Skemmtilega staðreyndin frá BBC sem sýnir afrek íslenska liðsins í réttu ljósi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2016 13:45 Íslensku strákarnir fagna hér marki Eiðs Smara Guðjohnsen í gærkvöldi. Vísir/AFP Ísland skrifar sögu fótboltans í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi því þetta verður í fyrsta sinn sem 330 þúsund manna þjóð spilar leik á stórmóti karla í fótbolta. Íslenska liðið mætir Portúgal eftir eina viku en síðan taka við leikir við Ungverjaland og Austurríki. BBC fjallar ítarlega um Evrópukeppnina í fótbolta og í nýrri samantekt á heimasíðu BBC taka þeir til eina skemmtilega staðreynd um allar 24 þjóðirnar sem keppa í úrslitakeppni Evrópumótsins í sumar. Það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart að staðreyndin um íslenska landsliðið snýr að því að aðeins rúmlega 330 þúsund manna þjóð stendur að baki íslenska landsliðinu. Staðreyndin um Ísland er síðan sett fram með greinagóðri mynd þar sem íbúafjöldi Íslands er settur í samhengi við fólksfjölda hinna þátttökuþjóðanna. Það er óhætt að segja að þessi grafíska mynd (hér fyrir neðan) sýnir enn frekar hversu mikið afrek það var hjá íslenska landsliðinu að komast inn á EM í Frakklandi. Ísland nær nefnilega bara rétt með táneglurnar þar sem Rússar hafa allan skrokkinn sinn. 142 milljónir íbúa standa að baki rússneska landsliðinu og er Ísland aðeins með 0,2 prósent fólksfjöldans í Rússlandi. Ísland er í 174. sæti yfir fjölmennustu þjóðir heimsins en Rússarnir eru í 9. sæti. Liðin sem eru með Íslandi í riðli eru langt á undan okkur. Portúgal er í 86. sæti með yfir 10,3 milljónir íbúa, Ungverjar eru í 91. sæti með 9,8 milljónir íbúa og Austurríki er í 95. sæti með 8,7 milljónir íbúa. Staðreyndirnar um hinar þrjár þjóðirnar í íslenska riðlinum snúa að allt öðru.Staðreyndin um Portúgal er að sjálfsögðu um Cristiano Ronaldo sem getur orðið fyrsti leikmaðurinn til að skora í fjórum Evrópukeppnum og þá er hann þremur mörkum frá því að jafna markamet Michel Platini sem er 9 mörk í úrslitakeppni EM. Staðreyndin um Austurríki snýr að því að austurríska landsliðið var í 105. sæti eftir eina Evrópumótið sitt árið 2008 en komust alla leið upp í 10. Sæti í undankeppninni fyrir þetta Evrópumót.Gabor Kiraly, markvörður Ungverja, gæti orðið fyrsti leikmaðurinn yfir fertugt til að spila í úrslitakeppni EM og bæta þar með met Þjóðverjans Lothar Matthaus sem var 39 ára og 91 daga þegar hann spilað á EM 2000. Það er hægt að skoða staðreyndir BBC um allar 24 þjóðirnar með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Sjá meira
Ísland skrifar sögu fótboltans í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi því þetta verður í fyrsta sinn sem 330 þúsund manna þjóð spilar leik á stórmóti karla í fótbolta. Íslenska liðið mætir Portúgal eftir eina viku en síðan taka við leikir við Ungverjaland og Austurríki. BBC fjallar ítarlega um Evrópukeppnina í fótbolta og í nýrri samantekt á heimasíðu BBC taka þeir til eina skemmtilega staðreynd um allar 24 þjóðirnar sem keppa í úrslitakeppni Evrópumótsins í sumar. Það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart að staðreyndin um íslenska landsliðið snýr að því að aðeins rúmlega 330 þúsund manna þjóð stendur að baki íslenska landsliðinu. Staðreyndin um Ísland er síðan sett fram með greinagóðri mynd þar sem íbúafjöldi Íslands er settur í samhengi við fólksfjölda hinna þátttökuþjóðanna. Það er óhætt að segja að þessi grafíska mynd (hér fyrir neðan) sýnir enn frekar hversu mikið afrek það var hjá íslenska landsliðinu að komast inn á EM í Frakklandi. Ísland nær nefnilega bara rétt með táneglurnar þar sem Rússar hafa allan skrokkinn sinn. 142 milljónir íbúa standa að baki rússneska landsliðinu og er Ísland aðeins með 0,2 prósent fólksfjöldans í Rússlandi. Ísland er í 174. sæti yfir fjölmennustu þjóðir heimsins en Rússarnir eru í 9. sæti. Liðin sem eru með Íslandi í riðli eru langt á undan okkur. Portúgal er í 86. sæti með yfir 10,3 milljónir íbúa, Ungverjar eru í 91. sæti með 9,8 milljónir íbúa og Austurríki er í 95. sæti með 8,7 milljónir íbúa. Staðreyndirnar um hinar þrjár þjóðirnar í íslenska riðlinum snúa að allt öðru.Staðreyndin um Portúgal er að sjálfsögðu um Cristiano Ronaldo sem getur orðið fyrsti leikmaðurinn til að skora í fjórum Evrópukeppnum og þá er hann þremur mörkum frá því að jafna markamet Michel Platini sem er 9 mörk í úrslitakeppni EM. Staðreyndin um Austurríki snýr að því að austurríska landsliðið var í 105. sæti eftir eina Evrópumótið sitt árið 2008 en komust alla leið upp í 10. Sæti í undankeppninni fyrir þetta Evrópumót.Gabor Kiraly, markvörður Ungverja, gæti orðið fyrsti leikmaðurinn yfir fertugt til að spila í úrslitakeppni EM og bæta þar með met Þjóðverjans Lothar Matthaus sem var 39 ára og 91 daga þegar hann spilað á EM 2000. Það er hægt að skoða staðreyndir BBC um allar 24 þjóðirnar með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Sjá meira