkur núna og þjálfararnir eru að standa sig vel og þeir gera vel í að framkalla sjálfstraust hjá leikmönnunum. Undirbúningurinn er alltaf góður og svo höfum við verið lengi saman. Ég veit ekki alveg af hverju við tókum skrefið fram á við í þessum leik en vonandi getum við haldið svona áfram.“ Það er vissulega langt í EM en ef allt gengur að óskum og stelpurnar fara þangað er þá innistæða fyrir því að gera góða hluti í lokakeppninni? „Við erum með tvö stórmót á bakinu og reynslan hjálpar auðvitað. Við fórum í átta liða úrslit 2013 en að sjálfsögðu viljum við alltaf fara lengra.“Ungar stúlkur voru mættar í Krikann í gær til að berja goðin sín augum.vísir/hannaKúnst að spila svona leiki Það er mjög eðlileg krafa að stelpurnar klári þennan leik í kvöld. Þær eru á toppnum en lið Makedóníu er stigalaust í neðsta sætinu. Hefur aðeins skorað tvö mörk en fengið á sig 37. Þar af töpuðu þær síðasta leik 9-0 á heimavelli. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson viðurkenndi eftir Skotaleikinn að makedónska liðið væri hreinlega lélegt. „Það er alltaf smá kúnst að gíra sig upp í svona leiki. Maður veit aldrei hvernig svona lið mun spila. Þær hafa verið að tapa stórt og maður gæti haldið að það væri auðvelt að vinna svona leiki. Þær eiga eftir að liggja mjög aftarlega og það verður krefjandi að brjóta þær niður. Við þurfum að vera þolinmóðar en þegar fyrsta markið kemur þá náum við kannski að brjóta þær og búa til einhverja veislu í kjölfarið,“ segir Sara Björk en hún gerir sér vel grein fyrir því að fólk er að koma á völlinn til þess að sjá veislu hjá íslenska liðinu og síðan á að fagna EM-sæti í kjölfarið. „Við vitum að þær eru lélegri en við og við verðum að hugsa um okkar leik. Við munum reyna okkar besta til þess að búa til gott partí fyrir fólkið sem kemur.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Sjá meira