Norska leiðin farin á Íslandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2016 06:00 Axel Stefánsson er kominn heim frá Noregi og fær það vandasama verkefni að byggja aftur upp íslenska kvennalandsliðið í handbolta. vísir/Stefán Nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta var kynntur til leiks í gær. Sá heitir Axel og er Stefánsson, 45 ára gamall Akureyringur sem hefur verið búsettur í Noregi undanfarinn áratug. Axel tekur við starfinu af Ágústi Jóhannssyni sem hætti eftir undankeppni EM 2016 sem lauk um síðustu helgi. Axel, sem var góður markvörður á sínum tíma, skrifaði undir þriggja ára samning við en hann mun búa áfram í Noregi. Axel hefur unnið fyrir norska handknattleikssambandið frá 2010 og stýrt bæði yngri landsliðum Noregs í kvennaflokki sem og B-landsliðinu sem vann íslenska A-landsliðið í æfingaleikjum á síðasta ári. Þar starfaði Axel m.a. náið með Þóri Hergeirssyni sem hefur gert frábæra hluti með norska kvennalandsliðið á undanförnum árum. Noregur hefur verið í fremstu röð í kvennahandboltanum um langt árabil og HSÍ horfir til gömlu herraþjóðarinnar varðandi uppbyggingu á íslenska landsliðinu sem hefur verið í lægð undanfarin ár. En út á hvað gengur þessi norska leið sem HSÍ hefur ákveðið að fara? „Hún felst mikið í samstarfi við leikmenn og félögin. Við komum til með að setja upp ákveðin prógrömm fyrir leikmenn og því verður svo fylgt eftir. Við vitum að á endanum eru það alltaf leikmennirnir sem vinna vinnuna. Mitt hlutverk er að hjálpa þeim sem mest svo við náum okkar markmiðum,“ sagði Axel í samtali við Fréttablaðið í gær. Íslenska liðinu gekk illa í undankeppni EM 2016 og vann aðeins einn af sex leikjum sínum þar og tapaði tveimur síðustu leikjum sínum, gegn Frakklandi og Þýskalandi, með samtals 16 marka mun. Þrátt fyrir brösótt gengi að undanförnu sér Axel tækifæri í íslenskum kvennahandbolta. „Mér líka áskoranir og það sem ég hef séð. Það eru margir spennandi leikmenn í íslenska liðinu en það eru ákveðin atriði sem þarf að vinna með. Það eru tækifæri til að búa til gott lið,“ sagði Axel sem er ekki enn búinn að finna sér aðstoðarmann en segir að hann verði íslenskur. Eftir tapið fyrir Frakklandi í síðustu viku gagnrýndi landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir líkamlegt ásigkomulag íslensku leikmannanna og sagði að Ísland stæði bestu landsliðum heims langt að baki í þeim efnum. Axel segir að það þurfi að vinna meira í líkamlega þættinum hjá íslenskum leikmönnum og ætlar að gera bragarbót þar á. „Nú förum við í það að finna fólk til að gera mælingar á leikmönnum. En það mikilvægasta er að vinna þá vinnu sem þarf til að auka hlaupagetu og líkamsstyrk leikmanna. Kvennahandboltinn verður alltaf betri og betri í þeim efnum og það eru fleiri lið í heiminum sem eru betur þjálfuð,“ sagði Axel sem hyggst ræða við þá leikmenn sem hafa verið í landsliðinu að undanförnu til að heyra þeirra álit á málefnum liðsins. Ísland komst á þrjú stórmót í röð á árunum 2010-12 og Axel setur stefnuna á að komast þangað aftur. „HSÍ hefur það markmið að vera með lið á stórmótum í kvennaflokki og við vinnum út frá því. Efniviðurinn er til staðar. Ég sá mikið af leikjum í úrslitakeppninni og það voru margir skemmtilegir og fínir leikir. En það er klárt að við þurfum að skoða hversu mikið og hvernig við æfum,“ sagði Axel. Íslenski handboltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta var kynntur til leiks í gær. Sá heitir Axel og er Stefánsson, 45 ára gamall Akureyringur sem hefur verið búsettur í Noregi undanfarinn áratug. Axel tekur við starfinu af Ágústi Jóhannssyni sem hætti eftir undankeppni EM 2016 sem lauk um síðustu helgi. Axel, sem var góður markvörður á sínum tíma, skrifaði undir þriggja ára samning við en hann mun búa áfram í Noregi. Axel hefur unnið fyrir norska handknattleikssambandið frá 2010 og stýrt bæði yngri landsliðum Noregs í kvennaflokki sem og B-landsliðinu sem vann íslenska A-landsliðið í æfingaleikjum á síðasta ári. Þar starfaði Axel m.a. náið með Þóri Hergeirssyni sem hefur gert frábæra hluti með norska kvennalandsliðið á undanförnum árum. Noregur hefur verið í fremstu röð í kvennahandboltanum um langt árabil og HSÍ horfir til gömlu herraþjóðarinnar varðandi uppbyggingu á íslenska landsliðinu sem hefur verið í lægð undanfarin ár. En út á hvað gengur þessi norska leið sem HSÍ hefur ákveðið að fara? „Hún felst mikið í samstarfi við leikmenn og félögin. Við komum til með að setja upp ákveðin prógrömm fyrir leikmenn og því verður svo fylgt eftir. Við vitum að á endanum eru það alltaf leikmennirnir sem vinna vinnuna. Mitt hlutverk er að hjálpa þeim sem mest svo við náum okkar markmiðum,“ sagði Axel í samtali við Fréttablaðið í gær. Íslenska liðinu gekk illa í undankeppni EM 2016 og vann aðeins einn af sex leikjum sínum þar og tapaði tveimur síðustu leikjum sínum, gegn Frakklandi og Þýskalandi, með samtals 16 marka mun. Þrátt fyrir brösótt gengi að undanförnu sér Axel tækifæri í íslenskum kvennahandbolta. „Mér líka áskoranir og það sem ég hef séð. Það eru margir spennandi leikmenn í íslenska liðinu en það eru ákveðin atriði sem þarf að vinna með. Það eru tækifæri til að búa til gott lið,“ sagði Axel sem er ekki enn búinn að finna sér aðstoðarmann en segir að hann verði íslenskur. Eftir tapið fyrir Frakklandi í síðustu viku gagnrýndi landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir líkamlegt ásigkomulag íslensku leikmannanna og sagði að Ísland stæði bestu landsliðum heims langt að baki í þeim efnum. Axel segir að það þurfi að vinna meira í líkamlega þættinum hjá íslenskum leikmönnum og ætlar að gera bragarbót þar á. „Nú förum við í það að finna fólk til að gera mælingar á leikmönnum. En það mikilvægasta er að vinna þá vinnu sem þarf til að auka hlaupagetu og líkamsstyrk leikmanna. Kvennahandboltinn verður alltaf betri og betri í þeim efnum og það eru fleiri lið í heiminum sem eru betur þjálfuð,“ sagði Axel sem hyggst ræða við þá leikmenn sem hafa verið í landsliðinu að undanförnu til að heyra þeirra álit á málefnum liðsins. Ísland komst á þrjú stórmót í röð á árunum 2010-12 og Axel setur stefnuna á að komast þangað aftur. „HSÍ hefur það markmið að vera með lið á stórmótum í kvennaflokki og við vinnum út frá því. Efniviðurinn er til staðar. Ég sá mikið af leikjum í úrslitakeppninni og það voru margir skemmtilegir og fínir leikir. En það er klárt að við þurfum að skoða hversu mikið og hvernig við æfum,“ sagði Axel.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira