Michelsen-ræningi aftur á Hraunið eftir dvöl á Vernd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. maí 2016 15:18 Verðmæti þýfisins í Michelsen-ráninu var um 50 milljónir króna. Vísir/Vilhelm Pólskur karlmaður sem hlaut sjö ára fangelsisdóm í Hæstarétti árið 2013 fyrir rán í úra- og skartgripaversluninni Michelsen hefur verið dæmdur í sextíu daga fangelsi fyrir þjófnað í febrúar síðastliðnum. Maðurinn, Pawel Jerzy Podburaczynski, játaði við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa stolið tveimur iPhone 6S snjallsímum auk annars smáræðis úr verslun Elko í Skeifunni í febrúar. Verðmæti hlutanna nam rúmlega 300 þúsund krónum. Pawel framdi brot sitt á meðan hann var vistmaður hjá félagasamtökunum Vernd en þar geta fangar fengið að dvelja þegar liðið er á afplánun þeirra svo framarlega sem þeir séu við nám eða vinnu og hafa hegðað sér vel innan veggja fangelsisins. Rjúfi fangi þau skilyrði sem honum eru sett á Vernd getur Fangelsismálastofnun ákveðið að hann skuli fluttur aftur í afplánun í fangelsi. Pawel er nú vistaður á Litla-Hrauni. 14 af 72 föngum á Vernd rufu skilyrði árið 2015. Ránið í skartgripaversluninni árið 2011 þótti ofbeldisfullt en Pawel var einn fjögurra sem frömdu ránið. Pólverjarnir fjórir höfðu engin tengsl við Ísland heldur komu gagngert hingað til lands til verksins. Rændu þeir 49 armbandsúrum og tóku fjóra bíla í heimildarleysi við ránið. Virði þýfisins var metið á rúmlega 50 milljónir króna. Pawel hlaut fimm ára dóm í héraði vorið 2012 en Hæstiréttur þyngdi dóminn í sjö ár árið 2013. Hann hefur áður hlotið sjö ára dóm í Póllandi fyrir rán og hylmingu. Hafði sá dómur ítrekunaráhrif á dóminn í Hæstarétti. Rán í Michelsen 2011 Lögreglumál Tengdar fréttir Í sjö ára fangelsi fyrir að ræna úrsmið Hæstiréttur dæmdi í dag pólskan karlmann, Pawel Jerzy Podburaczynski, í sjö ára fangelsi fyrir að hafa ásamt öðrum mönnum ráðist með ofbeldi og hótunum á starfsfólk úra- og skartgripaverslunarinnar Michelsen og tekið þaðan 49 armbandsúr, auk þess að hafa tekið fjóra bíla í heimildarleysi til þess að nota við ránið. Pawel var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur og því ljóst að Hæstiréttur þyngir dóminn um tvö ár. 14. mars 2013 16:45 Höfuðpaurinn er félagi í pólskum glæpasamtökum Tveir pólskir karlmenn játa aðild sína að úraráninu. Sá sem dæmdur var fyrir að skipuleggja ránið segir heilann á bak við aðgerðina vera þekktan glæpamann í Póllandi. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. 14. júní 2012 10:15 Rolex-ræningjarnir fóru í sund eftir velheppnað rán Ástæðan fyrir því að Marcin Tomsz Lech tók að sér að keyra bíl í Michelsen-ráninu var einfaldlega sú að hann neytti ekki fíkniefna og sagðist vera góður ökumaður og ratvís í ókunnugum aðstæðum. Þetta kemur fram í dóminum yfir Marcin en dómari Héraðsdóms Reykjavíkur dæmdi hann í fimm ára óskilorðsbundið fangelsi í dag. Félagar hans, sem komust af landi brott áður en Marcin var handsamaður, rændu verslunina í október á síðasta ári. 8. mars 2012 16:18 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Pólskur karlmaður sem hlaut sjö ára fangelsisdóm í Hæstarétti árið 2013 fyrir rán í úra- og skartgripaversluninni Michelsen hefur verið dæmdur í sextíu daga fangelsi fyrir þjófnað í febrúar síðastliðnum. Maðurinn, Pawel Jerzy Podburaczynski, játaði við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa stolið tveimur iPhone 6S snjallsímum auk annars smáræðis úr verslun Elko í Skeifunni í febrúar. Verðmæti hlutanna nam rúmlega 300 þúsund krónum. Pawel framdi brot sitt á meðan hann var vistmaður hjá félagasamtökunum Vernd en þar geta fangar fengið að dvelja þegar liðið er á afplánun þeirra svo framarlega sem þeir séu við nám eða vinnu og hafa hegðað sér vel innan veggja fangelsisins. Rjúfi fangi þau skilyrði sem honum eru sett á Vernd getur Fangelsismálastofnun ákveðið að hann skuli fluttur aftur í afplánun í fangelsi. Pawel er nú vistaður á Litla-Hrauni. 14 af 72 föngum á Vernd rufu skilyrði árið 2015. Ránið í skartgripaversluninni árið 2011 þótti ofbeldisfullt en Pawel var einn fjögurra sem frömdu ránið. Pólverjarnir fjórir höfðu engin tengsl við Ísland heldur komu gagngert hingað til lands til verksins. Rændu þeir 49 armbandsúrum og tóku fjóra bíla í heimildarleysi við ránið. Virði þýfisins var metið á rúmlega 50 milljónir króna. Pawel hlaut fimm ára dóm í héraði vorið 2012 en Hæstiréttur þyngdi dóminn í sjö ár árið 2013. Hann hefur áður hlotið sjö ára dóm í Póllandi fyrir rán og hylmingu. Hafði sá dómur ítrekunaráhrif á dóminn í Hæstarétti.
Rán í Michelsen 2011 Lögreglumál Tengdar fréttir Í sjö ára fangelsi fyrir að ræna úrsmið Hæstiréttur dæmdi í dag pólskan karlmann, Pawel Jerzy Podburaczynski, í sjö ára fangelsi fyrir að hafa ásamt öðrum mönnum ráðist með ofbeldi og hótunum á starfsfólk úra- og skartgripaverslunarinnar Michelsen og tekið þaðan 49 armbandsúr, auk þess að hafa tekið fjóra bíla í heimildarleysi til þess að nota við ránið. Pawel var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur og því ljóst að Hæstiréttur þyngir dóminn um tvö ár. 14. mars 2013 16:45 Höfuðpaurinn er félagi í pólskum glæpasamtökum Tveir pólskir karlmenn játa aðild sína að úraráninu. Sá sem dæmdur var fyrir að skipuleggja ránið segir heilann á bak við aðgerðina vera þekktan glæpamann í Póllandi. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. 14. júní 2012 10:15 Rolex-ræningjarnir fóru í sund eftir velheppnað rán Ástæðan fyrir því að Marcin Tomsz Lech tók að sér að keyra bíl í Michelsen-ráninu var einfaldlega sú að hann neytti ekki fíkniefna og sagðist vera góður ökumaður og ratvís í ókunnugum aðstæðum. Þetta kemur fram í dóminum yfir Marcin en dómari Héraðsdóms Reykjavíkur dæmdi hann í fimm ára óskilorðsbundið fangelsi í dag. Félagar hans, sem komust af landi brott áður en Marcin var handsamaður, rændu verslunina í október á síðasta ári. 8. mars 2012 16:18 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Í sjö ára fangelsi fyrir að ræna úrsmið Hæstiréttur dæmdi í dag pólskan karlmann, Pawel Jerzy Podburaczynski, í sjö ára fangelsi fyrir að hafa ásamt öðrum mönnum ráðist með ofbeldi og hótunum á starfsfólk úra- og skartgripaverslunarinnar Michelsen og tekið þaðan 49 armbandsúr, auk þess að hafa tekið fjóra bíla í heimildarleysi til þess að nota við ránið. Pawel var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur og því ljóst að Hæstiréttur þyngir dóminn um tvö ár. 14. mars 2013 16:45
Höfuðpaurinn er félagi í pólskum glæpasamtökum Tveir pólskir karlmenn játa aðild sína að úraráninu. Sá sem dæmdur var fyrir að skipuleggja ránið segir heilann á bak við aðgerðina vera þekktan glæpamann í Póllandi. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. 14. júní 2012 10:15
Rolex-ræningjarnir fóru í sund eftir velheppnað rán Ástæðan fyrir því að Marcin Tomsz Lech tók að sér að keyra bíl í Michelsen-ráninu var einfaldlega sú að hann neytti ekki fíkniefna og sagðist vera góður ökumaður og ratvís í ókunnugum aðstæðum. Þetta kemur fram í dóminum yfir Marcin en dómari Héraðsdóms Reykjavíkur dæmdi hann í fimm ára óskilorðsbundið fangelsi í dag. Félagar hans, sem komust af landi brott áður en Marcin var handsamaður, rændu verslunina í október á síðasta ári. 8. mars 2012 16:18
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels