Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. júní 2016 18:45 Bernie Sanders hét því eftir fund sinn með forsetanum Barack Obama að vinna með Hillary Clinton til þess að sigra Donald Trump í kosningunum í nóvember. Sanders bauð sig fram í að verða forsetaefni Demókrata á móti Hillary Clinton en hún hefur nú tryggt sér nægan fjölda fulltrúa til þess að verða réttkjörinn forsetaframbjóðandi fyrir Demókrata. Þrátt fyrir þetta ætlar Sanders ekki að hætta baráttunni ennþá. Næst verða kosningar í Washington DC og stefnir Sanders alla leið í þeim. Sanders og Obama, sem kemur einnig úr röðum Demókrata, funduðu í klukkustund og eftir fundinn veitti Sanders viðtal. Þar sagðist hann ætla að vinna af öllum mætti með Demókrötum til þess að sigra Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikana. Hann sagði að það yrði hörmulegt ef Trump yrði forseti. „Ég hlakka til að hitta Clinton bráðlega og skoða hvernig við getum unnið saman að því að sigra Donald Trump og skapa ríkisstjórn sem mun standa fyrir okkur öll en ekki bara efsta prósentið,“ sagði Sanders. Sanders þakkaði bæði Obama og varaforsetanum Joe Biden fyrir að sýna hlutleysi í forkosningunum. „Þeir sögðu í upphafi að þeir myndu ekki leggja þumal sinn á vogarskálarnar og þeir stóðu við þau orð sín. Ég kann mikið að meta það,“ sagði Sanders. Hann sagðist jafnframt búast við því að það yrði mjótt á munum í kosningum meðal Demókrata í Washington DC. Hann sagði fyrir þremur dögum þegar ljóst var orðið að Clinton væri kominn með tilskilinn fjölda fulltrúa að hann hyggðist ekki hætta fyrr en í fulla hnefana. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton hrósar Sanders fyrir baráttuna Tryggði sér útnefningu Demókrataflokksins í forkosningum á þriðjudag. Segir Donald Trump ekkert erindi eiga í forsetaembættið. 9. júní 2016 06:00 Clinton tryggir sér sigurinn Í gær munaði mest um forkosningar flokksins í Kaliforníu, þar sem Clinton var spáð frekar naumum sigri. 8. júní 2016 06:00 Bernie Sanders berst áfram fyrir útnefningu Forkosningaslagnum í Bandaríkjunum er næstum lokið. Síðasti stóri kosningadagurinn er í dag. Sanders á varla neinn raunhæfan möguleika á sigri, en lætur það ekki á sig fá. Clinton er farin að beina spjótum sínum meira að Trump. 7. júní 2016 06:00 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Sjá meira
Bernie Sanders hét því eftir fund sinn með forsetanum Barack Obama að vinna með Hillary Clinton til þess að sigra Donald Trump í kosningunum í nóvember. Sanders bauð sig fram í að verða forsetaefni Demókrata á móti Hillary Clinton en hún hefur nú tryggt sér nægan fjölda fulltrúa til þess að verða réttkjörinn forsetaframbjóðandi fyrir Demókrata. Þrátt fyrir þetta ætlar Sanders ekki að hætta baráttunni ennþá. Næst verða kosningar í Washington DC og stefnir Sanders alla leið í þeim. Sanders og Obama, sem kemur einnig úr röðum Demókrata, funduðu í klukkustund og eftir fundinn veitti Sanders viðtal. Þar sagðist hann ætla að vinna af öllum mætti með Demókrötum til þess að sigra Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikana. Hann sagði að það yrði hörmulegt ef Trump yrði forseti. „Ég hlakka til að hitta Clinton bráðlega og skoða hvernig við getum unnið saman að því að sigra Donald Trump og skapa ríkisstjórn sem mun standa fyrir okkur öll en ekki bara efsta prósentið,“ sagði Sanders. Sanders þakkaði bæði Obama og varaforsetanum Joe Biden fyrir að sýna hlutleysi í forkosningunum. „Þeir sögðu í upphafi að þeir myndu ekki leggja þumal sinn á vogarskálarnar og þeir stóðu við þau orð sín. Ég kann mikið að meta það,“ sagði Sanders. Hann sagðist jafnframt búast við því að það yrði mjótt á munum í kosningum meðal Demókrata í Washington DC. Hann sagði fyrir þremur dögum þegar ljóst var orðið að Clinton væri kominn með tilskilinn fjölda fulltrúa að hann hyggðist ekki hætta fyrr en í fulla hnefana.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton hrósar Sanders fyrir baráttuna Tryggði sér útnefningu Demókrataflokksins í forkosningum á þriðjudag. Segir Donald Trump ekkert erindi eiga í forsetaembættið. 9. júní 2016 06:00 Clinton tryggir sér sigurinn Í gær munaði mest um forkosningar flokksins í Kaliforníu, þar sem Clinton var spáð frekar naumum sigri. 8. júní 2016 06:00 Bernie Sanders berst áfram fyrir útnefningu Forkosningaslagnum í Bandaríkjunum er næstum lokið. Síðasti stóri kosningadagurinn er í dag. Sanders á varla neinn raunhæfan möguleika á sigri, en lætur það ekki á sig fá. Clinton er farin að beina spjótum sínum meira að Trump. 7. júní 2016 06:00 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Sjá meira
Clinton hrósar Sanders fyrir baráttuna Tryggði sér útnefningu Demókrataflokksins í forkosningum á þriðjudag. Segir Donald Trump ekkert erindi eiga í forsetaembættið. 9. júní 2016 06:00
Clinton tryggir sér sigurinn Í gær munaði mest um forkosningar flokksins í Kaliforníu, þar sem Clinton var spáð frekar naumum sigri. 8. júní 2016 06:00
Bernie Sanders berst áfram fyrir útnefningu Forkosningaslagnum í Bandaríkjunum er næstum lokið. Síðasti stóri kosningadagurinn er í dag. Sanders á varla neinn raunhæfan möguleika á sigri, en lætur það ekki á sig fá. Clinton er farin að beina spjótum sínum meira að Trump. 7. júní 2016 06:00