Fyrirheit um fríar máltíðir Ívar Halldórsson skrifar 30. maí 2016 12:58 Ég ætlaði að skrifa grein um allt annað. En þegar ég sat enn einu sinni svangur uppi með aðeins hluta af matnum í grunsamlega léttum (eftir á að hyggja) "take-away" pokanum, sem ég pantaði frá matsölustað, breyttist sú áætlun fljótt. Ég og fjölskyldan pöntum oft mat til að taka með okkur heim. Stundum á helgarkvöldi langar okkur í góðan skyndibitamat; kjúkling, tacos eða pítu. Það er mjög kósí að sitja saman á fallegu kvöldi og spjalla saman um heima og geima yfir góðum bita. En skjótt skipast oft veður í lofti þegar tekið er upp úr pokunum og það kemur í ljós að eitthvað vantar. Í sannleika sagt þá er það því miður oftar en ekki sem starfsfólk gleymir að setja eitthvað af því sem við greiðum fyrir í pokann. Ég ætla meira að segja að leyfa mér að segja að á vissum stöðum er það algjör undantekning ef allur keyptur matur skilar sér í pokann. Þá er ósjaldan sem umræðurnar yfir matnum snúast um kæru- og metnaðarleysi starfsmanna, slæma þjálfun þeirra, auk þess sem góður tími fer í að reyna að kæta þann fjölskyldumeðlim sem varð út undan og fékk ekki fulla máltíð. Við hefðum mun frekar vilja ræða um skemmtilegar upplifanir úr daglegu lífi, kvikmyndir, tónlist eða krúttlega ketti – trúðu mér! Það er erfitt að kenna gömlum hundi eins og mér að sitja þegar kemur að því að vilja treysta starfsfólki. Ég rek mig aftur og aftur á þá staðreynd að ég sýni augljóslega afgreiðslufólki vissra matsölustaða of mikið traust þegar kemur að því að afhenda mér matvörurnar sem á þeim tímapunkti eru orðnar mín eign. Mig langar alls ekki til að standa fyrir framan starfsfólk með einhvern vantraustssvip sem endurspeglar fyrri vonbrigði, á meðan ég rannsaka, nánast með stækkunargleri, innihald pokans. Frekar vil ég bara brosa og þakka fyrir mig í góðu trausti á að starfsfólkinu sé umhugað um að ég sé sáttur - en ekki svikinn. Starfsmenn mættu átta sig á að eftir 10-20 mínútna umræður um hvað fjölskyldan vill borða, 40 mínútna ferðalag til að nálgast matinn og bíða eftir honum og keyra aftur með hann heim eftir langan vinnudag, þá eru vonbrigði það síðasta sem fjölskyldan vill upplifa. Þá skiptir ekki máli lengur hversu frábær maturinn er, því að góða stemmningin er horfin og þeir sem urðu út undan eru komnir með beiskjubragð í társaltan munninn. Það er mesti misskilningur að „þú-átt-bara-inni-máltíð-hjá-okkur-þegar-þú-kemur-næst“-spilið sé einhver töfralausn til að kæta svikinn kaupanda. Sú trú að viðskiptavinur sé bara hress með fýluferð af því að hann fær þá eitthvað frítt er falstrú ein. Það þyrfti að telja bæði á fingrum og tám (og hugsanlega þyrfti að fá lánaðar fleiri fingur og tær úr fjölskyldunni) til að koma tölu á þau skipti sem sami staðurinn hefur boðið okkur fjölskyldunni „ókeypis“ matarinneign vegna einhvers kæruleysislegs klúðurs. Virka ég sæll og glaður með það? Ef þetta á að vera einhver "out-of-the-box" viðskiptahugmynd þá er hún slæm. Ég fullyrði að veitingastaðir græða engan veginn á þessu „2 fyrir 1“ fýluferðaprógrami sínu. Ég ætla ekki að nefna þá staði sem standa sig hvað verst (læt vísbendingar í textanum nægja) - þótt ég ætti kannski að gera það. En það er líklega óþarfi, því þið vitið jafn vel og ég hvaða staðir þetta eru. Veitingastaðirnir sem standa sig verst eru hvort eð er pottþétt meðvitaðir um síendurtekin klúður sín – enda eru matarinneignarbækurnar þeirra, sem fullar eru af fyrirheitum um fríar máltíðir, væntanlega þéttskrifaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég ætlaði að skrifa grein um allt annað. En þegar ég sat enn einu sinni svangur uppi með aðeins hluta af matnum í grunsamlega léttum (eftir á að hyggja) "take-away" pokanum, sem ég pantaði frá matsölustað, breyttist sú áætlun fljótt. Ég og fjölskyldan pöntum oft mat til að taka með okkur heim. Stundum á helgarkvöldi langar okkur í góðan skyndibitamat; kjúkling, tacos eða pítu. Það er mjög kósí að sitja saman á fallegu kvöldi og spjalla saman um heima og geima yfir góðum bita. En skjótt skipast oft veður í lofti þegar tekið er upp úr pokunum og það kemur í ljós að eitthvað vantar. Í sannleika sagt þá er það því miður oftar en ekki sem starfsfólk gleymir að setja eitthvað af því sem við greiðum fyrir í pokann. Ég ætla meira að segja að leyfa mér að segja að á vissum stöðum er það algjör undantekning ef allur keyptur matur skilar sér í pokann. Þá er ósjaldan sem umræðurnar yfir matnum snúast um kæru- og metnaðarleysi starfsmanna, slæma þjálfun þeirra, auk þess sem góður tími fer í að reyna að kæta þann fjölskyldumeðlim sem varð út undan og fékk ekki fulla máltíð. Við hefðum mun frekar vilja ræða um skemmtilegar upplifanir úr daglegu lífi, kvikmyndir, tónlist eða krúttlega ketti – trúðu mér! Það er erfitt að kenna gömlum hundi eins og mér að sitja þegar kemur að því að vilja treysta starfsfólki. Ég rek mig aftur og aftur á þá staðreynd að ég sýni augljóslega afgreiðslufólki vissra matsölustaða of mikið traust þegar kemur að því að afhenda mér matvörurnar sem á þeim tímapunkti eru orðnar mín eign. Mig langar alls ekki til að standa fyrir framan starfsfólk með einhvern vantraustssvip sem endurspeglar fyrri vonbrigði, á meðan ég rannsaka, nánast með stækkunargleri, innihald pokans. Frekar vil ég bara brosa og þakka fyrir mig í góðu trausti á að starfsfólkinu sé umhugað um að ég sé sáttur - en ekki svikinn. Starfsmenn mættu átta sig á að eftir 10-20 mínútna umræður um hvað fjölskyldan vill borða, 40 mínútna ferðalag til að nálgast matinn og bíða eftir honum og keyra aftur með hann heim eftir langan vinnudag, þá eru vonbrigði það síðasta sem fjölskyldan vill upplifa. Þá skiptir ekki máli lengur hversu frábær maturinn er, því að góða stemmningin er horfin og þeir sem urðu út undan eru komnir með beiskjubragð í társaltan munninn. Það er mesti misskilningur að „þú-átt-bara-inni-máltíð-hjá-okkur-þegar-þú-kemur-næst“-spilið sé einhver töfralausn til að kæta svikinn kaupanda. Sú trú að viðskiptavinur sé bara hress með fýluferð af því að hann fær þá eitthvað frítt er falstrú ein. Það þyrfti að telja bæði á fingrum og tám (og hugsanlega þyrfti að fá lánaðar fleiri fingur og tær úr fjölskyldunni) til að koma tölu á þau skipti sem sami staðurinn hefur boðið okkur fjölskyldunni „ókeypis“ matarinneign vegna einhvers kæruleysislegs klúðurs. Virka ég sæll og glaður með það? Ef þetta á að vera einhver "out-of-the-box" viðskiptahugmynd þá er hún slæm. Ég fullyrði að veitingastaðir græða engan veginn á þessu „2 fyrir 1“ fýluferðaprógrami sínu. Ég ætla ekki að nefna þá staði sem standa sig hvað verst (læt vísbendingar í textanum nægja) - þótt ég ætti kannski að gera það. En það er líklega óþarfi, því þið vitið jafn vel og ég hvaða staðir þetta eru. Veitingastaðirnir sem standa sig verst eru hvort eð er pottþétt meðvitaðir um síendurtekin klúður sín – enda eru matarinneignarbækurnar þeirra, sem fullar eru af fyrirheitum um fríar máltíðir, væntanlega þéttskrifaðar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar