Hannes um EM: Draumurinn er að verja síðasta vítið í vítakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 08:00 Hannes Þór Halldórsson fagnar í landsleik á móti Grikkjum. Vísir/AFP Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, var allt annað en öruggur um að ná sér góðum fyrir Evrópumótið í Frakklandi en hann þurfti að bíða á milli vonar og ótta í nokkra mánuði til að sjá hvort hann næði að jafna sig af alvarlegum axlarmeiðslum. Hannes náði sér sem betur fer, fékk nýtt tækifæri hjá norska úrvalsdeildarliðinu Bodö/Glimt og spilaði sinn fyrsta landsleik í átta mánuði þegar Ísland vann 4-0 sigur á Liechtenstein. „Þetta var tvísýnna en fólk heldur og hefði getað farið á báða vegu," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu. Hann hélt hreinu á móti Liechtenstein eins og svo oft áður með landsliðinu. „Það var mikilvægt að fá þennan leik. Það var frábær tilfinning að standa aftur fyrir aftan liðið, syngja þjóðsönginn og auðvitað að halda hreinu, þó að andstæðingurinn hafi ekki verið sá sterkasti. Þetta var góð vítamínssprauta fyrir mig og fyrir liðið áður en mótið hefst í Frakklandi," sagði Hannes. „Reynslan hverfur ekkert og ég er í mjög góðu líkamlegu formi. Ég er búinn að spila fullt af leikjum núna síðustu tvo og hálfan mánuð, svo leikformið er líka í góðu lagi," sagði Hannes í fyrrnefndu viðtali. „Núna er þetta að skella á og allt orðið raunverulegra, þannig að það er bara mikil spenna og tilhlökkun hjá manni. Við erum öllu vanir og sjóaðir, þó að við höfum ekki farið á stórmót áður. Við erum reynt lið og flestir að spila á háu stigi, allir búnir að spila stóra landsleiki þar sem að mikið hefur verið undir og við að skrifa nýjar blaðsíður í fótboltasöguna. Það hefur verið mikil pressa í liðinu í þeim leikjum og við kunnum að höndla hana," sagði Hannes. Hann viðurkennir að hlakka mikið til fyrsta stórmótsins. "Maður hugar um þetta Evrópumót á hverjum degi, það er bara mismundandi um hvað maður hugsar," sagði Hannes en hver er draumurinn á EM í Frakklandi. „Auðvitað hugsar maður um allskonar draumaaðstæður, en það er líka hættulegt að hleypa sér of langt í einhverju svoleiðis. Það er ótrúlegt margt sem þarf að ganga upp til að villtustu draumar manns geti ræst. Við ætlum að gefa allt í þetta, njóta þess að vera þarna, og ég held að við verðum flottir í Frakklandi," sagði Hannes sem er klár í vítaspyrnukeppni komist íslenska liðið í útsláttarkeppnina. „Maður hefur alveg pælt í þessu öllu saman og það er kannski draumur hvers markvarðar að vinna leik með því að verja síðasta vítið í vítaspyrnukeppni. Ég upplifði það í fyrsta skiptið á ferlinum fyrir skömmu, þegar við í Bodö/Glimt fórum áfram í átta liða úrslit norska bikarsins. Það var virkileg ljúf tilfinning sem gaman væri að upplifa aftur," sagði Hannes í viðtalinu við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, var allt annað en öruggur um að ná sér góðum fyrir Evrópumótið í Frakklandi en hann þurfti að bíða á milli vonar og ótta í nokkra mánuði til að sjá hvort hann næði að jafna sig af alvarlegum axlarmeiðslum. Hannes náði sér sem betur fer, fékk nýtt tækifæri hjá norska úrvalsdeildarliðinu Bodö/Glimt og spilaði sinn fyrsta landsleik í átta mánuði þegar Ísland vann 4-0 sigur á Liechtenstein. „Þetta var tvísýnna en fólk heldur og hefði getað farið á báða vegu," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu. Hann hélt hreinu á móti Liechtenstein eins og svo oft áður með landsliðinu. „Það var mikilvægt að fá þennan leik. Það var frábær tilfinning að standa aftur fyrir aftan liðið, syngja þjóðsönginn og auðvitað að halda hreinu, þó að andstæðingurinn hafi ekki verið sá sterkasti. Þetta var góð vítamínssprauta fyrir mig og fyrir liðið áður en mótið hefst í Frakklandi," sagði Hannes. „Reynslan hverfur ekkert og ég er í mjög góðu líkamlegu formi. Ég er búinn að spila fullt af leikjum núna síðustu tvo og hálfan mánuð, svo leikformið er líka í góðu lagi," sagði Hannes í fyrrnefndu viðtali. „Núna er þetta að skella á og allt orðið raunverulegra, þannig að það er bara mikil spenna og tilhlökkun hjá manni. Við erum öllu vanir og sjóaðir, þó að við höfum ekki farið á stórmót áður. Við erum reynt lið og flestir að spila á háu stigi, allir búnir að spila stóra landsleiki þar sem að mikið hefur verið undir og við að skrifa nýjar blaðsíður í fótboltasöguna. Það hefur verið mikil pressa í liðinu í þeim leikjum og við kunnum að höndla hana," sagði Hannes. Hann viðurkennir að hlakka mikið til fyrsta stórmótsins. "Maður hugar um þetta Evrópumót á hverjum degi, það er bara mismundandi um hvað maður hugsar," sagði Hannes en hver er draumurinn á EM í Frakklandi. „Auðvitað hugsar maður um allskonar draumaaðstæður, en það er líka hættulegt að hleypa sér of langt í einhverju svoleiðis. Það er ótrúlegt margt sem þarf að ganga upp til að villtustu draumar manns geti ræst. Við ætlum að gefa allt í þetta, njóta þess að vera þarna, og ég held að við verðum flottir í Frakklandi," sagði Hannes sem er klár í vítaspyrnukeppni komist íslenska liðið í útsláttarkeppnina. „Maður hefur alveg pælt í þessu öllu saman og það er kannski draumur hvers markvarðar að vinna leik með því að verja síðasta vítið í vítaspyrnukeppni. Ég upplifði það í fyrsta skiptið á ferlinum fyrir skömmu, þegar við í Bodö/Glimt fórum áfram í átta liða úrslit norska bikarsins. Það var virkileg ljúf tilfinning sem gaman væri að upplifa aftur," sagði Hannes í viðtalinu við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sjá meira