Helvíti á Mars: Endurrisa Doom heppnaðist vel Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2016 09:30 Mars hefur orðið fyrir innrás djöfla frá helvíti og aðeins einn maður stendur í vegi þeirra. Doom er ekkert að flækja hlutina. Skjóttu allt sem hreyfist og haltu svo áfram. Það segir sitt um Doom að það er enginn sérstakur takki til að hlaupa hratt. Spilarar hlaupa alltaf hratt.Doom er endurgerð af hinum upprunalega Doom sem kom út árið 1993 og er frá sama fyrirtæki. Þó grafíkin hafi breyst töluvert í millitíðinni er margt við leikinn sem minnir á gamla tíma. Spilarar eru í hlutverki hermanns sem notar stórar og kraftmiklar byssur til að ganga frá djöflum og uppvakningum í massavís.Keðjusögin fræga er komin aftur sem og BFG byssan. Doom er stútfullur af vísunum í gömlu leikina, aðra leiki og kvikmyndir. Í stað þess að hægt sé að fara í skjól og safna lífi áður en haldið er áfram þarf að finna meira líf og armor. Þá fæst líf fyrir að drepa djöfla með svokölluðum Glory Kills. Það felur í sér að skjóta djöfulinn þar til hann missir jafnvægið, hlaupa að honum og ganga frá honum á mjög ofbeldisfullan hátt. Þannig eru spilarar hvattir til að taka sénsa þegar þeir eru að dauða komnir.Spilarar eru hvattir til þess að skoða hvern krók og kima í Doom þar sem kraftmiklar uppfærslur leynast víða og þær borga sig verulega þegar líður á leikinn. Það sem þetta gerir hins vegar er að draga úr hraða leiksins og oft á tíðum verja spilarar miklum tíma í að hlaupa um borð leiksins og leita að földum hlerum og öðrum leyndarmálum. Það sem gerir Doom skemmtilegan er einmitt áðurnefndur hraði og hasar. Því er skringilegt að framleiðendur leiksins leggi á sig að hægja á framför spilara. Grafík leiksins er mjög flott. Spilunin er einföld, hröð og skemmtileg og það er eitthvað lúmskt skemmtilegt við hve ofbeldisfullur og blóðugur þessi leikur er. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Mars hefur orðið fyrir innrás djöfla frá helvíti og aðeins einn maður stendur í vegi þeirra. Doom er ekkert að flækja hlutina. Skjóttu allt sem hreyfist og haltu svo áfram. Það segir sitt um Doom að það er enginn sérstakur takki til að hlaupa hratt. Spilarar hlaupa alltaf hratt.Doom er endurgerð af hinum upprunalega Doom sem kom út árið 1993 og er frá sama fyrirtæki. Þó grafíkin hafi breyst töluvert í millitíðinni er margt við leikinn sem minnir á gamla tíma. Spilarar eru í hlutverki hermanns sem notar stórar og kraftmiklar byssur til að ganga frá djöflum og uppvakningum í massavís.Keðjusögin fræga er komin aftur sem og BFG byssan. Doom er stútfullur af vísunum í gömlu leikina, aðra leiki og kvikmyndir. Í stað þess að hægt sé að fara í skjól og safna lífi áður en haldið er áfram þarf að finna meira líf og armor. Þá fæst líf fyrir að drepa djöfla með svokölluðum Glory Kills. Það felur í sér að skjóta djöfulinn þar til hann missir jafnvægið, hlaupa að honum og ganga frá honum á mjög ofbeldisfullan hátt. Þannig eru spilarar hvattir til að taka sénsa þegar þeir eru að dauða komnir.Spilarar eru hvattir til þess að skoða hvern krók og kima í Doom þar sem kraftmiklar uppfærslur leynast víða og þær borga sig verulega þegar líður á leikinn. Það sem þetta gerir hins vegar er að draga úr hraða leiksins og oft á tíðum verja spilarar miklum tíma í að hlaupa um borð leiksins og leita að földum hlerum og öðrum leyndarmálum. Það sem gerir Doom skemmtilegan er einmitt áðurnefndur hraði og hasar. Því er skringilegt að framleiðendur leiksins leggi á sig að hægja á framför spilara. Grafík leiksins er mjög flott. Spilunin er einföld, hröð og skemmtileg og það er eitthvað lúmskt skemmtilegt við hve ofbeldisfullur og blóðugur þessi leikur er.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög