Ólýðræðisleg vinnubrögð Stúdentaráðs Stúdentaráðsliðar Röskvu skrifar 7. júní 2016 08:21 Undanfarnar vikur hefur verið uppi umræða um ólýðræðisleg vinnubrögð innan Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Umræðan snýr að kosningu nemenda á fulltrúum sínum í æðsta ráð Háskóla Íslands, Háskólaráð. Fram til ársins 2014 var kosið um umrædda fulltrúa í almennum kosningum annað hvert ár. Um það er kveðið í reglum Háskóla Íslands. Þar stendur að „tilnefning fulltrúa nemenda [í Háskólaráð] skal vera í samræmi við niðurstöðu sérstakrar hlutfallskosningar sem fram fer í febrúar annað hvert ár. Kosnir skulu tveir aðalmenn og tveir varamenn til setu í háskólaráði til tveggja ára.“ Jafnframt stendur þar að „kosningarétt hafa allir skrásettir nemendur Háskóla Íslands“ og að „Stúdentaráð Háskóla Íslands annast framkvæmd kosningarinnar.“ Þessum reglum hefur ekki verið fylgt frá árinu 2014. Ástæðan fyrir því að Stúdentaráð skipaði í ráðið án allsherjarkosninga það ár er sú að Stúdentaráð virðist hafa gleymt að gera ráð fyrir kosningum til Háskólaráðs við gerð nýs kosningakerfis, þar sem kosið er innan sviða háskólans, sem innleitt var árið 2013. Þáverandi forystu Stúdentaráðs var þó gert ljóst að fyrir árið 2016 væri hægt að útbúa kosningakerfi sem gerði allsherjarkosningar til Háskólaráðs mögulegar. Slíkt kosningakerfi var aldrei útbúið þar sem samþykkt var á stjórnarfundi síðasta Stúdentaráðs í nóvember að sleppa því að halda allsherjarkosningar til Háskólaráðs. Stjórn Stúdentaráðs starfar í umboði Stúdentaráðs og samanstendur af formanni og varaformanni ráðsins ásamt sviðsráðsformönnum þess. Umrædd stjórn tók þessa ákvörðun án þess að leita álits Stúdentaráðs og lagði þar að auki aldrei fram skýrar forsendur fyrir réttmæti ákvörðunarinnar. Nýkjörið Stúdentaráð sem tók við í maí síðastliðnum hefur nú fundað fjórum sinnum um málið á rúmum tveimur vikum. Stúdentaráðsliðar Röskvu hafa á öllum þessum fundum gagnrýnt vinnubrögð Stúdentaráðs harðlega og lagst gegn þeirri afstöðu sem nýkjörin forysta ráðsins virðist hafa tekið frá byrjun, það er að tilnefna fulltrúa nemenda í Háskólaráð til næstu tveggja ára án allsherjarkosninga. Fulltrúar nemenda í Háskólaráði 2014-16 hafa þar að auki mótmælt þessari afstöðu harðlega og sendu frá sér yfirlýsingu þess efnis á nýkjörið Stúdentaráð á skiptafundi þess 19. maí síðastliðinn. Þrátt fyrir það samþykkti meirihluti Stúdentaráðs á fundi ráðsins 4. júní síðastliðinn að tilnefna í Háskólaráð án allsherjarkosninga. Stúdentaráðsliðar Röskvu lögðust eindregið gegn því og var tillaga þeirra um lýðræðislegar kosningar felld. Nú stendur til að Stúdentaráð kjósi fulltrúa nemenda í umræddar stöður og hefur fyrrverandi formaður SHÍ, sem lagði til að ekki yrði kosið í ráðið í allsherjarkosningum, boðið sig fram í það. Slík vinnubrögð verða að teljast óeðlileg. Fráleitt er að hrifsa réttinn frá nemendum til að kjósa sér fulltrúa í æðsta ráð háskólans. Meirihluti Stúdentaráðs virðist vera ósammála því. Við teljum það ótrúlegt í ljósi þeirra gilda sem ráðið þykist standa fyrir. Stúdentaráðsliðar Röskvu harma ákvörðunina. Stúdentaráðsliðar Röskvu, Alma Ágústsdóttir Brynja Helgadóttir Elinóra Guðmundsdóttir Elísabet Brynjarsdóttir Eydís Blöndal Ingvar Þór Björnsson Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir Nanna Hermannsdóttir Ragna Sigurðardóttir Ragnar Auðun Árnason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur verið uppi umræða um ólýðræðisleg vinnubrögð innan Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Umræðan snýr að kosningu nemenda á fulltrúum sínum í æðsta ráð Háskóla Íslands, Háskólaráð. Fram til ársins 2014 var kosið um umrædda fulltrúa í almennum kosningum annað hvert ár. Um það er kveðið í reglum Háskóla Íslands. Þar stendur að „tilnefning fulltrúa nemenda [í Háskólaráð] skal vera í samræmi við niðurstöðu sérstakrar hlutfallskosningar sem fram fer í febrúar annað hvert ár. Kosnir skulu tveir aðalmenn og tveir varamenn til setu í háskólaráði til tveggja ára.“ Jafnframt stendur þar að „kosningarétt hafa allir skrásettir nemendur Háskóla Íslands“ og að „Stúdentaráð Háskóla Íslands annast framkvæmd kosningarinnar.“ Þessum reglum hefur ekki verið fylgt frá árinu 2014. Ástæðan fyrir því að Stúdentaráð skipaði í ráðið án allsherjarkosninga það ár er sú að Stúdentaráð virðist hafa gleymt að gera ráð fyrir kosningum til Háskólaráðs við gerð nýs kosningakerfis, þar sem kosið er innan sviða háskólans, sem innleitt var árið 2013. Þáverandi forystu Stúdentaráðs var þó gert ljóst að fyrir árið 2016 væri hægt að útbúa kosningakerfi sem gerði allsherjarkosningar til Háskólaráðs mögulegar. Slíkt kosningakerfi var aldrei útbúið þar sem samþykkt var á stjórnarfundi síðasta Stúdentaráðs í nóvember að sleppa því að halda allsherjarkosningar til Háskólaráðs. Stjórn Stúdentaráðs starfar í umboði Stúdentaráðs og samanstendur af formanni og varaformanni ráðsins ásamt sviðsráðsformönnum þess. Umrædd stjórn tók þessa ákvörðun án þess að leita álits Stúdentaráðs og lagði þar að auki aldrei fram skýrar forsendur fyrir réttmæti ákvörðunarinnar. Nýkjörið Stúdentaráð sem tók við í maí síðastliðnum hefur nú fundað fjórum sinnum um málið á rúmum tveimur vikum. Stúdentaráðsliðar Röskvu hafa á öllum þessum fundum gagnrýnt vinnubrögð Stúdentaráðs harðlega og lagst gegn þeirri afstöðu sem nýkjörin forysta ráðsins virðist hafa tekið frá byrjun, það er að tilnefna fulltrúa nemenda í Háskólaráð til næstu tveggja ára án allsherjarkosninga. Fulltrúar nemenda í Háskólaráði 2014-16 hafa þar að auki mótmælt þessari afstöðu harðlega og sendu frá sér yfirlýsingu þess efnis á nýkjörið Stúdentaráð á skiptafundi þess 19. maí síðastliðinn. Þrátt fyrir það samþykkti meirihluti Stúdentaráðs á fundi ráðsins 4. júní síðastliðinn að tilnefna í Háskólaráð án allsherjarkosninga. Stúdentaráðsliðar Röskvu lögðust eindregið gegn því og var tillaga þeirra um lýðræðislegar kosningar felld. Nú stendur til að Stúdentaráð kjósi fulltrúa nemenda í umræddar stöður og hefur fyrrverandi formaður SHÍ, sem lagði til að ekki yrði kosið í ráðið í allsherjarkosningum, boðið sig fram í það. Slík vinnubrögð verða að teljast óeðlileg. Fráleitt er að hrifsa réttinn frá nemendum til að kjósa sér fulltrúa í æðsta ráð háskólans. Meirihluti Stúdentaráðs virðist vera ósammála því. Við teljum það ótrúlegt í ljósi þeirra gilda sem ráðið þykist standa fyrir. Stúdentaráðsliðar Röskvu harma ákvörðunina. Stúdentaráðsliðar Röskvu, Alma Ágústsdóttir Brynja Helgadóttir Elinóra Guðmundsdóttir Elísabet Brynjarsdóttir Eydís Blöndal Ingvar Þór Björnsson Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir Nanna Hermannsdóttir Ragna Sigurðardóttir Ragnar Auðun Árnason
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun