Buxurnar heillar þjóðar Kári Stefánsson skrifar 8. júní 2016 07:00 Það var merkilegur kapítuli í kvöldfréttum sjónvarps á laugardaginn var sem sýndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson á vorþingi Framsóknarflokksins. Hann sást ganga í salinn og grípa upp nokkara viðstadda eins og karakter úr bíómyndinni The Invasion of the Bodysnatchers (Innrás líkamshrifsaranna) og faðma þá. Ef viðstaddir hefðu ekki verið mannskepnur heldur af annarri dýrategund er ég hræddur um að þetta athæfi fyrrverandi forsætisráðherra hefði brotið í bága við dýraverndunarlög og talist refsivert. Síðan sté hann í pontu og sagði ýmislegt skynsamlegt en hélt því líka fram að það hefði ekki verið honum að kenna heldur einhverjum öðrum þegar hann laug fyrir framan myndavélar sænska sjónvarpsins um aðkomu sína að Wintris, aflandsfélaginu fræga. Hann þvoði sem sagt hendur sínar algjörlega af ábyrgð á því sem hann hafði sagt og gaf það beinlínis í skyn að einhver hefði talað í gegnum hann. Þetta minnti mig óþægilega á atburð úr lífi fjöskyldu minnar sem átti sér stað fyrir þrjátíu árum. Hún Sólveig dóttir mín var þá tveggja ára, ótrúlega dugleg stelpa sem hafði farið að ganga 9 mánaða og hætt að nota bleyjur 15 mánaða. Móðir hennar hafði farið í verslunarleiðangur og mitt hlutskipti var að annast hana og níu ára systur hennar, Svanhildi. Mér varð það á sem oft áður (og síðar) að gefa þeim of mikið sælgæti og það endaði á því að fara illa í magann á Sólveigu og hún kúkaði í buxurnar. Þegar móðir hennar kom heim spurði hún Sólveigu: „Er það satt sem pabbi segir að þú hafir kúkað í buxurnar?“ Svarið var: „Nei, það var Svanhildur.“ „Hvað áttu við,“ spurði móðirin, „kúkaði Svanhildur í buxurnar þínar?“ „Já“, svaraði Sólveig. Þetta er svolítið fyndið og jafnvel sætt út úr munni tveggja ára barns en eitthvað allt annað þegar það heyrist frá fyrrverandi forsætisráðherra lýðveldisins. Það vill meira að segja svo til að upptakan af Sigmundi Davíð, forsætisráðherra Íslands, þar sem hann sat aulalegur fyrir framan myndavélina og tafsaði og laug, barst um allan heim og varð til þess að grínistar í sjónvarpi og útvarpi, frá Íslandi til Ástralíu, hæddust að honum og landi og þjóð. Það má því leiða að því rök að Sigmundur Davíð hafi ekki bara gert í eigin buxur heldur buxurnar heillar þjóðar. Þetta er að vísu bara saga sem við verðum að búa við þótt það sé ljóst að í henni hafi íslensk menning ekki risið sérstaklega hátt. Hitt er hins vegar ógnvekjandi að Sigmundur Davíð gengur nú um eins og grenjandi ljón við að reyna að sannfæra framsóknarmenn um að kjósa sig aftur sem formann. Og það lítur út fyrir að honum gæti tekist það. Það yrði þjóðinni til ævarandi skammar að maðurinn sem heimsbyggðin lítur á sem ljúgandi aula yrði kosinn í forystusveit íslenskra stjórnmála. Það verður að koma í veg fyrir það. Framsókn skuldar þjóðinni að verja hana gegn Sigmundi Davíð. Hann er hennar Frankenstein. Framsóknarflokkurinn hefur unnið með þjóðinni á farsælan hátt í eitt hundrað ár og því ekki við öðru að búast en að hann sjái um þetta. Ef hann gerir það ekki ber okkur skylda til þess að kjósa þennan XBé-vítans flokk út af kortinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Það var merkilegur kapítuli í kvöldfréttum sjónvarps á laugardaginn var sem sýndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson á vorþingi Framsóknarflokksins. Hann sást ganga í salinn og grípa upp nokkara viðstadda eins og karakter úr bíómyndinni The Invasion of the Bodysnatchers (Innrás líkamshrifsaranna) og faðma þá. Ef viðstaddir hefðu ekki verið mannskepnur heldur af annarri dýrategund er ég hræddur um að þetta athæfi fyrrverandi forsætisráðherra hefði brotið í bága við dýraverndunarlög og talist refsivert. Síðan sté hann í pontu og sagði ýmislegt skynsamlegt en hélt því líka fram að það hefði ekki verið honum að kenna heldur einhverjum öðrum þegar hann laug fyrir framan myndavélar sænska sjónvarpsins um aðkomu sína að Wintris, aflandsfélaginu fræga. Hann þvoði sem sagt hendur sínar algjörlega af ábyrgð á því sem hann hafði sagt og gaf það beinlínis í skyn að einhver hefði talað í gegnum hann. Þetta minnti mig óþægilega á atburð úr lífi fjöskyldu minnar sem átti sér stað fyrir þrjátíu árum. Hún Sólveig dóttir mín var þá tveggja ára, ótrúlega dugleg stelpa sem hafði farið að ganga 9 mánaða og hætt að nota bleyjur 15 mánaða. Móðir hennar hafði farið í verslunarleiðangur og mitt hlutskipti var að annast hana og níu ára systur hennar, Svanhildi. Mér varð það á sem oft áður (og síðar) að gefa þeim of mikið sælgæti og það endaði á því að fara illa í magann á Sólveigu og hún kúkaði í buxurnar. Þegar móðir hennar kom heim spurði hún Sólveigu: „Er það satt sem pabbi segir að þú hafir kúkað í buxurnar?“ Svarið var: „Nei, það var Svanhildur.“ „Hvað áttu við,“ spurði móðirin, „kúkaði Svanhildur í buxurnar þínar?“ „Já“, svaraði Sólveig. Þetta er svolítið fyndið og jafnvel sætt út úr munni tveggja ára barns en eitthvað allt annað þegar það heyrist frá fyrrverandi forsætisráðherra lýðveldisins. Það vill meira að segja svo til að upptakan af Sigmundi Davíð, forsætisráðherra Íslands, þar sem hann sat aulalegur fyrir framan myndavélina og tafsaði og laug, barst um allan heim og varð til þess að grínistar í sjónvarpi og útvarpi, frá Íslandi til Ástralíu, hæddust að honum og landi og þjóð. Það má því leiða að því rök að Sigmundur Davíð hafi ekki bara gert í eigin buxur heldur buxurnar heillar þjóðar. Þetta er að vísu bara saga sem við verðum að búa við þótt það sé ljóst að í henni hafi íslensk menning ekki risið sérstaklega hátt. Hitt er hins vegar ógnvekjandi að Sigmundur Davíð gengur nú um eins og grenjandi ljón við að reyna að sannfæra framsóknarmenn um að kjósa sig aftur sem formann. Og það lítur út fyrir að honum gæti tekist það. Það yrði þjóðinni til ævarandi skammar að maðurinn sem heimsbyggðin lítur á sem ljúgandi aula yrði kosinn í forystusveit íslenskra stjórnmála. Það verður að koma í veg fyrir það. Framsókn skuldar þjóðinni að verja hana gegn Sigmundi Davíð. Hann er hennar Frankenstein. Framsóknarflokkurinn hefur unnið með þjóðinni á farsælan hátt í eitt hundrað ár og því ekki við öðru að búast en að hann sjái um þetta. Ef hann gerir það ekki ber okkur skylda til þess að kjósa þennan XBé-vítans flokk út af kortinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar