Ráðherra telur rétt að Alþingi skoði að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um barkaígræðslumál Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. maí 2016 15:22 Tómas Guðbjartsson læknir ásamt Erítreumanninum Andemariam Beyene. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, telur að tilefni sé til þess að Alþingi skoði hvort skipa skuli rannsóknarnefnd til þess að skoða aðkomu íslenskra stofnana að máli Erítreumannsins Andemariam Beyene sem gekkst undir barkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann lést í kjölfarið en milliganga íslenskra lækna varð til þess að Beyene gekkst undir aðgerðina. Elín Hirst þingmaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Kristjáns Þórs heilbrigðisráðherra í dag um hvort hann teldi æskilegt að gerð yrði óháð rannsókn á þætti Landspítalans í meðferð sjúklingsins sem undirgekkst hina umdeildu barkaígræðsluaðgerð 2011. Kristján Þór Júlíusson svaraði fyrirspurn um barkaígræðslu og aðkomu Landspítalans á Alþingi í dag.„Ef svo er, telur ráðherra að hér á landi séu starfandi læknar sem engra hagsmuna hafa að gæta og eru færir um að rannsaka málið?“ spurði Elín jafnframt. Um er að ræða plastbarkaígræðslu læknisins Paolo Macchiarini á Karólínska háskólanum í Svíþjóð. Læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson höfðu aðkomu að skurðaðgerðinni. Kristján Þór svaraði fyrirspurn Elínar og sagði frá því að þrjár rannsóknir séu í gangi hjá yfirvöldum í Svíþjóð á málinu. Þær rannsóknir tengjast beint lækninum Macchiarini. Þá eru níu aðrar rannsóknir í gangi á lækninum annars staðar í heiminum. Siðfræðistofnun fundaði ásamt heilbrigðisráðherra og sendi honum bréf í kjölfarið. Þar kom fram að málið hefði vakið upp faglegar og siðferðilegar spurningar og jafnframt að engin fyrrnefndra rannsókna tæki sérstaklega að aðkomu íslenskra heilbrigðisyfirvalda. Elín Hirst alþingismaður segir mikilvægt að gerð verði grein fyrir aðkomu íslenskra heilbrigðisyfirvalda að plastbarkaígræðslunni.Kristján Þór vinnur nú að minnisblaði til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um afstöðu nefndarinnar til skipunar rannsóknarnefndar um málið. Hann gat ekki svarað því hvort óháðir læknar væru hér á landi til þess að rannsaka málið að svo stöddu, fyrst yrði að líta til þess hvaða hæfni væri nauðsynleg til að mynda. „Þetta er sjúklingur á vegum Íslands, sjúklingur Landspítala háskólasjúkrahúss sem treysti íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Það er afar mikilvægt að það fari fram opin og gegnsæ rannsókn um hvað var þarna á ferðinni,“ sagði Elín um leið og hún þakkaði Kristjáni Þór fyrir greinagóð svör. „Ég tel það rétt að Alþingi taki ákvörðun um næstu skref í þessu máli í samræmi við lög um rannsóknarnefndir,“ sagði Kristján Þór. Alþingi Plastbarkamálið Tengdar fréttir Ár síðan barkaígræðsla læknaði krabbamein Í dag er eitt ár frá því að nemandi við Háskóla Íslands gekkst undir tímamótaaðgerð þegar plastbarki baðaður stoðfrumum var græddur í hann. Erítreubúinn Andemariam T. Beyene greindist með illvígt krabbamein í hálsi en fyrir nákvæmlega ári tókst að bjarga lífi hans með aðgerð á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð. 9. júní 2012 15:28 Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, telur að tilefni sé til þess að Alþingi skoði hvort skipa skuli rannsóknarnefnd til þess að skoða aðkomu íslenskra stofnana að máli Erítreumannsins Andemariam Beyene sem gekkst undir barkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann lést í kjölfarið en milliganga íslenskra lækna varð til þess að Beyene gekkst undir aðgerðina. Elín Hirst þingmaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Kristjáns Þórs heilbrigðisráðherra í dag um hvort hann teldi æskilegt að gerð yrði óháð rannsókn á þætti Landspítalans í meðferð sjúklingsins sem undirgekkst hina umdeildu barkaígræðsluaðgerð 2011. Kristján Þór Júlíusson svaraði fyrirspurn um barkaígræðslu og aðkomu Landspítalans á Alþingi í dag.„Ef svo er, telur ráðherra að hér á landi séu starfandi læknar sem engra hagsmuna hafa að gæta og eru færir um að rannsaka málið?“ spurði Elín jafnframt. Um er að ræða plastbarkaígræðslu læknisins Paolo Macchiarini á Karólínska háskólanum í Svíþjóð. Læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson höfðu aðkomu að skurðaðgerðinni. Kristján Þór svaraði fyrirspurn Elínar og sagði frá því að þrjár rannsóknir séu í gangi hjá yfirvöldum í Svíþjóð á málinu. Þær rannsóknir tengjast beint lækninum Macchiarini. Þá eru níu aðrar rannsóknir í gangi á lækninum annars staðar í heiminum. Siðfræðistofnun fundaði ásamt heilbrigðisráðherra og sendi honum bréf í kjölfarið. Þar kom fram að málið hefði vakið upp faglegar og siðferðilegar spurningar og jafnframt að engin fyrrnefndra rannsókna tæki sérstaklega að aðkomu íslenskra heilbrigðisyfirvalda. Elín Hirst alþingismaður segir mikilvægt að gerð verði grein fyrir aðkomu íslenskra heilbrigðisyfirvalda að plastbarkaígræðslunni.Kristján Þór vinnur nú að minnisblaði til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um afstöðu nefndarinnar til skipunar rannsóknarnefndar um málið. Hann gat ekki svarað því hvort óháðir læknar væru hér á landi til þess að rannsaka málið að svo stöddu, fyrst yrði að líta til þess hvaða hæfni væri nauðsynleg til að mynda. „Þetta er sjúklingur á vegum Íslands, sjúklingur Landspítala háskólasjúkrahúss sem treysti íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Það er afar mikilvægt að það fari fram opin og gegnsæ rannsókn um hvað var þarna á ferðinni,“ sagði Elín um leið og hún þakkaði Kristjáni Þór fyrir greinagóð svör. „Ég tel það rétt að Alþingi taki ákvörðun um næstu skref í þessu máli í samræmi við lög um rannsóknarnefndir,“ sagði Kristján Þór.
Alþingi Plastbarkamálið Tengdar fréttir Ár síðan barkaígræðsla læknaði krabbamein Í dag er eitt ár frá því að nemandi við Háskóla Íslands gekkst undir tímamótaaðgerð þegar plastbarki baðaður stoðfrumum var græddur í hann. Erítreubúinn Andemariam T. Beyene greindist með illvígt krabbamein í hálsi en fyrir nákvæmlega ári tókst að bjarga lífi hans með aðgerð á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð. 9. júní 2012 15:28 Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Ár síðan barkaígræðsla læknaði krabbamein Í dag er eitt ár frá því að nemandi við Háskóla Íslands gekkst undir tímamótaaðgerð þegar plastbarki baðaður stoðfrumum var græddur í hann. Erítreubúinn Andemariam T. Beyene greindist með illvígt krabbamein í hálsi en fyrir nákvæmlega ári tókst að bjarga lífi hans með aðgerð á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð. 9. júní 2012 15:28
Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent