Gylfi: Algjör skandall fyrir Portúgal ef þeir tapa stigum á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 12:00 „Það væri fínt að vinna einhverja leiki," segir Gylfi Þór Sigurðsson aðspurður um hvað hann vilji sjá íslenska landsliðið gera á Evrópumótinu í Frakklandi. EM hefst á morgun en fyrsti leikur Íslands er á þriðjudaginn kemur. „Auðvitað er þetta erfiður riðill og við byrjum á mjög erfiðum leik á móti Portúgal. Það er þannig séð engin pressa á okkur í fyrsta leik sem gæti nýst okkur. Það yrði algjör skandall ef Portúgal myndi tapa einhverjum stigum í þeim leik," segir Gylfi í viðtali sem Knattspyrnusamband Íslands setti inn á Youtube-rásina sína. „Við þurfum að verjast mjög vel á móti Portúgal og gera sömu hluti og við gerðum í undankeppninni," segir Gylfi en hvað með alla þessa umræðu um hversu fámenn þjóð við erum? „Það eru jafnmargir inn á vellinum þegar við spilum á þriðjudaginn en við þurfum að spila mjög vel, berjast fyrir hvern annan og vonast til að ná í stig," segir Gylfi. Hvernig portúgölsku liði er Ísland að fara að mæta í fyrsta leiknum á Evrópumótinu í Frakklandi? „Við erum að fara að mæta frábæru sóknarliði eins og sást í leiknum í gær á móti Eistlandi. Þeir eru með frábæra einstaklinga sem geta skorað mörk upp úr engu. Það er skemmtilegt að horfa á þá því þeir eru tæknilega mjög góðir og spila boltanum vel á milli sín," segir Gylfi en bætir við: „Þeir eru nokkuð þéttir varnarlega síðan að þeir skiptu um þjálfara. Þetta verður því erfiður leikur en við höfum sýnt það á móti góðu liðunum að við erum meira en nógu góðir til að spila á móti þeim," segir Gylfi. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Gylfa í myndbandinu hér fyrir neðan.9juni Gylfi Thor Sigurdsson EM 2016: https://t.co/dXg1QPVBDj frá @YouTube— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 9, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Sjá meira
„Það væri fínt að vinna einhverja leiki," segir Gylfi Þór Sigurðsson aðspurður um hvað hann vilji sjá íslenska landsliðið gera á Evrópumótinu í Frakklandi. EM hefst á morgun en fyrsti leikur Íslands er á þriðjudaginn kemur. „Auðvitað er þetta erfiður riðill og við byrjum á mjög erfiðum leik á móti Portúgal. Það er þannig séð engin pressa á okkur í fyrsta leik sem gæti nýst okkur. Það yrði algjör skandall ef Portúgal myndi tapa einhverjum stigum í þeim leik," segir Gylfi í viðtali sem Knattspyrnusamband Íslands setti inn á Youtube-rásina sína. „Við þurfum að verjast mjög vel á móti Portúgal og gera sömu hluti og við gerðum í undankeppninni," segir Gylfi en hvað með alla þessa umræðu um hversu fámenn þjóð við erum? „Það eru jafnmargir inn á vellinum þegar við spilum á þriðjudaginn en við þurfum að spila mjög vel, berjast fyrir hvern annan og vonast til að ná í stig," segir Gylfi. Hvernig portúgölsku liði er Ísland að fara að mæta í fyrsta leiknum á Evrópumótinu í Frakklandi? „Við erum að fara að mæta frábæru sóknarliði eins og sást í leiknum í gær á móti Eistlandi. Þeir eru með frábæra einstaklinga sem geta skorað mörk upp úr engu. Það er skemmtilegt að horfa á þá því þeir eru tæknilega mjög góðir og spila boltanum vel á milli sín," segir Gylfi en bætir við: „Þeir eru nokkuð þéttir varnarlega síðan að þeir skiptu um þjálfara. Þetta verður því erfiður leikur en við höfum sýnt það á móti góðu liðunum að við erum meira en nógu góðir til að spila á móti þeim," segir Gylfi. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Gylfa í myndbandinu hér fyrir neðan.9juni Gylfi Thor Sigurdsson EM 2016: https://t.co/dXg1QPVBDj frá @YouTube— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 9, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Sjá meira