Sverrir Ingi er enn að átta sig á þessu Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. maí 2016 06:00 Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason fór úr Pepsi-deildinni og á EM á þremur árum. Á erfitt með að lýsa tilfinningunni þegar hann frétti að hann færi á Evrópumótið í fótbolta í Frakklandi. „Ég er enn að átta mig á þessu. Maður veit ekki alveg við hverju maður á að búast,“ segir Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmiðvörður í fótbolta, en Fréttablaðið tók hann tali fyrir æfingu landsliðsins í gær. Sverrir var alls ekki öruggur í EM-hópinn en samkeppni um miðvarðastöðurnar er mikil. „Daginn sem hópurinn var tilkynntur var ég á báðum áttum. Ég var búinn að sætta mig við hvort sem gerðist, hvort ég færi með eða þyrfti að bíta í súpa eplið í þetta skipti. En ég var það heppinn að fara að koma með þannig ég hlýt að hafa verið að gera eitthvað rétt í þessum leikjum sem ég spilaði og á æfingunum,“ segir Sverrir Ingi. „Þjálfararnir mátu þetta þannig að ég væri leikmaður sem væri nógu góður til að fara með og ég er bara hrikalega stoltur að fá að taka þátt í þessu verkefni og verð klár að mæta mínu hlutverki í hópnum hvert sem það verður.“Ólýsanlegt Landsliðsmennirnir sem voru valdir í 23 manna hópinn fengu sms frá skrifstofu KSÍ hálftíma áður en hópurinn var tilkynntur á fjölmennum blaðamannafundi í byrjun mánaðar. Sverrir Ingi fer ekkert leynt með gleði sína yfir valinu. „Þetta eru líklega bestu fréttir sem ég hef fengið í lífinu hingað til. Ég veit ekki hvaða fréttir eru betri en þetta. Tilfinningin var ólýsanleg. Ég er búinn að leggja ótrúlega mikið á mig. Stundum hef ég fengið gagnrýni og stundum lof þannig að ef ég lít til baka hlýt ég að hafa gert fleiri hluti rétt en rangt,“ segir Sverrir Ingi sem hafði betur í samkeppni við menn á borð við Sölva Geir Ottesen og Hólmar Örn Eyjólfsson sem báðir þurftu að bíta í súra eplið í stað Blikans. Sverrir hefur tekið stór og góð skref á ferli sínum. Eftir að hann yfirgaf Breiðablik 2013 gekk hann í raðir Viking í Noregi þar sem hann vakti mikla athygli. Belgíska liðið Lokeren keypti hann í janúar 2015 og nú, þremur árum eftir að Sverrir yfirgaf Kópavoginn, er hann kominn á EM með Íslandi.Hefur verið að spila mikið af leikjum „Ég hef verið að spila mikið af leikjum og gengið vel,“ segir Sverrir Ingi um frammistöðu sína á tímabilinu. „Ég er ungur að spila í sterkari deild en áður og maður hefur fengið að vera sá leikmaður sem maður vill vera og bæta sinn leik. Mér líður vel þarna þó liðinu hafi kannski ekki gengið alveg nógu vel. Ég held að félaginu verði lyft á næsta þrep á næsta tímabili,“ segir Sverrir en stendur til að vera áfram hjá Lokeren? „Maður veit aldrei hvað gerist í þessu en eins og staðan er í dag mæti ég aftur til æfinga hjá Lokeren eftir EM,“ segir Sverrir. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason fór úr Pepsi-deildinni og á EM á þremur árum. Á erfitt með að lýsa tilfinningunni þegar hann frétti að hann færi á Evrópumótið í fótbolta í Frakklandi. „Ég er enn að átta mig á þessu. Maður veit ekki alveg við hverju maður á að búast,“ segir Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmiðvörður í fótbolta, en Fréttablaðið tók hann tali fyrir æfingu landsliðsins í gær. Sverrir var alls ekki öruggur í EM-hópinn en samkeppni um miðvarðastöðurnar er mikil. „Daginn sem hópurinn var tilkynntur var ég á báðum áttum. Ég var búinn að sætta mig við hvort sem gerðist, hvort ég færi með eða þyrfti að bíta í súpa eplið í þetta skipti. En ég var það heppinn að fara að koma með þannig ég hlýt að hafa verið að gera eitthvað rétt í þessum leikjum sem ég spilaði og á æfingunum,“ segir Sverrir Ingi. „Þjálfararnir mátu þetta þannig að ég væri leikmaður sem væri nógu góður til að fara með og ég er bara hrikalega stoltur að fá að taka þátt í þessu verkefni og verð klár að mæta mínu hlutverki í hópnum hvert sem það verður.“Ólýsanlegt Landsliðsmennirnir sem voru valdir í 23 manna hópinn fengu sms frá skrifstofu KSÍ hálftíma áður en hópurinn var tilkynntur á fjölmennum blaðamannafundi í byrjun mánaðar. Sverrir Ingi fer ekkert leynt með gleði sína yfir valinu. „Þetta eru líklega bestu fréttir sem ég hef fengið í lífinu hingað til. Ég veit ekki hvaða fréttir eru betri en þetta. Tilfinningin var ólýsanleg. Ég er búinn að leggja ótrúlega mikið á mig. Stundum hef ég fengið gagnrýni og stundum lof þannig að ef ég lít til baka hlýt ég að hafa gert fleiri hluti rétt en rangt,“ segir Sverrir Ingi sem hafði betur í samkeppni við menn á borð við Sölva Geir Ottesen og Hólmar Örn Eyjólfsson sem báðir þurftu að bíta í súra eplið í stað Blikans. Sverrir hefur tekið stór og góð skref á ferli sínum. Eftir að hann yfirgaf Breiðablik 2013 gekk hann í raðir Viking í Noregi þar sem hann vakti mikla athygli. Belgíska liðið Lokeren keypti hann í janúar 2015 og nú, þremur árum eftir að Sverrir yfirgaf Kópavoginn, er hann kominn á EM með Íslandi.Hefur verið að spila mikið af leikjum „Ég hef verið að spila mikið af leikjum og gengið vel,“ segir Sverrir Ingi um frammistöðu sína á tímabilinu. „Ég er ungur að spila í sterkari deild en áður og maður hefur fengið að vera sá leikmaður sem maður vill vera og bæta sinn leik. Mér líður vel þarna þó liðinu hafi kannski ekki gengið alveg nógu vel. Ég held að félaginu verði lyft á næsta þrep á næsta tímabili,“ segir Sverrir en stendur til að vera áfram hjá Lokeren? „Maður veit aldrei hvað gerist í þessu en eins og staðan er í dag mæti ég aftur til æfinga hjá Lokeren eftir EM,“ segir Sverrir.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira