Helvíti á Mars: Endurrisa Doom heppnaðist vel Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2016 09:30 Mars hefur orðið fyrir innrás djöfla frá helvíti og aðeins einn maður stendur í vegi þeirra. Doom er ekkert að flækja hlutina. Skjóttu allt sem hreyfist og haltu svo áfram. Það segir sitt um Doom að það er enginn sérstakur takki til að hlaupa hratt. Spilarar hlaupa alltaf hratt.Doom er endurgerð af hinum upprunalega Doom sem kom út árið 1993 og er frá sama fyrirtæki. Þó grafíkin hafi breyst töluvert í millitíðinni er margt við leikinn sem minnir á gamla tíma. Spilarar eru í hlutverki hermanns sem notar stórar og kraftmiklar byssur til að ganga frá djöflum og uppvakningum í massavís.Keðjusögin fræga er komin aftur sem og BFG byssan. Doom er stútfullur af vísunum í gömlu leikina, aðra leiki og kvikmyndir. Í stað þess að hægt sé að fara í skjól og safna lífi áður en haldið er áfram þarf að finna meira líf og armor. Þá fæst líf fyrir að drepa djöfla með svokölluðum Glory Kills. Það felur í sér að skjóta djöfulinn þar til hann missir jafnvægið, hlaupa að honum og ganga frá honum á mjög ofbeldisfullan hátt. Þannig eru spilarar hvattir til að taka sénsa þegar þeir eru að dauða komnir.Spilarar eru hvattir til þess að skoða hvern krók og kima í Doom þar sem kraftmiklar uppfærslur leynast víða og þær borga sig verulega þegar líður á leikinn. Það sem þetta gerir hins vegar er að draga úr hraða leiksins og oft á tíðum verja spilarar miklum tíma í að hlaupa um borð leiksins og leita að földum hlerum og öðrum leyndarmálum. Það sem gerir Doom skemmtilegan er einmitt áðurnefndur hraði og hasar. Því er skringilegt að framleiðendur leiksins leggi á sig að hægja á framför spilara. Grafík leiksins er mjög flott. Spilunin er einföld, hröð og skemmtileg og það er eitthvað lúmskt skemmtilegt við hve ofbeldisfullur og blóðugur þessi leikur er. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Mars hefur orðið fyrir innrás djöfla frá helvíti og aðeins einn maður stendur í vegi þeirra. Doom er ekkert að flækja hlutina. Skjóttu allt sem hreyfist og haltu svo áfram. Það segir sitt um Doom að það er enginn sérstakur takki til að hlaupa hratt. Spilarar hlaupa alltaf hratt.Doom er endurgerð af hinum upprunalega Doom sem kom út árið 1993 og er frá sama fyrirtæki. Þó grafíkin hafi breyst töluvert í millitíðinni er margt við leikinn sem minnir á gamla tíma. Spilarar eru í hlutverki hermanns sem notar stórar og kraftmiklar byssur til að ganga frá djöflum og uppvakningum í massavís.Keðjusögin fræga er komin aftur sem og BFG byssan. Doom er stútfullur af vísunum í gömlu leikina, aðra leiki og kvikmyndir. Í stað þess að hægt sé að fara í skjól og safna lífi áður en haldið er áfram þarf að finna meira líf og armor. Þá fæst líf fyrir að drepa djöfla með svokölluðum Glory Kills. Það felur í sér að skjóta djöfulinn þar til hann missir jafnvægið, hlaupa að honum og ganga frá honum á mjög ofbeldisfullan hátt. Þannig eru spilarar hvattir til að taka sénsa þegar þeir eru að dauða komnir.Spilarar eru hvattir til þess að skoða hvern krók og kima í Doom þar sem kraftmiklar uppfærslur leynast víða og þær borga sig verulega þegar líður á leikinn. Það sem þetta gerir hins vegar er að draga úr hraða leiksins og oft á tíðum verja spilarar miklum tíma í að hlaupa um borð leiksins og leita að földum hlerum og öðrum leyndarmálum. Það sem gerir Doom skemmtilegan er einmitt áðurnefndur hraði og hasar. Því er skringilegt að framleiðendur leiksins leggi á sig að hægja á framför spilara. Grafík leiksins er mjög flott. Spilunin er einföld, hröð og skemmtileg og það er eitthvað lúmskt skemmtilegt við hve ofbeldisfullur og blóðugur þessi leikur er.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun