Sokkinn kostnaður Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 20. maí 2016 07:00 Staða háskólamenntaðra á vinnumarkaði fer versnandi. Þetta er mat Ásgeirs Jónssonar, dósents við hagfræðideild Háskóla Íslands, sem segir háskólamenntaða í dag ekki hafa sömu tækifæri og þeir höfðu áður. Þannig benda allar vísbendingar til þess að menntun skili ekki lengur þeim ábata sem hún gerði áður og ábatinn er almennt minni hér á landi en í öðrum löndum OECD. Tekjur þeirra sem eru á aldrinum milli tvítugs og þrítugs hafa lækkað verulega frá hruni, miðað við aðra aldurshópa. Samhliða því hefur hlutfall atvinnulausra með háskólamenntun tvöfaldast. Um er að ræða vanda á heimsvísu. „Þúsaldarkynslóðin“ hefur verið að dragast aftur úr. „Gögn benda til þess að þetta fólk fái lægri byrjunarlaun og að það hafi ekki fengið launahækkanir með auknum starfsaldri eins og áður hefur þekkst. Það virðist vera að fólk sé að fá minna fyrir sérhæfð störf, töluvert af störfum sem ungt fólk fær núna eru í þjónustu-, verslunar- og veitingageiranum,“ segir Ásgeir. Katrín Ólafsdóttir, doktor í vinnumarkaðsfræði, segir viðvörunarljósin loga og málið þurfi að skoða áður en úr því verði alvöru vandamál. Auðvitað er margt á því að græða, annað en peninga, að bæta við sig þekkingu og menntun. En staðan út frá fjárhagslegu sjónarmiði er einfaldlega þessi. Ábatinn af því að mennta sig er ekki nægilega mikill. Hættan er augljóslega sú að missa þetta sérhæfða fólk úr landi. Ef fólk hefur fjárfest í menntun til að auka tækifæri sín á vinnumarkaði sem síðan ekki skilar sér mun það sækja þau annað. Fjárfesting þessara einstaklinga í menntun er vel að merkja greidd af okkur öllum. Katrín segir nauðsynlegt að búa til betri leikvang fyrir atvinnulífið. Fjármagnshöftin stöðvi nýsköpun og hætt sé við að þessir sérhæfðu einstaklingar sem þjóðin hefur fjárfest í leiti út fyrir landsteinana og skili sér ekki aftur. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, var málshefjandi í sérstakri umræðu á Alþingi í gær um stöðu ungs fólks. Hún nefndi skuldabyrði ungra barnafjölskyldna sem áhyggjuefni, stöðu fæðingarorlofs, dagvistunarkerfi sem og minnkandi kaupmátt þúsaldarkynslóðarinnar. Í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra kom fyrst og fremst fram að almennt ættu Íslendingar að hafa það betra í dag en fyrir um þrjátíu árum. Á þeim tíma hafi kaupmáttur vaxið, fæðingarorlof verið sett og þegar komi að húsnæðismálum þurfi að beygja sig undir lögmál markaðarins. Hann viðurkenndi þó að gera þurfi betur. Áhyggjur kennaranna eru raunverulegar. Þó að hér sé mögulega betra að vera en árið 1990 þýðir það ekki að hér sé betra að vera en í öðrum löndum. Stjórnvöld sem hér halda um stýrið verða að gera sér grein fyrir að þau eru í samkeppnisrekstri með íslenskan mannauð og við erum að verða undir. Það þarf svo sannarlega að gera betur og það strax. Áður en úr þessu verður enn frekara alvöru vandamál.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Staða háskólamenntaðra á vinnumarkaði fer versnandi. Þetta er mat Ásgeirs Jónssonar, dósents við hagfræðideild Háskóla Íslands, sem segir háskólamenntaða í dag ekki hafa sömu tækifæri og þeir höfðu áður. Þannig benda allar vísbendingar til þess að menntun skili ekki lengur þeim ábata sem hún gerði áður og ábatinn er almennt minni hér á landi en í öðrum löndum OECD. Tekjur þeirra sem eru á aldrinum milli tvítugs og þrítugs hafa lækkað verulega frá hruni, miðað við aðra aldurshópa. Samhliða því hefur hlutfall atvinnulausra með háskólamenntun tvöfaldast. Um er að ræða vanda á heimsvísu. „Þúsaldarkynslóðin“ hefur verið að dragast aftur úr. „Gögn benda til þess að þetta fólk fái lægri byrjunarlaun og að það hafi ekki fengið launahækkanir með auknum starfsaldri eins og áður hefur þekkst. Það virðist vera að fólk sé að fá minna fyrir sérhæfð störf, töluvert af störfum sem ungt fólk fær núna eru í þjónustu-, verslunar- og veitingageiranum,“ segir Ásgeir. Katrín Ólafsdóttir, doktor í vinnumarkaðsfræði, segir viðvörunarljósin loga og málið þurfi að skoða áður en úr því verði alvöru vandamál. Auðvitað er margt á því að græða, annað en peninga, að bæta við sig þekkingu og menntun. En staðan út frá fjárhagslegu sjónarmiði er einfaldlega þessi. Ábatinn af því að mennta sig er ekki nægilega mikill. Hættan er augljóslega sú að missa þetta sérhæfða fólk úr landi. Ef fólk hefur fjárfest í menntun til að auka tækifæri sín á vinnumarkaði sem síðan ekki skilar sér mun það sækja þau annað. Fjárfesting þessara einstaklinga í menntun er vel að merkja greidd af okkur öllum. Katrín segir nauðsynlegt að búa til betri leikvang fyrir atvinnulífið. Fjármagnshöftin stöðvi nýsköpun og hætt sé við að þessir sérhæfðu einstaklingar sem þjóðin hefur fjárfest í leiti út fyrir landsteinana og skili sér ekki aftur. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, var málshefjandi í sérstakri umræðu á Alþingi í gær um stöðu ungs fólks. Hún nefndi skuldabyrði ungra barnafjölskyldna sem áhyggjuefni, stöðu fæðingarorlofs, dagvistunarkerfi sem og minnkandi kaupmátt þúsaldarkynslóðarinnar. Í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra kom fyrst og fremst fram að almennt ættu Íslendingar að hafa það betra í dag en fyrir um þrjátíu árum. Á þeim tíma hafi kaupmáttur vaxið, fæðingarorlof verið sett og þegar komi að húsnæðismálum þurfi að beygja sig undir lögmál markaðarins. Hann viðurkenndi þó að gera þurfi betur. Áhyggjur kennaranna eru raunverulegar. Þó að hér sé mögulega betra að vera en árið 1990 þýðir það ekki að hér sé betra að vera en í öðrum löndum. Stjórnvöld sem hér halda um stýrið verða að gera sér grein fyrir að þau eru í samkeppnisrekstri með íslenskan mannauð og við erum að verða undir. Það þarf svo sannarlega að gera betur og það strax. Áður en úr þessu verður enn frekara alvöru vandamál.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. maí.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar