Katrín Hall ráðin til Gautaborgaróperunnar Bjarki Ármannsson skrifar 8. júní 2016 14:11 Katrín var listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins á árunum 1996 til 2012. Vísir/GVA Katrín Hall, áður listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins til margra ára, hefur verið ráðin listrænn stjórnandi dansflokks Gautaborgaróperunnar í Svíþjóð. Hún segir ráðninguna áskorun og að ögrandi verkefni bíði framundan. „Þetta er mjög virtur dansflokkur og einn af þeim leiðandi í Evrópu,“ segir Katrín. „Þannig að sannarlega er þetta mikill heiður fyrir mig. Það eru alls konar tilfinningar sem blandast saman: Heiður, eftirvænting, spenna og svo veit ég að þetta verður mjög krefjandi verkefni.“ Við Gautaborgaróperuna eru ár hvert settar upp óperur, tónleikar og danssýningar. Dansflokkurinn sem Katrín mun veita listræna stjórn telur 38 dansara. Þegar er búið að skipuleggja næsta leikár hjá óperunni og lýst Katrínu vel á verkin sem taka á fyrir. „Leikárið sem framundan er er mjög spennandi og fyrrverandi stjórnandi dansflokksins var mjög metnaðarfullur í sínu verkefnavali,“ segir hún. „Ég get hundrað prósent staðið á bak við allt sem verður sýnt næsta leikár og það með stolti. Þetta eru nánast sömu danshöfundar og ég hef verið að vinna með og verið í samtali við varðandi verkefni þegar ég var hjá Íslenska dansflokknum. Þannig að þetta er bara í beinu framhaldi af því.“ Katrín tekur við starfinu þann 1. ágúst næstkomandi og hefur gert samning til fjögurra ára. Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Katrín Hall, áður listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins til margra ára, hefur verið ráðin listrænn stjórnandi dansflokks Gautaborgaróperunnar í Svíþjóð. Hún segir ráðninguna áskorun og að ögrandi verkefni bíði framundan. „Þetta er mjög virtur dansflokkur og einn af þeim leiðandi í Evrópu,“ segir Katrín. „Þannig að sannarlega er þetta mikill heiður fyrir mig. Það eru alls konar tilfinningar sem blandast saman: Heiður, eftirvænting, spenna og svo veit ég að þetta verður mjög krefjandi verkefni.“ Við Gautaborgaróperuna eru ár hvert settar upp óperur, tónleikar og danssýningar. Dansflokkurinn sem Katrín mun veita listræna stjórn telur 38 dansara. Þegar er búið að skipuleggja næsta leikár hjá óperunni og lýst Katrínu vel á verkin sem taka á fyrir. „Leikárið sem framundan er er mjög spennandi og fyrrverandi stjórnandi dansflokksins var mjög metnaðarfullur í sínu verkefnavali,“ segir hún. „Ég get hundrað prósent staðið á bak við allt sem verður sýnt næsta leikár og það með stolti. Þetta eru nánast sömu danshöfundar og ég hef verið að vinna með og verið í samtali við varðandi verkefni þegar ég var hjá Íslenska dansflokknum. Þannig að þetta er bara í beinu framhaldi af því.“ Katrín tekur við starfinu þann 1. ágúst næstkomandi og hefur gert samning til fjögurra ára.
Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira