Norska leiðin farin á Íslandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2016 06:00 Axel Stefánsson er kominn heim frá Noregi og fær það vandasama verkefni að byggja aftur upp íslenska kvennalandsliðið í handbolta. vísir/Stefán Nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta var kynntur til leiks í gær. Sá heitir Axel og er Stefánsson, 45 ára gamall Akureyringur sem hefur verið búsettur í Noregi undanfarinn áratug. Axel tekur við starfinu af Ágústi Jóhannssyni sem hætti eftir undankeppni EM 2016 sem lauk um síðustu helgi. Axel, sem var góður markvörður á sínum tíma, skrifaði undir þriggja ára samning við en hann mun búa áfram í Noregi. Axel hefur unnið fyrir norska handknattleikssambandið frá 2010 og stýrt bæði yngri landsliðum Noregs í kvennaflokki sem og B-landsliðinu sem vann íslenska A-landsliðið í æfingaleikjum á síðasta ári. Þar starfaði Axel m.a. náið með Þóri Hergeirssyni sem hefur gert frábæra hluti með norska kvennalandsliðið á undanförnum árum. Noregur hefur verið í fremstu röð í kvennahandboltanum um langt árabil og HSÍ horfir til gömlu herraþjóðarinnar varðandi uppbyggingu á íslenska landsliðinu sem hefur verið í lægð undanfarin ár. En út á hvað gengur þessi norska leið sem HSÍ hefur ákveðið að fara? „Hún felst mikið í samstarfi við leikmenn og félögin. Við komum til með að setja upp ákveðin prógrömm fyrir leikmenn og því verður svo fylgt eftir. Við vitum að á endanum eru það alltaf leikmennirnir sem vinna vinnuna. Mitt hlutverk er að hjálpa þeim sem mest svo við náum okkar markmiðum,“ sagði Axel í samtali við Fréttablaðið í gær. Íslenska liðinu gekk illa í undankeppni EM 2016 og vann aðeins einn af sex leikjum sínum þar og tapaði tveimur síðustu leikjum sínum, gegn Frakklandi og Þýskalandi, með samtals 16 marka mun. Þrátt fyrir brösótt gengi að undanförnu sér Axel tækifæri í íslenskum kvennahandbolta. „Mér líka áskoranir og það sem ég hef séð. Það eru margir spennandi leikmenn í íslenska liðinu en það eru ákveðin atriði sem þarf að vinna með. Það eru tækifæri til að búa til gott lið,“ sagði Axel sem er ekki enn búinn að finna sér aðstoðarmann en segir að hann verði íslenskur. Eftir tapið fyrir Frakklandi í síðustu viku gagnrýndi landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir líkamlegt ásigkomulag íslensku leikmannanna og sagði að Ísland stæði bestu landsliðum heims langt að baki í þeim efnum. Axel segir að það þurfi að vinna meira í líkamlega þættinum hjá íslenskum leikmönnum og ætlar að gera bragarbót þar á. „Nú förum við í það að finna fólk til að gera mælingar á leikmönnum. En það mikilvægasta er að vinna þá vinnu sem þarf til að auka hlaupagetu og líkamsstyrk leikmanna. Kvennahandboltinn verður alltaf betri og betri í þeim efnum og það eru fleiri lið í heiminum sem eru betur þjálfuð,“ sagði Axel sem hyggst ræða við þá leikmenn sem hafa verið í landsliðinu að undanförnu til að heyra þeirra álit á málefnum liðsins. Ísland komst á þrjú stórmót í röð á árunum 2010-12 og Axel setur stefnuna á að komast þangað aftur. „HSÍ hefur það markmið að vera með lið á stórmótum í kvennaflokki og við vinnum út frá því. Efniviðurinn er til staðar. Ég sá mikið af leikjum í úrslitakeppninni og það voru margir skemmtilegir og fínir leikir. En það er klárt að við þurfum að skoða hversu mikið og hvernig við æfum,“ sagði Axel. Íslenski handboltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta var kynntur til leiks í gær. Sá heitir Axel og er Stefánsson, 45 ára gamall Akureyringur sem hefur verið búsettur í Noregi undanfarinn áratug. Axel tekur við starfinu af Ágústi Jóhannssyni sem hætti eftir undankeppni EM 2016 sem lauk um síðustu helgi. Axel, sem var góður markvörður á sínum tíma, skrifaði undir þriggja ára samning við en hann mun búa áfram í Noregi. Axel hefur unnið fyrir norska handknattleikssambandið frá 2010 og stýrt bæði yngri landsliðum Noregs í kvennaflokki sem og B-landsliðinu sem vann íslenska A-landsliðið í æfingaleikjum á síðasta ári. Þar starfaði Axel m.a. náið með Þóri Hergeirssyni sem hefur gert frábæra hluti með norska kvennalandsliðið á undanförnum árum. Noregur hefur verið í fremstu röð í kvennahandboltanum um langt árabil og HSÍ horfir til gömlu herraþjóðarinnar varðandi uppbyggingu á íslenska landsliðinu sem hefur verið í lægð undanfarin ár. En út á hvað gengur þessi norska leið sem HSÍ hefur ákveðið að fara? „Hún felst mikið í samstarfi við leikmenn og félögin. Við komum til með að setja upp ákveðin prógrömm fyrir leikmenn og því verður svo fylgt eftir. Við vitum að á endanum eru það alltaf leikmennirnir sem vinna vinnuna. Mitt hlutverk er að hjálpa þeim sem mest svo við náum okkar markmiðum,“ sagði Axel í samtali við Fréttablaðið í gær. Íslenska liðinu gekk illa í undankeppni EM 2016 og vann aðeins einn af sex leikjum sínum þar og tapaði tveimur síðustu leikjum sínum, gegn Frakklandi og Þýskalandi, með samtals 16 marka mun. Þrátt fyrir brösótt gengi að undanförnu sér Axel tækifæri í íslenskum kvennahandbolta. „Mér líka áskoranir og það sem ég hef séð. Það eru margir spennandi leikmenn í íslenska liðinu en það eru ákveðin atriði sem þarf að vinna með. Það eru tækifæri til að búa til gott lið,“ sagði Axel sem er ekki enn búinn að finna sér aðstoðarmann en segir að hann verði íslenskur. Eftir tapið fyrir Frakklandi í síðustu viku gagnrýndi landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir líkamlegt ásigkomulag íslensku leikmannanna og sagði að Ísland stæði bestu landsliðum heims langt að baki í þeim efnum. Axel segir að það þurfi að vinna meira í líkamlega þættinum hjá íslenskum leikmönnum og ætlar að gera bragarbót þar á. „Nú förum við í það að finna fólk til að gera mælingar á leikmönnum. En það mikilvægasta er að vinna þá vinnu sem þarf til að auka hlaupagetu og líkamsstyrk leikmanna. Kvennahandboltinn verður alltaf betri og betri í þeim efnum og það eru fleiri lið í heiminum sem eru betur þjálfuð,“ sagði Axel sem hyggst ræða við þá leikmenn sem hafa verið í landsliðinu að undanförnu til að heyra þeirra álit á málefnum liðsins. Ísland komst á þrjú stórmót í röð á árunum 2010-12 og Axel setur stefnuna á að komast þangað aftur. „HSÍ hefur það markmið að vera með lið á stórmótum í kvennaflokki og við vinnum út frá því. Efniviðurinn er til staðar. Ég sá mikið af leikjum í úrslitakeppninni og það voru margir skemmtilegir og fínir leikir. En það er klárt að við þurfum að skoða hversu mikið og hvernig við æfum,“ sagði Axel.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira