Sigmundur Davíð tjáir sig í fyrsta sinn eftir afsögn sína: Sá aldrei blaðamannafund Ólafs Ragnars Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. maí 2016 11:15 Sigmundur Davíð fyrir utan húsnæði 365 miðla í morgun. Vísir/Anton Ríkisstjórnin hefði fallið hefði Sigmundur Davíð ekki stigið frá sem forsætisráðherra. Þegar hann hélt í sína landsfrægu ferð til Bessastaða var markmið Sigmundar að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, en hann var gestur í Sprengisandi hjá Páli Magnússyni á Bylgjunni í morgun. Hér að neðan má heyra hluta viðtalsins. Þetta er í fyrsta sinn sem Sigmundur veitir viðtal eftir að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við störfum. „Ég tel að ef ég hefði ekki hætt væri Framsóknarflokkurinn ekki í ríkisstjórn núna og ekki Sjálfstæðisflokkurinn heldur. Ríkisstjórnin hefði farið frá í ákveðinni atburðarrás sem ég gat ímyndað mér hvernig yrði,“ sagði Sigmundur. Hann taldi mikilvægt að þau verkefni sem ríkisstjórnin hafði unnið að næðu fram að ganga. „Planið er allt að ganga upp,“ sagði Sigmundur.Sigmundur í morgun.Vísir/Vilhelm„Það hefði verið hræðilegt ef einhver atburðarrás sem var um margt mjög skrýtin, og á tíma þar sem ekki gafst tími til að rannsaka staðreyndir mála, hefði skemmt fyrir þeim.“ Sigmundur kom ekki með þingrofstillögu á fund forseta Sigmundur Davíð sagði sem kunnugt er af sér sem forsætisráðherra snemma í apríl eftir að hann gat ekki veitt tilhlýðilegar útskýringar á því hvers vegna nöfn hans og konu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, var að finna í svonefndum Panama-skjölum. Skjölin sýna viðskiptavini lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca sem var öflug á Panama í stofnun aflandsfélaga fyrir auðuga viðskiptavini sína.Sigmundur tjáði sig í raun fyrst á Snapchat en þar birtist hann fylgjendum sínum skeggjaður.„Erindi forsætisráðherra á fundinn var að kanna afstöðu mína og óska eftir samþykki við því að ég veitti honum heimild annað hvort nú þegar eða síðar til þess að rjúfa þing,“ sagði Ólafur Ragnar þann 5. apríl síðastliðinn þegar Sigmundur Davíð hélt á hans fund á Bessastöðum. Fyrr um daginn hafði Sigmundur skrifað stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagðist tilbúinn að rjúfa þing ef Sjálfstæðisflokkurinn styddi ekki áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokkinn með sig í forsætisráðuneytinu. Hann hélt á fund forseta sem sagði í kjölfarið að tilefni heimsóknar Sigmundar Davíðs hafi verið að óska eftir þingrofi. Sigmundur Davíð sagði í kjölfarið að Ólafur Ragnar færi með rangt mál. „Þessum fundi lauk því á þann hátt að ég var ekki reiðubúinn til þess að undirrita yfirlýsingu um þingrof né gefa forsætisráðherra fyrirfram neitt fyrirheit um það hvort ég myndi samþykkja þá beiðni fyrr en ég vissi og hefði átt samtöl við forystumenn annarra flokka um hver þeirra afstaða væri,“ sagði Ólafur Ragnar. Sigmundur Davíð segist vilja vekja athygli á því að þegar hann kom af fundi þeirra forsetans hafi hann verið glaður og brosandi. En að forseti hafi hins vegar verið í geðshræringu og rokið til og haldið blaðamannafund. „Ég hafði fengið staðfest það sem mig grunaði, það sem ég óttaðist. Það var léttir. Ég vissi að ég hefði þurft að gera það sem ég gerði. Ég vissi að þetta var eina leiðin.“ Sigmundur segist ekki hafa séð blaðamannafundinn en heyrt af honum og að þar telji hann margt skrýtið. „Það er eitt og sér mjög skrýtið að forseti rjúki beint í að halda blaðamannafund til að tjá sig um samtal forseta og forstæisráðherra,“ sagði Sigmundur. Hann segist hafa talið að trúnaður ríkti um slík samtöl svo að forseti og forsætisráðherra gætu rætt opinskátt saman. Hann sagðist hafa sagt fimm sinnum við forsetann að hann vildi halda ríkisstjórnarsamstarfinu gangandi. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sjö vikna fríi Sigmundar Davíðs að ljúka Hjálmar Bogi Hafliðason, varaþingmaður Framsóknarflokksins, reiknar með því að dagar hans á Alþingi þessa vikuna verði þeir síðustu, í bili að minnsta kosti. 17. maí 2016 11:32 Lilja segir að Sigmundur Davíð þurfi andrými Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þurfi andrými og tíma til að funda með flokksmönnum áður en hægt sé að kveða úr um hvort hann geti verið formaður Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni í haust. 24. apríl 2016 12:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Ríkisstjórnin hefði fallið hefði Sigmundur Davíð ekki stigið frá sem forsætisráðherra. Þegar hann hélt í sína landsfrægu ferð til Bessastaða var markmið Sigmundar að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, en hann var gestur í Sprengisandi hjá Páli Magnússyni á Bylgjunni í morgun. Hér að neðan má heyra hluta viðtalsins. Þetta er í fyrsta sinn sem Sigmundur veitir viðtal eftir að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við störfum. „Ég tel að ef ég hefði ekki hætt væri Framsóknarflokkurinn ekki í ríkisstjórn núna og ekki Sjálfstæðisflokkurinn heldur. Ríkisstjórnin hefði farið frá í ákveðinni atburðarrás sem ég gat ímyndað mér hvernig yrði,“ sagði Sigmundur. Hann taldi mikilvægt að þau verkefni sem ríkisstjórnin hafði unnið að næðu fram að ganga. „Planið er allt að ganga upp,“ sagði Sigmundur.Sigmundur í morgun.Vísir/Vilhelm„Það hefði verið hræðilegt ef einhver atburðarrás sem var um margt mjög skrýtin, og á tíma þar sem ekki gafst tími til að rannsaka staðreyndir mála, hefði skemmt fyrir þeim.“ Sigmundur kom ekki með þingrofstillögu á fund forseta Sigmundur Davíð sagði sem kunnugt er af sér sem forsætisráðherra snemma í apríl eftir að hann gat ekki veitt tilhlýðilegar útskýringar á því hvers vegna nöfn hans og konu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, var að finna í svonefndum Panama-skjölum. Skjölin sýna viðskiptavini lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca sem var öflug á Panama í stofnun aflandsfélaga fyrir auðuga viðskiptavini sína.Sigmundur tjáði sig í raun fyrst á Snapchat en þar birtist hann fylgjendum sínum skeggjaður.„Erindi forsætisráðherra á fundinn var að kanna afstöðu mína og óska eftir samþykki við því að ég veitti honum heimild annað hvort nú þegar eða síðar til þess að rjúfa þing,“ sagði Ólafur Ragnar þann 5. apríl síðastliðinn þegar Sigmundur Davíð hélt á hans fund á Bessastöðum. Fyrr um daginn hafði Sigmundur skrifað stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagðist tilbúinn að rjúfa þing ef Sjálfstæðisflokkurinn styddi ekki áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokkinn með sig í forsætisráðuneytinu. Hann hélt á fund forseta sem sagði í kjölfarið að tilefni heimsóknar Sigmundar Davíðs hafi verið að óska eftir þingrofi. Sigmundur Davíð sagði í kjölfarið að Ólafur Ragnar færi með rangt mál. „Þessum fundi lauk því á þann hátt að ég var ekki reiðubúinn til þess að undirrita yfirlýsingu um þingrof né gefa forsætisráðherra fyrirfram neitt fyrirheit um það hvort ég myndi samþykkja þá beiðni fyrr en ég vissi og hefði átt samtöl við forystumenn annarra flokka um hver þeirra afstaða væri,“ sagði Ólafur Ragnar. Sigmundur Davíð segist vilja vekja athygli á því að þegar hann kom af fundi þeirra forsetans hafi hann verið glaður og brosandi. En að forseti hafi hins vegar verið í geðshræringu og rokið til og haldið blaðamannafund. „Ég hafði fengið staðfest það sem mig grunaði, það sem ég óttaðist. Það var léttir. Ég vissi að ég hefði þurft að gera það sem ég gerði. Ég vissi að þetta var eina leiðin.“ Sigmundur segist ekki hafa séð blaðamannafundinn en heyrt af honum og að þar telji hann margt skrýtið. „Það er eitt og sér mjög skrýtið að forseti rjúki beint í að halda blaðamannafund til að tjá sig um samtal forseta og forstæisráðherra,“ sagði Sigmundur. Hann segist hafa talið að trúnaður ríkti um slík samtöl svo að forseti og forsætisráðherra gætu rætt opinskátt saman. Hann sagðist hafa sagt fimm sinnum við forsetann að hann vildi halda ríkisstjórnarsamstarfinu gangandi.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sjö vikna fríi Sigmundar Davíðs að ljúka Hjálmar Bogi Hafliðason, varaþingmaður Framsóknarflokksins, reiknar með því að dagar hans á Alþingi þessa vikuna verði þeir síðustu, í bili að minnsta kosti. 17. maí 2016 11:32 Lilja segir að Sigmundur Davíð þurfi andrými Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þurfi andrými og tíma til að funda með flokksmönnum áður en hægt sé að kveða úr um hvort hann geti verið formaður Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni í haust. 24. apríl 2016 12:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Sjö vikna fríi Sigmundar Davíðs að ljúka Hjálmar Bogi Hafliðason, varaþingmaður Framsóknarflokksins, reiknar með því að dagar hans á Alþingi þessa vikuna verði þeir síðustu, í bili að minnsta kosti. 17. maí 2016 11:32
Lilja segir að Sigmundur Davíð þurfi andrými Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þurfi andrými og tíma til að funda með flokksmönnum áður en hægt sé að kveða úr um hvort hann geti verið formaður Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni í haust. 24. apríl 2016 12:45