Ólýðræðisleg vinnubrögð Stúdentaráðs Stúdentaráðsliðar Röskvu skrifar 7. júní 2016 08:21 Undanfarnar vikur hefur verið uppi umræða um ólýðræðisleg vinnubrögð innan Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Umræðan snýr að kosningu nemenda á fulltrúum sínum í æðsta ráð Háskóla Íslands, Háskólaráð. Fram til ársins 2014 var kosið um umrædda fulltrúa í almennum kosningum annað hvert ár. Um það er kveðið í reglum Háskóla Íslands. Þar stendur að „tilnefning fulltrúa nemenda [í Háskólaráð] skal vera í samræmi við niðurstöðu sérstakrar hlutfallskosningar sem fram fer í febrúar annað hvert ár. Kosnir skulu tveir aðalmenn og tveir varamenn til setu í háskólaráði til tveggja ára.“ Jafnframt stendur þar að „kosningarétt hafa allir skrásettir nemendur Háskóla Íslands“ og að „Stúdentaráð Háskóla Íslands annast framkvæmd kosningarinnar.“ Þessum reglum hefur ekki verið fylgt frá árinu 2014. Ástæðan fyrir því að Stúdentaráð skipaði í ráðið án allsherjarkosninga það ár er sú að Stúdentaráð virðist hafa gleymt að gera ráð fyrir kosningum til Háskólaráðs við gerð nýs kosningakerfis, þar sem kosið er innan sviða háskólans, sem innleitt var árið 2013. Þáverandi forystu Stúdentaráðs var þó gert ljóst að fyrir árið 2016 væri hægt að útbúa kosningakerfi sem gerði allsherjarkosningar til Háskólaráðs mögulegar. Slíkt kosningakerfi var aldrei útbúið þar sem samþykkt var á stjórnarfundi síðasta Stúdentaráðs í nóvember að sleppa því að halda allsherjarkosningar til Háskólaráðs. Stjórn Stúdentaráðs starfar í umboði Stúdentaráðs og samanstendur af formanni og varaformanni ráðsins ásamt sviðsráðsformönnum þess. Umrædd stjórn tók þessa ákvörðun án þess að leita álits Stúdentaráðs og lagði þar að auki aldrei fram skýrar forsendur fyrir réttmæti ákvörðunarinnar. Nýkjörið Stúdentaráð sem tók við í maí síðastliðnum hefur nú fundað fjórum sinnum um málið á rúmum tveimur vikum. Stúdentaráðsliðar Röskvu hafa á öllum þessum fundum gagnrýnt vinnubrögð Stúdentaráðs harðlega og lagst gegn þeirri afstöðu sem nýkjörin forysta ráðsins virðist hafa tekið frá byrjun, það er að tilnefna fulltrúa nemenda í Háskólaráð til næstu tveggja ára án allsherjarkosninga. Fulltrúar nemenda í Háskólaráði 2014-16 hafa þar að auki mótmælt þessari afstöðu harðlega og sendu frá sér yfirlýsingu þess efnis á nýkjörið Stúdentaráð á skiptafundi þess 19. maí síðastliðinn. Þrátt fyrir það samþykkti meirihluti Stúdentaráðs á fundi ráðsins 4. júní síðastliðinn að tilnefna í Háskólaráð án allsherjarkosninga. Stúdentaráðsliðar Röskvu lögðust eindregið gegn því og var tillaga þeirra um lýðræðislegar kosningar felld. Nú stendur til að Stúdentaráð kjósi fulltrúa nemenda í umræddar stöður og hefur fyrrverandi formaður SHÍ, sem lagði til að ekki yrði kosið í ráðið í allsherjarkosningum, boðið sig fram í það. Slík vinnubrögð verða að teljast óeðlileg. Fráleitt er að hrifsa réttinn frá nemendum til að kjósa sér fulltrúa í æðsta ráð háskólans. Meirihluti Stúdentaráðs virðist vera ósammála því. Við teljum það ótrúlegt í ljósi þeirra gilda sem ráðið þykist standa fyrir. Stúdentaráðsliðar Röskvu harma ákvörðunina. Stúdentaráðsliðar Röskvu, Alma Ágústsdóttir Brynja Helgadóttir Elinóra Guðmundsdóttir Elísabet Brynjarsdóttir Eydís Blöndal Ingvar Þór Björnsson Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir Nanna Hermannsdóttir Ragna Sigurðardóttir Ragnar Auðun Árnason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur verið uppi umræða um ólýðræðisleg vinnubrögð innan Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Umræðan snýr að kosningu nemenda á fulltrúum sínum í æðsta ráð Háskóla Íslands, Háskólaráð. Fram til ársins 2014 var kosið um umrædda fulltrúa í almennum kosningum annað hvert ár. Um það er kveðið í reglum Háskóla Íslands. Þar stendur að „tilnefning fulltrúa nemenda [í Háskólaráð] skal vera í samræmi við niðurstöðu sérstakrar hlutfallskosningar sem fram fer í febrúar annað hvert ár. Kosnir skulu tveir aðalmenn og tveir varamenn til setu í háskólaráði til tveggja ára.“ Jafnframt stendur þar að „kosningarétt hafa allir skrásettir nemendur Háskóla Íslands“ og að „Stúdentaráð Háskóla Íslands annast framkvæmd kosningarinnar.“ Þessum reglum hefur ekki verið fylgt frá árinu 2014. Ástæðan fyrir því að Stúdentaráð skipaði í ráðið án allsherjarkosninga það ár er sú að Stúdentaráð virðist hafa gleymt að gera ráð fyrir kosningum til Háskólaráðs við gerð nýs kosningakerfis, þar sem kosið er innan sviða háskólans, sem innleitt var árið 2013. Þáverandi forystu Stúdentaráðs var þó gert ljóst að fyrir árið 2016 væri hægt að útbúa kosningakerfi sem gerði allsherjarkosningar til Háskólaráðs mögulegar. Slíkt kosningakerfi var aldrei útbúið þar sem samþykkt var á stjórnarfundi síðasta Stúdentaráðs í nóvember að sleppa því að halda allsherjarkosningar til Háskólaráðs. Stjórn Stúdentaráðs starfar í umboði Stúdentaráðs og samanstendur af formanni og varaformanni ráðsins ásamt sviðsráðsformönnum þess. Umrædd stjórn tók þessa ákvörðun án þess að leita álits Stúdentaráðs og lagði þar að auki aldrei fram skýrar forsendur fyrir réttmæti ákvörðunarinnar. Nýkjörið Stúdentaráð sem tók við í maí síðastliðnum hefur nú fundað fjórum sinnum um málið á rúmum tveimur vikum. Stúdentaráðsliðar Röskvu hafa á öllum þessum fundum gagnrýnt vinnubrögð Stúdentaráðs harðlega og lagst gegn þeirri afstöðu sem nýkjörin forysta ráðsins virðist hafa tekið frá byrjun, það er að tilnefna fulltrúa nemenda í Háskólaráð til næstu tveggja ára án allsherjarkosninga. Fulltrúar nemenda í Háskólaráði 2014-16 hafa þar að auki mótmælt þessari afstöðu harðlega og sendu frá sér yfirlýsingu þess efnis á nýkjörið Stúdentaráð á skiptafundi þess 19. maí síðastliðinn. Þrátt fyrir það samþykkti meirihluti Stúdentaráðs á fundi ráðsins 4. júní síðastliðinn að tilnefna í Háskólaráð án allsherjarkosninga. Stúdentaráðsliðar Röskvu lögðust eindregið gegn því og var tillaga þeirra um lýðræðislegar kosningar felld. Nú stendur til að Stúdentaráð kjósi fulltrúa nemenda í umræddar stöður og hefur fyrrverandi formaður SHÍ, sem lagði til að ekki yrði kosið í ráðið í allsherjarkosningum, boðið sig fram í það. Slík vinnubrögð verða að teljast óeðlileg. Fráleitt er að hrifsa réttinn frá nemendum til að kjósa sér fulltrúa í æðsta ráð háskólans. Meirihluti Stúdentaráðs virðist vera ósammála því. Við teljum það ótrúlegt í ljósi þeirra gilda sem ráðið þykist standa fyrir. Stúdentaráðsliðar Röskvu harma ákvörðunina. Stúdentaráðsliðar Röskvu, Alma Ágústsdóttir Brynja Helgadóttir Elinóra Guðmundsdóttir Elísabet Brynjarsdóttir Eydís Blöndal Ingvar Þór Björnsson Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir Nanna Hermannsdóttir Ragna Sigurðardóttir Ragnar Auðun Árnason
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar