Bóndinn á Unaósi hefur engan tíma til að fagna Útsvarssigri Bjarki Ármannsson skrifar 21. maí 2016 12:38 Sigurlið Fljótsdalshéraðs. Frá vinstri: Björg Björnsdóttir, Þorsteinn Bergsson og Hrólfur Eyjólfsson. Mynd/RÚV „Þetta var mjög sætt,“ segir Þorsteinn Bergsson, bóndi á Unaósi og nýkrýndur sigurvegari í spurningakeppninni Útsvari. Þorsteinn er landsmönnum kunnugur fyrir framgöngu sína í sjónvarpsþættinum með liði Fljótsdalshéraðs, sem bar í gær sigurorð af Reykvíkingum í úrslitaviðureigninni. Sennilega hefur enginn keppt fleiri viðureignir í Útsvari en Þorsteinn, sem tekið hefur þátt í sjö skipti af þeim níu sem keppnin hefur verið haldin og fjórum sinnum ratað alla leið í úrslit. Þetta er þó í fyrsta sinn sem lið hans hreppti Ómarsbjölluna eftirsóttu. „Þau voru nú eitthvað að spyrja mig í gær hvað ég hefði verið í mörgum leikjum,“ segir Þorsteinn. „Ég mundi það nú ekki en ég fór að hugsa eftir á að vinningshlutfallið hlýtur að vera nokkuð gott. Þó að úrslitaleikirnir hafi óþarflega oft tapast.“ Þorsteinn er glaður í bragði þegar blaðamaður nær af honum tali, enda fullt tilefni til. Sonur hans útskrifast í dag úr menntaskóla og verður veisla honum til heiðurs síðar í dag. Þá er sauðburður í fullum gangi á Unaósi og því nánast enginn tími til að fagna sigri í spurningakeppni. „Maður vill nú ekki skyggja á strákinn, þetta er hans dagur,“ segir Þorsteinn kátur. „Svo fengum við nú bara íhlaupamann í dag til að sinna sauðburðinum, því það mátti enginn í fjölskyldunni vera að því.“ Ofan á allt annað þurfti Þorsteinn fyrr í dag að skreppa upp í Hallormsstaðaskóg til að sinna skyldum sínum sem formaður Briddssambands Austurlands. Þar þurfti nefnilega að setja stórt briddsmót. „Þeir héldu reyndar að ég myndi ekki mæta, þannig að það var annar búinn að því,“ segir Þorsteinn og hlær. „En ég lét allavega sjá mig þar og briddsspilarar tóku vel á móti mér.“ Þó að lítill tími hafi gefist til að fagna sigrinum segir Þorsteinn að héraðsfólk sé mjög sátt með sigurinn og að allir sem hann hafi hitt í dag hafi klappað honum á bakið. Hann segist frekar hafa hugsað sér að hætta þátttökunni í Útsvar en ekki, nú þegar sigur hefur loks unnist. Hann útilokar þó ekkert. „Maður veit svosem ekki hvort það verður eitthvað herjað á mig næsta haust,“ segir hann. „Það er eins og með forsetaframbjóðendurna, maður á kannski erfitt með að standast áskoranirnar.“ Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Fleiri fréttir Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Sjá meira
„Þetta var mjög sætt,“ segir Þorsteinn Bergsson, bóndi á Unaósi og nýkrýndur sigurvegari í spurningakeppninni Útsvari. Þorsteinn er landsmönnum kunnugur fyrir framgöngu sína í sjónvarpsþættinum með liði Fljótsdalshéraðs, sem bar í gær sigurorð af Reykvíkingum í úrslitaviðureigninni. Sennilega hefur enginn keppt fleiri viðureignir í Útsvari en Þorsteinn, sem tekið hefur þátt í sjö skipti af þeim níu sem keppnin hefur verið haldin og fjórum sinnum ratað alla leið í úrslit. Þetta er þó í fyrsta sinn sem lið hans hreppti Ómarsbjölluna eftirsóttu. „Þau voru nú eitthvað að spyrja mig í gær hvað ég hefði verið í mörgum leikjum,“ segir Þorsteinn. „Ég mundi það nú ekki en ég fór að hugsa eftir á að vinningshlutfallið hlýtur að vera nokkuð gott. Þó að úrslitaleikirnir hafi óþarflega oft tapast.“ Þorsteinn er glaður í bragði þegar blaðamaður nær af honum tali, enda fullt tilefni til. Sonur hans útskrifast í dag úr menntaskóla og verður veisla honum til heiðurs síðar í dag. Þá er sauðburður í fullum gangi á Unaósi og því nánast enginn tími til að fagna sigri í spurningakeppni. „Maður vill nú ekki skyggja á strákinn, þetta er hans dagur,“ segir Þorsteinn kátur. „Svo fengum við nú bara íhlaupamann í dag til að sinna sauðburðinum, því það mátti enginn í fjölskyldunni vera að því.“ Ofan á allt annað þurfti Þorsteinn fyrr í dag að skreppa upp í Hallormsstaðaskóg til að sinna skyldum sínum sem formaður Briddssambands Austurlands. Þar þurfti nefnilega að setja stórt briddsmót. „Þeir héldu reyndar að ég myndi ekki mæta, þannig að það var annar búinn að því,“ segir Þorsteinn og hlær. „En ég lét allavega sjá mig þar og briddsspilarar tóku vel á móti mér.“ Þó að lítill tími hafi gefist til að fagna sigrinum segir Þorsteinn að héraðsfólk sé mjög sátt með sigurinn og að allir sem hann hafi hitt í dag hafi klappað honum á bakið. Hann segist frekar hafa hugsað sér að hætta þátttökunni í Útsvar en ekki, nú þegar sigur hefur loks unnist. Hann útilokar þó ekkert. „Maður veit svosem ekki hvort það verður eitthvað herjað á mig næsta haust,“ segir hann. „Það er eins og með forsetaframbjóðendurna, maður á kannski erfitt með að standast áskoranirnar.“
Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Fleiri fréttir Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Sjá meira