Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. júní 2016 18:45 Bernie Sanders hét því eftir fund sinn með forsetanum Barack Obama að vinna með Hillary Clinton til þess að sigra Donald Trump í kosningunum í nóvember. Sanders bauð sig fram í að verða forsetaefni Demókrata á móti Hillary Clinton en hún hefur nú tryggt sér nægan fjölda fulltrúa til þess að verða réttkjörinn forsetaframbjóðandi fyrir Demókrata. Þrátt fyrir þetta ætlar Sanders ekki að hætta baráttunni ennþá. Næst verða kosningar í Washington DC og stefnir Sanders alla leið í þeim. Sanders og Obama, sem kemur einnig úr röðum Demókrata, funduðu í klukkustund og eftir fundinn veitti Sanders viðtal. Þar sagðist hann ætla að vinna af öllum mætti með Demókrötum til þess að sigra Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikana. Hann sagði að það yrði hörmulegt ef Trump yrði forseti. „Ég hlakka til að hitta Clinton bráðlega og skoða hvernig við getum unnið saman að því að sigra Donald Trump og skapa ríkisstjórn sem mun standa fyrir okkur öll en ekki bara efsta prósentið,“ sagði Sanders. Sanders þakkaði bæði Obama og varaforsetanum Joe Biden fyrir að sýna hlutleysi í forkosningunum. „Þeir sögðu í upphafi að þeir myndu ekki leggja þumal sinn á vogarskálarnar og þeir stóðu við þau orð sín. Ég kann mikið að meta það,“ sagði Sanders. Hann sagðist jafnframt búast við því að það yrði mjótt á munum í kosningum meðal Demókrata í Washington DC. Hann sagði fyrir þremur dögum þegar ljóst var orðið að Clinton væri kominn með tilskilinn fjölda fulltrúa að hann hyggðist ekki hætta fyrr en í fulla hnefana. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton hrósar Sanders fyrir baráttuna Tryggði sér útnefningu Demókrataflokksins í forkosningum á þriðjudag. Segir Donald Trump ekkert erindi eiga í forsetaembættið. 9. júní 2016 06:00 Clinton tryggir sér sigurinn Í gær munaði mest um forkosningar flokksins í Kaliforníu, þar sem Clinton var spáð frekar naumum sigri. 8. júní 2016 06:00 Bernie Sanders berst áfram fyrir útnefningu Forkosningaslagnum í Bandaríkjunum er næstum lokið. Síðasti stóri kosningadagurinn er í dag. Sanders á varla neinn raunhæfan möguleika á sigri, en lætur það ekki á sig fá. Clinton er farin að beina spjótum sínum meira að Trump. 7. júní 2016 06:00 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira
Bernie Sanders hét því eftir fund sinn með forsetanum Barack Obama að vinna með Hillary Clinton til þess að sigra Donald Trump í kosningunum í nóvember. Sanders bauð sig fram í að verða forsetaefni Demókrata á móti Hillary Clinton en hún hefur nú tryggt sér nægan fjölda fulltrúa til þess að verða réttkjörinn forsetaframbjóðandi fyrir Demókrata. Þrátt fyrir þetta ætlar Sanders ekki að hætta baráttunni ennþá. Næst verða kosningar í Washington DC og stefnir Sanders alla leið í þeim. Sanders og Obama, sem kemur einnig úr röðum Demókrata, funduðu í klukkustund og eftir fundinn veitti Sanders viðtal. Þar sagðist hann ætla að vinna af öllum mætti með Demókrötum til þess að sigra Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikana. Hann sagði að það yrði hörmulegt ef Trump yrði forseti. „Ég hlakka til að hitta Clinton bráðlega og skoða hvernig við getum unnið saman að því að sigra Donald Trump og skapa ríkisstjórn sem mun standa fyrir okkur öll en ekki bara efsta prósentið,“ sagði Sanders. Sanders þakkaði bæði Obama og varaforsetanum Joe Biden fyrir að sýna hlutleysi í forkosningunum. „Þeir sögðu í upphafi að þeir myndu ekki leggja þumal sinn á vogarskálarnar og þeir stóðu við þau orð sín. Ég kann mikið að meta það,“ sagði Sanders. Hann sagðist jafnframt búast við því að það yrði mjótt á munum í kosningum meðal Demókrata í Washington DC. Hann sagði fyrir þremur dögum þegar ljóst var orðið að Clinton væri kominn með tilskilinn fjölda fulltrúa að hann hyggðist ekki hætta fyrr en í fulla hnefana.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton hrósar Sanders fyrir baráttuna Tryggði sér útnefningu Demókrataflokksins í forkosningum á þriðjudag. Segir Donald Trump ekkert erindi eiga í forsetaembættið. 9. júní 2016 06:00 Clinton tryggir sér sigurinn Í gær munaði mest um forkosningar flokksins í Kaliforníu, þar sem Clinton var spáð frekar naumum sigri. 8. júní 2016 06:00 Bernie Sanders berst áfram fyrir útnefningu Forkosningaslagnum í Bandaríkjunum er næstum lokið. Síðasti stóri kosningadagurinn er í dag. Sanders á varla neinn raunhæfan möguleika á sigri, en lætur það ekki á sig fá. Clinton er farin að beina spjótum sínum meira að Trump. 7. júní 2016 06:00 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira
Clinton hrósar Sanders fyrir baráttuna Tryggði sér útnefningu Demókrataflokksins í forkosningum á þriðjudag. Segir Donald Trump ekkert erindi eiga í forsetaembættið. 9. júní 2016 06:00
Clinton tryggir sér sigurinn Í gær munaði mest um forkosningar flokksins í Kaliforníu, þar sem Clinton var spáð frekar naumum sigri. 8. júní 2016 06:00
Bernie Sanders berst áfram fyrir útnefningu Forkosningaslagnum í Bandaríkjunum er næstum lokið. Síðasti stóri kosningadagurinn er í dag. Sanders á varla neinn raunhæfan möguleika á sigri, en lætur það ekki á sig fá. Clinton er farin að beina spjótum sínum meira að Trump. 7. júní 2016 06:00