Innlent

Alvarlegt umferðarslys nærri Hellu og þjóðveginum lokað

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Einn var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir bílveltu
Einn var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir bílveltu Vísir
Einn var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir bílveltu nærri söluskálanum við Landvegamót á Hellu.

Slysið átti sér stað á öðrum tímanum í dag en þrjú voru í bílnum, tveir karlmenn og ein kona, öll á þrítugsaldri.

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Rangárvallasýslu voru hinir tveir farþegar bílsins fluttir með sjúkrabílum á Landspítalann en meiðsli þeirra voru talin minna alvarleg.

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er sá sem fluttur var með þyrlunni kominn á gjörgæslu eftir slysið en hinir tveir farþegar bílsins eru í rannsóknum á bráðamóttöku spítalans.

Lögregla lokaði fyrir umferð um þjóðveginn á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig á vettvangi en fjölmennt lið lögreglu og sjúkraflutninga var kallað út. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er þjóðvegurinn enn lokaður.

Uppfært klukkan 15.

Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu vegna slyssins.

Uppfært klukkan 15.30 með upplýsingum frá Landspítalanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×