Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2016 11:15 Samningaviðræður hafa gengið illa á milli flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Anton/Heiða Ríkisstjórnin fundar nú í Stjórnarráðinu. Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Líklegt er að til umræðu sé hvort setja eigi bráðabirgðalög svo stöðva megi yfirvinnubann flugumferðarstjóra sem staðið hefur yfir frá 6. apríl. Fundurinn hófst klukkan ellefu en óeðlilegt er að ríkisstjórnin fundi á þessum tíma þar sem Alþingi er komið í sumarfríi. Þegar þing er starfandi eru ríkisstjórnarfundir yfirleitt haldnir á þriðjudögum og föstudögum. Flugumferðarstjórar hafa átt í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins frá því í október á síðasta ári. Samningaviðræður hafa gengið illa og hafa flugumferðarstjórar sett á yfirvinnubann þannig að ekki er hægt að manna vaktir komi til veikinda. Hefur yfirvinnubannið staðið yfir í tvo mánuði eða frá 6. apríl síðastliðnum. Á þeim tíma hefur næturumferð um Keflavíkurflugvöll legið niðri í fjórgang vegna veikinda vakthafandi flugumferðarstjóra. Samkvæmt heimildum Vísis ber talsvert enn á milli aðila í samningaviðræðunum. Samtök atvinnulífisins halda fast við kjör samkvæmt Salek-samkomulaginu en flugumferðarstjórar hafa aðrar hugmyndir. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, áætlar að um þrjú þúsund flug hafi þurft að breyta áætlunum sínum vegna kjaradeilunnar. Greint hefur verið frá því í að yfirvinnubann og veikindi flugumferðarstjóra hafi kostað flugfélögin sem fljúga yfir Atlantshaf á annan milljarð króna vegna meiri brennslu eldsneytis sem stafar af því að fara óhagkvæmari flugleiðir. Þá telja Samtök ferðaþjónustunnar óásættanlegt að ferðaþjónustunni og almannahagsmunum sé stefnt í voða með þeim aðstæðum sem yfirvinnubann flugumferðastjóra hefur skapað. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vill að flugumferðarstjórar „komi niður úr skýjunum“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir launakröfur flugumferðarstjóra óraunhæfar. 27. maí 2016 10:51 Meira en hinir Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur nú staðið yfir í tvo mánuði. Á þeim tíma hefur næturumferð um Leifsstöð legið niðri í fjórgang vegna "veikinda“ flugumferðarstjóra þar sem ekki fékkst fólk til afleysinga vegna yfirvinnubannsins. 8. júní 2016 08:00 Flugumferðarstjórar vilja meira en 25% Flugumferðarstjórn gæti flust frá Íslandi vegna tíðra launadeilna og krafna um hækkanir umfram aðra, segir framkvæmdastjóri SA. Heildarlaun flugumferðarstjóra nema um milljón að jafnaði. Hafa hafnað fjórðungshækkun á laun. 28. maí 2016 07:00 Tafir á Keflavíkurflugvelli í morgun vegna yfirvinnubanns Í sumum tilfellum þurftu farþegar að bíða allt að tvo tíma eftir að komast í flug sín. 5. júní 2016 12:23 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira
Ríkisstjórnin fundar nú í Stjórnarráðinu. Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Líklegt er að til umræðu sé hvort setja eigi bráðabirgðalög svo stöðva megi yfirvinnubann flugumferðarstjóra sem staðið hefur yfir frá 6. apríl. Fundurinn hófst klukkan ellefu en óeðlilegt er að ríkisstjórnin fundi á þessum tíma þar sem Alþingi er komið í sumarfríi. Þegar þing er starfandi eru ríkisstjórnarfundir yfirleitt haldnir á þriðjudögum og föstudögum. Flugumferðarstjórar hafa átt í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins frá því í október á síðasta ári. Samningaviðræður hafa gengið illa og hafa flugumferðarstjórar sett á yfirvinnubann þannig að ekki er hægt að manna vaktir komi til veikinda. Hefur yfirvinnubannið staðið yfir í tvo mánuði eða frá 6. apríl síðastliðnum. Á þeim tíma hefur næturumferð um Keflavíkurflugvöll legið niðri í fjórgang vegna veikinda vakthafandi flugumferðarstjóra. Samkvæmt heimildum Vísis ber talsvert enn á milli aðila í samningaviðræðunum. Samtök atvinnulífisins halda fast við kjör samkvæmt Salek-samkomulaginu en flugumferðarstjórar hafa aðrar hugmyndir. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, áætlar að um þrjú þúsund flug hafi þurft að breyta áætlunum sínum vegna kjaradeilunnar. Greint hefur verið frá því í að yfirvinnubann og veikindi flugumferðarstjóra hafi kostað flugfélögin sem fljúga yfir Atlantshaf á annan milljarð króna vegna meiri brennslu eldsneytis sem stafar af því að fara óhagkvæmari flugleiðir. Þá telja Samtök ferðaþjónustunnar óásættanlegt að ferðaþjónustunni og almannahagsmunum sé stefnt í voða með þeim aðstæðum sem yfirvinnubann flugumferðastjóra hefur skapað.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vill að flugumferðarstjórar „komi niður úr skýjunum“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir launakröfur flugumferðarstjóra óraunhæfar. 27. maí 2016 10:51 Meira en hinir Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur nú staðið yfir í tvo mánuði. Á þeim tíma hefur næturumferð um Leifsstöð legið niðri í fjórgang vegna "veikinda“ flugumferðarstjóra þar sem ekki fékkst fólk til afleysinga vegna yfirvinnubannsins. 8. júní 2016 08:00 Flugumferðarstjórar vilja meira en 25% Flugumferðarstjórn gæti flust frá Íslandi vegna tíðra launadeilna og krafna um hækkanir umfram aðra, segir framkvæmdastjóri SA. Heildarlaun flugumferðarstjóra nema um milljón að jafnaði. Hafa hafnað fjórðungshækkun á laun. 28. maí 2016 07:00 Tafir á Keflavíkurflugvelli í morgun vegna yfirvinnubanns Í sumum tilfellum þurftu farþegar að bíða allt að tvo tíma eftir að komast í flug sín. 5. júní 2016 12:23 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira
Vill að flugumferðarstjórar „komi niður úr skýjunum“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir launakröfur flugumferðarstjóra óraunhæfar. 27. maí 2016 10:51
Meira en hinir Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur nú staðið yfir í tvo mánuði. Á þeim tíma hefur næturumferð um Leifsstöð legið niðri í fjórgang vegna "veikinda“ flugumferðarstjóra þar sem ekki fékkst fólk til afleysinga vegna yfirvinnubannsins. 8. júní 2016 08:00
Flugumferðarstjórar vilja meira en 25% Flugumferðarstjórn gæti flust frá Íslandi vegna tíðra launadeilna og krafna um hækkanir umfram aðra, segir framkvæmdastjóri SA. Heildarlaun flugumferðarstjóra nema um milljón að jafnaði. Hafa hafnað fjórðungshækkun á laun. 28. maí 2016 07:00
Tafir á Keflavíkurflugvelli í morgun vegna yfirvinnubanns Í sumum tilfellum þurftu farþegar að bíða allt að tvo tíma eftir að komast í flug sín. 5. júní 2016 12:23