Aðgerðarleysi borgarinnar gagnvart óleyfisframkvæmdum Hrafns „afar ámælisvert“: „Vart hægt að ætlast til að borgararnir fari að lögum geri stjórnvöld það ekki“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2016 11:57 Aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar er harðlega gagnrýnt í áliti umboðsmanns borgarbúa. Umboðsmaður borgarbúa er mjög harðorður í garð borgaryfirvalda í áliti sínu varðandi óleyfisframkvæmdir Hrafns Gunnlaugssonar á og við lóð sína á Laugarnestanga. Hann segir að borginni beri að framfylgja ákvörðunum sínum um fjarlægingu þeirra bygginga sem Hrafn hefur látið þar reisa í óleyfi og erfitt sé að sjá á hverju Reykjavíkurborg byggi aðgerðaleysi sitt. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns sem Vísir hefur undir höndum. Umboðsmaður tók málið til könnunar eftir kvörtun frá borgarbúa. Telur umboðsmaður það „afar ámælisvert“ að umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hafi ekki framfylgt ákvörðunum borgarinnar um að fjarlægja skyldi byggingar sem Hrafn lét reisa á lóð sinni að Laugarnestanga nr. 65.Langt utan við mörk lóðar Hrafns Gunnlaugssonar hefur hann reist bátaskýli í fjöruborðinu.Vísir/DaníelBorgin hefur glímt við Hrafn í 20 ár Forsaga málsins er sú að allt frá árinu 1997 hefur borgin glímt við Hrafn og umsvif hans innan og utan lóðar við Laugarnestanga 65. Í kjölfar þess að í ljós kom að Hrafn hafði í leyfisleysi komið upp eins konar bátaskýli í fjöruborðinu framan við lóð sína og húskofa inn á lóðinni samþykkti skipulagsráð vorið 2010 að þau mannvirki yrðu að hverfa. Um þetta sama leyti var gæsatjörn og -hólar ofan við hús Hrafns jafnaðir út. Hrafni var gefinn frestur til andmæla og til þess að fjarlægja byggingarnar sjálfur. Að öðru kosti myndi borgin láta ryðja þeim burt og senda Hrafni síðan reikninginn. Þrátt fyrir þessa ákvörðun og viðvaranir hefur ekkert gerst í málinu, sex árum síðar. Að mati umboðsmanns fæst ekki séð á hvaða grundvelli umhverfis- og skipulagssvið hafi byggt aðgerðarleysi sitt gagnvart Hrafni. Borginni beri skylda til að láta fjarlægja byggingarnar. „Er sá grundvöllur, sem umhverfis- og skipulagssvið hefur byggt aðgerðaleysi sitt í málum varðandi lóðahafa, vandséður,“ segir umboðsmaður. „Ekki verður séð að færð hafi verið fram hlutlæg og málefnanleg sjónarmið sem réttlæta aðra meðferð í máli sem þessu en í öðrum sambærilegum málum.Hrafn Gunnlaugsson.Borginni ber að framfylgja ákvörðun sinni um fjarlægingu á óleyfisframkvæmdum Umboðsmaður segir það ljóst, miðað við gildandi lög og fyrirliggjandi ákvarðanir Reykjavíkurborgar, að „umhverfis- og skipulagssviði bar, og ber enn, að framfylgja þeim ákvörðunum sem það tók endurtekið um stöðvanir framkvæmda, hreinsun lóðar og niðurrif óleyfisframkvæmda að Laugarnesi.“ Vandar umboðsmaður borgaryfirvöldum ekki kveðjurnar. Bendir hann á í sambærilegum tilvikum hafi Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar „gengið mun harðar fram á grundvelli sömu lagaheimilda og hér um ræðir,“ líkt og segir í álitinu.Fjallað var um málið í Fréttablaðinu árið 2013. Þar kom fram að litið væri til þess innan borgarkerfisins að margir teldu lítinn skaða af framkvæmdum Hrafns sem þess utan drægi til sín fjölda áhugasamra gesta. Umboðsmaður borgarbúa gefur lítið fyrir þessa röksemd og bendir á að borgarbúar verði að geta treyst á að Reykjavíkurborg fari að lögum í aðgerðum sínum og að geðþótti ráði ekki ákvörðunum. „Þetta traust er nauðsynlegt í lýðræðisþjóðfélagi enda vart hægt að ætlast til þess að borgarnir fari að lögum geri stjórnvöld það ekki. Í þessu samhengi skiptir því miklu máli að hinn almenni borgar upplifi framkvæmdina ekki þannig að stjórnsýsluvaldi sé beitt af geðþótta enda eigi hann væntingar til þess að stjórnvöld bregðist við í samræmi við lög og stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru og að þeim verði framfylgt,“ segir í áliti umboðsmanns. Ekki náðist í Hrafn Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar. Málið og álit umboðsmanns er til skoðunar innna borgarkerfisins. Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira
Umboðsmaður borgarbúa er mjög harðorður í garð borgaryfirvalda í áliti sínu varðandi óleyfisframkvæmdir Hrafns Gunnlaugssonar á og við lóð sína á Laugarnestanga. Hann segir að borginni beri að framfylgja ákvörðunum sínum um fjarlægingu þeirra bygginga sem Hrafn hefur látið þar reisa í óleyfi og erfitt sé að sjá á hverju Reykjavíkurborg byggi aðgerðaleysi sitt. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns sem Vísir hefur undir höndum. Umboðsmaður tók málið til könnunar eftir kvörtun frá borgarbúa. Telur umboðsmaður það „afar ámælisvert“ að umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hafi ekki framfylgt ákvörðunum borgarinnar um að fjarlægja skyldi byggingar sem Hrafn lét reisa á lóð sinni að Laugarnestanga nr. 65.Langt utan við mörk lóðar Hrafns Gunnlaugssonar hefur hann reist bátaskýli í fjöruborðinu.Vísir/DaníelBorgin hefur glímt við Hrafn í 20 ár Forsaga málsins er sú að allt frá árinu 1997 hefur borgin glímt við Hrafn og umsvif hans innan og utan lóðar við Laugarnestanga 65. Í kjölfar þess að í ljós kom að Hrafn hafði í leyfisleysi komið upp eins konar bátaskýli í fjöruborðinu framan við lóð sína og húskofa inn á lóðinni samþykkti skipulagsráð vorið 2010 að þau mannvirki yrðu að hverfa. Um þetta sama leyti var gæsatjörn og -hólar ofan við hús Hrafns jafnaðir út. Hrafni var gefinn frestur til andmæla og til þess að fjarlægja byggingarnar sjálfur. Að öðru kosti myndi borgin láta ryðja þeim burt og senda Hrafni síðan reikninginn. Þrátt fyrir þessa ákvörðun og viðvaranir hefur ekkert gerst í málinu, sex árum síðar. Að mati umboðsmanns fæst ekki séð á hvaða grundvelli umhverfis- og skipulagssvið hafi byggt aðgerðarleysi sitt gagnvart Hrafni. Borginni beri skylda til að láta fjarlægja byggingarnar. „Er sá grundvöllur, sem umhverfis- og skipulagssvið hefur byggt aðgerðaleysi sitt í málum varðandi lóðahafa, vandséður,“ segir umboðsmaður. „Ekki verður séð að færð hafi verið fram hlutlæg og málefnanleg sjónarmið sem réttlæta aðra meðferð í máli sem þessu en í öðrum sambærilegum málum.Hrafn Gunnlaugsson.Borginni ber að framfylgja ákvörðun sinni um fjarlægingu á óleyfisframkvæmdum Umboðsmaður segir það ljóst, miðað við gildandi lög og fyrirliggjandi ákvarðanir Reykjavíkurborgar, að „umhverfis- og skipulagssviði bar, og ber enn, að framfylgja þeim ákvörðunum sem það tók endurtekið um stöðvanir framkvæmda, hreinsun lóðar og niðurrif óleyfisframkvæmda að Laugarnesi.“ Vandar umboðsmaður borgaryfirvöldum ekki kveðjurnar. Bendir hann á í sambærilegum tilvikum hafi Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar „gengið mun harðar fram á grundvelli sömu lagaheimilda og hér um ræðir,“ líkt og segir í álitinu.Fjallað var um málið í Fréttablaðinu árið 2013. Þar kom fram að litið væri til þess innan borgarkerfisins að margir teldu lítinn skaða af framkvæmdum Hrafns sem þess utan drægi til sín fjölda áhugasamra gesta. Umboðsmaður borgarbúa gefur lítið fyrir þessa röksemd og bendir á að borgarbúar verði að geta treyst á að Reykjavíkurborg fari að lögum í aðgerðum sínum og að geðþótti ráði ekki ákvörðunum. „Þetta traust er nauðsynlegt í lýðræðisþjóðfélagi enda vart hægt að ætlast til þess að borgarnir fari að lögum geri stjórnvöld það ekki. Í þessu samhengi skiptir því miklu máli að hinn almenni borgar upplifi framkvæmdina ekki þannig að stjórnsýsluvaldi sé beitt af geðþótta enda eigi hann væntingar til þess að stjórnvöld bregðist við í samræmi við lög og stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru og að þeim verði framfylgt,“ segir í áliti umboðsmanns. Ekki náðist í Hrafn Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar. Málið og álit umboðsmanns er til skoðunar innna borgarkerfisins.
Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira